Ylva Johansson, framkvæmdastjóri innanlandsmála hjá framkvæmdastjórn ESB, hefur beint því til allra ríkja sambandsins að þau ættu að opna fyrir ferðalög innan sambandsins fyrir lok júnímánaðar.
Þetta kom fram á fundi hennar með ráðherrum aðildarríkjanna í morgun. Hin sænska Johansson kveðst ánægð með sum Evrópusambandsríki hafi nú þegar opnað fyrir heimsóknir til og frá landinu en önnur eru enn lokuð og nú segir framkvæmdastjórnin, sem hefur þó ekki boðvald í þessum málum, að kominn sé tími til að opna fyrir umferð.
Enn hefur þó ekkert verið rætt um hvenær Evrópulönd hyggja á opnun til landa utan álfunnar.