Greina ekki sýni á nóttunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2020 13:32 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. Farþegum sem koma til landsins eftir 15. júní verður líkt og kunnugt er gefinn kostur á að fara í sýnatöku vegna COVID-19 í staðinn fyrir 14 daga sóttkví. Undirbúningur er í fullum gangi að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en aðeins rétt rúm vika er til stefnu og að mörgu að huga. „Það er bara allt á fullu og mér sýnist þetta bara miða mjög vel,“ segir Þórólfur sem á von á því að allt verði tilbúið í tæka tíð. Meðal þess sem þarf að huga að er hvort og hvernig sé þá hægt að koma í veg fyrir að flöskuhálsar myndist ef margar vélar lenda á svipuðum tíma í Keflavík. „Þetta er allt í skoðun og við erum í náinni samvinnu við Isavia varðandi þetta mál þannig að menn munu vita nákvæmlega fyrir fram hvað margir farþegar koma á hverjum tímapunkti og menn munu aðlaga sig að því varðandi sýnatökur en þetta er náttúrlega reynsluferli sem er að hefjast og auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvernig útfærslan mun verða,“ segir Þórólfur. „En það er verið að tjalda miklu til og ég geri fastlega ráð fyrir því að menn muni bara fljótt leysa úr öllum þeim hnökrum sem upp kunna að koma í þessu en þetta verður vitað alveg fyrir fram.“ Ekki er sjálfgefið aðhægt verði aðgreina sýni úr farþegum öllum tímum sólarhringsins. „Ég býst nú ekki við að vélarnar, eins og staðan er núna í byrjun, muni koma á hvaða tíma sem er á sólarhringnum en það munu klárlega koma vélar svona í einhverjum kippum hingað inn og sýnatakan fer þá fram þegar farþegarnir koma. Sýnin verða ekki greind á nóttunni þannig að það getur verið, ef að vélar koma seint að kvöldi aðþað þurfi sennilega að bíða til næsta dags en það verður reynt að gera það eins hratt eins og mögulegt er,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. Farþegum sem koma til landsins eftir 15. júní verður líkt og kunnugt er gefinn kostur á að fara í sýnatöku vegna COVID-19 í staðinn fyrir 14 daga sóttkví. Undirbúningur er í fullum gangi að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en aðeins rétt rúm vika er til stefnu og að mörgu að huga. „Það er bara allt á fullu og mér sýnist þetta bara miða mjög vel,“ segir Þórólfur sem á von á því að allt verði tilbúið í tæka tíð. Meðal þess sem þarf að huga að er hvort og hvernig sé þá hægt að koma í veg fyrir að flöskuhálsar myndist ef margar vélar lenda á svipuðum tíma í Keflavík. „Þetta er allt í skoðun og við erum í náinni samvinnu við Isavia varðandi þetta mál þannig að menn munu vita nákvæmlega fyrir fram hvað margir farþegar koma á hverjum tímapunkti og menn munu aðlaga sig að því varðandi sýnatökur en þetta er náttúrlega reynsluferli sem er að hefjast og auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvernig útfærslan mun verða,“ segir Þórólfur. „En það er verið að tjalda miklu til og ég geri fastlega ráð fyrir því að menn muni bara fljótt leysa úr öllum þeim hnökrum sem upp kunna að koma í þessu en þetta verður vitað alveg fyrir fram.“ Ekki er sjálfgefið aðhægt verði aðgreina sýni úr farþegum öllum tímum sólarhringsins. „Ég býst nú ekki við að vélarnar, eins og staðan er núna í byrjun, muni koma á hvaða tíma sem er á sólarhringnum en það munu klárlega koma vélar svona í einhverjum kippum hingað inn og sýnatakan fer þá fram þegar farþegarnir koma. Sýnin verða ekki greind á nóttunni þannig að það getur verið, ef að vélar koma seint að kvöldi aðþað þurfi sennilega að bíða til næsta dags en það verður reynt að gera það eins hratt eins og mögulegt er,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira