Syngja saman á sautján einbreiðum brúm Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júní 2020 12:11 Konurnar í kórnum munu byrja á að syngja á austustu einbreiðu brú sýslunnar í Lóni snemma morguns laugardaginn 13. júní og síðan munu þær syngja sig í vesturátt og enda á vestustu brúnni í Öræfum. Stjórnandi kórsins er Heiðar Sigurðsson. Úr einkasafni kórsins. Um fjörutíu konur á Hornafirði þeysast nú á milli þeirra sautján einbreiðu brúa, sem eru í Austur-Skaftafellssýslu og prófa að syngja á þeim áður en formlegir tónleikar verða haldnir á öllum brúnum um næstu helgi, eða laugardaginn 13. júní. Hér eru við að tala um hressar og skemmtilegar konur í Kvennakór Hornafjarðar, 22 ára gömlum kór þar sem Heiðar Sigurðsson er stjórnandi kórsins. Konurnar ætla að slá botninn í vetrarstarfið, sem var mjög óvenjulegt vegna kórónuveirunnar með því að syngja á öllum einbreiðum brúum í Austur Skaftafellsýslu laugardaginn 13. júní en brýrnar eru 17 talsins. Með söngnum vilja þær líka vekja athygli á nauðsyn þess að fækka einbreiðum brúm í sýslunni. Guðbjörg Garðarsdóttir er í undirbúningsnefnd fyrri verkefnið. „Já, sýslan okkar er með lang flestum einbreiðum brúm á Íslandi og það er árið 2020, þannig að við ætlum að vekja athygli á því og okkur í leiðinni.“ En dugar einn dagur í að syngja á sautján brúm? „Það er varla, þetta er rosalega strembið, við erum búnar að vera að taka tíma, hvað tekur langan tíma að keyra á milli og hvað það tekur 30 til 40 konur langan tíma og ganga úr og í rútu og hvað við megum stoppa lengi á hverri brú,“ segir Guðbjörg og bætir því við að það verði mjög mismunandi eftir brúm hvaða lög verða sungin hverju sinni. Það er mikil tilhlökkun hjá konunum í Kvennakór Hornafjarðar að taka þátt í brúarsöngnum laugardaginn 13. júní 2020.Úr einkasafni kórsins. Framtak kórsins hefur vakið mikla athygli. „Já, þetta er mjög skemmtilegt og við erum að fá mjög góð viðbrögð við uppátækinu. Við erum aðallega að gera þetta til að skemmta okkur og hittast eftir samkomubann, við erum bara mjög spenntar, vonandi koma einhverjir og hlusta á okkur,“ segir Guðbjörg og hlær. Hornafjörður Menning Kórar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Um fjörutíu konur á Hornafirði þeysast nú á milli þeirra sautján einbreiðu brúa, sem eru í Austur-Skaftafellssýslu og prófa að syngja á þeim áður en formlegir tónleikar verða haldnir á öllum brúnum um næstu helgi, eða laugardaginn 13. júní. Hér eru við að tala um hressar og skemmtilegar konur í Kvennakór Hornafjarðar, 22 ára gömlum kór þar sem Heiðar Sigurðsson er stjórnandi kórsins. Konurnar ætla að slá botninn í vetrarstarfið, sem var mjög óvenjulegt vegna kórónuveirunnar með því að syngja á öllum einbreiðum brúum í Austur Skaftafellsýslu laugardaginn 13. júní en brýrnar eru 17 talsins. Með söngnum vilja þær líka vekja athygli á nauðsyn þess að fækka einbreiðum brúm í sýslunni. Guðbjörg Garðarsdóttir er í undirbúningsnefnd fyrri verkefnið. „Já, sýslan okkar er með lang flestum einbreiðum brúm á Íslandi og það er árið 2020, þannig að við ætlum að vekja athygli á því og okkur í leiðinni.“ En dugar einn dagur í að syngja á sautján brúm? „Það er varla, þetta er rosalega strembið, við erum búnar að vera að taka tíma, hvað tekur langan tíma að keyra á milli og hvað það tekur 30 til 40 konur langan tíma og ganga úr og í rútu og hvað við megum stoppa lengi á hverri brú,“ segir Guðbjörg og bætir því við að það verði mjög mismunandi eftir brúm hvaða lög verða sungin hverju sinni. Það er mikil tilhlökkun hjá konunum í Kvennakór Hornafjarðar að taka þátt í brúarsöngnum laugardaginn 13. júní 2020.Úr einkasafni kórsins. Framtak kórsins hefur vakið mikla athygli. „Já, þetta er mjög skemmtilegt og við erum að fá mjög góð viðbrögð við uppátækinu. Við erum aðallega að gera þetta til að skemmta okkur og hittast eftir samkomubann, við erum bara mjög spenntar, vonandi koma einhverjir og hlusta á okkur,“ segir Guðbjörg og hlær.
Hornafjörður Menning Kórar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira