Þunglyndiseinkenni tvöfalt tíðari í heimahjúkrun en á öldrunarheimilum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2020 11:45 Doctor examining patient in wheelchair Tíðni þunglyndiseinkenna hjá öldruðum er nær tvöfalt hærri á meðal þeirra sem fá heimahjúkrun en á öldrunarheimilum. Tíðni þunglyndislyfja á öldrunarheimilum er aftur á móti 55% samanborið við 32,% prósent í heimahjúkrun. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Ástdís Pálsdóttir Bang, útskriftarnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, skilaði á dögunum lokaverkefni sínu í náminu. Markmiðið með rannsókninni var að bera saman tíðni þunglyndis hjá öldruðum sem búa annars vegar á öldrunarheimilum og hins vegar í heimahjúkrun. 1573 einstaklingar á öllum öldrunarheimilum landsins voru í þýðinu, sem og 221 einstaklingur sem fékk heimahjúkrunarþjónustu í sex sveitarfélögum landsins; Akureyri, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Rangárþing, Selfoss og Reykjavík. Gögnin sem unnið er með í rannsókninni eru frá 2017 og eru fengin úr gagnagrunni Landlæknis og byggir á RAI-matstækinu sem metur heilsufar og hjúkrunarþarfir aldraðra. „Niðurstöðurnar sýndu að 9,6% þeirra einstaklinga sem bjuggu á öldrunarheimilunum sýndu einkenni þunglyndis á móti 17,2% einstaklinga sem fengu heimahjúkrunarþjónustu“ Aðspurð hvað hægt sé að lesa í þetta segir Ástdís: „Það sem við lesum í þetta er að félagslegur stuðningur sé mögulega meiri hjá þeim sem eru á öldrunarheimilunum og einnig iðjan og iðjuþjálfunin á öldrunarheimilunum á Íslandi er bara mjög góð. Og það er reglulega prógrammeruð dagskrá og það er verið að reyna að fá aldraða einstaklinga í þessa virkni af því virkniþjálfun er svo mikill og stór þáttur í að vinna með þunglyndiseinkenni. Það getur verið að þeir sem eru heima séu ekki að sækja sér þá félagsþjónustu sem er í boði og einangrist meira þar af leiðandi.“ Ástdís segist setja spurningarmerki við mikla þunglyndislyfjanotkun inni á öldrunarheimilunum. „Vegna þess að við sáum það í rannsókninni að það er 55% þunglyndislyfjanotkun inn á öldrunarheimilunum og 32% í heimahjúkrunarþjónustu og það er svolítið hátt miðað við að það sé 9,6% þunglyndistíðni inn á öldrunarheimilunum,“ segir Ástdís. Málefni aldraðra eru Ástdísi afar hugfólgin. Hún starfaði lengi vel á öldrunarheimilum og var mikið í kringum aldraða. Henni sárnaði að viðkvæðið væri gjarnan að depurðareinkenni fylgdu bara því að eldast. Ástdís segir það af og frá. Þá segir hún einnig íslenskar rannsóknir á andlegri líðan aldraðra einstaklinga skorta. „Þetta finnst mér svo rangt viðhorf og á ekki að vera. Mér fannst þurfa að skoða þetta nánar og vekja athygli á því að alveg sama hvort þú sért áttatíu ára eða fimmtán þá áttu alveg sama rétt á því að vera hamingjusamu Félagsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Tíðni þunglyndiseinkenna hjá öldruðum er nær tvöfalt hærri á meðal þeirra sem fá heimahjúkrun en á öldrunarheimilum. Tíðni þunglyndislyfja á öldrunarheimilum er aftur á móti 55% samanborið við 32,% prósent í heimahjúkrun. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Ástdís Pálsdóttir Bang, útskriftarnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, skilaði á dögunum lokaverkefni sínu í náminu. Markmiðið með rannsókninni var að bera saman tíðni þunglyndis hjá öldruðum sem búa annars vegar á öldrunarheimilum og hins vegar í heimahjúkrun. 1573 einstaklingar á öllum öldrunarheimilum landsins voru í þýðinu, sem og 221 einstaklingur sem fékk heimahjúkrunarþjónustu í sex sveitarfélögum landsins; Akureyri, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Rangárþing, Selfoss og Reykjavík. Gögnin sem unnið er með í rannsókninni eru frá 2017 og eru fengin úr gagnagrunni Landlæknis og byggir á RAI-matstækinu sem metur heilsufar og hjúkrunarþarfir aldraðra. „Niðurstöðurnar sýndu að 9,6% þeirra einstaklinga sem bjuggu á öldrunarheimilunum sýndu einkenni þunglyndis á móti 17,2% einstaklinga sem fengu heimahjúkrunarþjónustu“ Aðspurð hvað hægt sé að lesa í þetta segir Ástdís: „Það sem við lesum í þetta er að félagslegur stuðningur sé mögulega meiri hjá þeim sem eru á öldrunarheimilunum og einnig iðjan og iðjuþjálfunin á öldrunarheimilunum á Íslandi er bara mjög góð. Og það er reglulega prógrammeruð dagskrá og það er verið að reyna að fá aldraða einstaklinga í þessa virkni af því virkniþjálfun er svo mikill og stór þáttur í að vinna með þunglyndiseinkenni. Það getur verið að þeir sem eru heima séu ekki að sækja sér þá félagsþjónustu sem er í boði og einangrist meira þar af leiðandi.“ Ástdís segist setja spurningarmerki við mikla þunglyndislyfjanotkun inni á öldrunarheimilunum. „Vegna þess að við sáum það í rannsókninni að það er 55% þunglyndislyfjanotkun inn á öldrunarheimilunum og 32% í heimahjúkrunarþjónustu og það er svolítið hátt miðað við að það sé 9,6% þunglyndistíðni inn á öldrunarheimilunum,“ segir Ástdís. Málefni aldraðra eru Ástdísi afar hugfólgin. Hún starfaði lengi vel á öldrunarheimilum og var mikið í kringum aldraða. Henni sárnaði að viðkvæðið væri gjarnan að depurðareinkenni fylgdu bara því að eldast. Ástdís segir það af og frá. Þá segir hún einnig íslenskar rannsóknir á andlegri líðan aldraðra einstaklinga skorta. „Þetta finnst mér svo rangt viðhorf og á ekki að vera. Mér fannst þurfa að skoða þetta nánar og vekja athygli á því að alveg sama hvort þú sért áttatíu ára eða fimmtán þá áttu alveg sama rétt á því að vera hamingjusamu
Félagsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30