Serbneski knattspyrnumaðurinn Aleksandar Katai hefur verið leystur frá störfum hjá bandaríska úrvalsdeildarliðinu Los Angeles Galaxy vegna ógeðfelldra ummæla eiginkonu sinnar á samfélagsmiðlum.
Tea Katai, eiginkona Aleksandar, gerði lítið úr mótmælendum sem hafa farið mikinn í Los Angeles eins og annars staðar í Bandaríkjunum undanfarnar vikur þar sem lögregluofbeldi gegn svörtu fólki er mótmælt.
Á Instagram reikning sínum birti hún mynd með texta á serbnesku þar sem lögregla var hvött til að drepa mótmælendur og einnig aðra mynd þar sem hún gaf í skyn að mótmælendur væru ógeðslegir auk þess sem hún deildi kynþáttafordómum.
The LA Galaxy have parted ways with Aleksandar Katai. pic.twitter.com/mcu0fTreC8
— LA Galaxy (@LAGalaxy) June 5, 2020
Aleksandar baðst afsökunar á þessari hegðun eiginkonu sinnar og sagði skoðanir hennar ekki samræmast sínum. Þá sagði hann einnig að hegðun hennar væri óásættanleg en yfirlýsingu hans má sjá hér fyrir neðan.
A statement from Aleksandar Katai about social media posts his wife Tea Katai made:#LAGalaxy #MLS pic.twitter.com/xcA3GGq7Zf
— Corner Of The Galaxy (@GalaxyPodcast) June 4, 2020
Katai gekk í raðir LA Galaxy nýverið og lék fyrstu tvo leiki tímabilsins með liðinu áður en deildin var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins. Hann lék áður með Chicago Fire í Bandaríkjunum en hefur leikið fyrir Red Star og Alaves