Icelandair flýgur til ellefu áfangastaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2020 06:52 Icelandair hefur að undanförnu aðeins flogið til þriggja áfangastaða. Þann 15. júní bætast sjö við. Vísir/Vilhelm Icelandair stefnir á flug til ellefu áfangastaða frá og með 15. júní næstkomandi, en þá verður ferðatakmörkunum hingað til lands breytt. Ferðalangar sem koma hingað til lands munu ekki þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Þess í stað verður boðið upp á skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Um fyrirætlanir Icelandair er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að áfangastaðirnir sem um ræðir séu Amsterdam, Berlín, Boston, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, München, París, Stokkhólmur, Ósló og Zürich. Undanfarið hefur aðeins verið flogið til Stokkhólms, London og Boston. Það eru því átta áfangastaðir sem bætast við flugflóruna um miðjan mánuðinn. Haft er eftir Birnu Ósk Einarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair, að mikil eftirspurn sé eftir flugi til Kaupmannahafnar. Fyrstu dagarnir sem flogið verði til borgarinnar séu vel bókaðir. Þá segir Birna að unnið sé með áætlanagerð til tveggja vikna í senn. Áfangastaðirnir sem um ræðir verði því í boði tveim vikum frá 15. júní að lágmarki. Hún setur þó þann varnagla á að mögulegt sé að ekki verði farið í þau flug sem illa gengur að bóka í. Nú stendur yfir vinna við að útbúa flugáætlun fyrir dagana 1. til 15. júlí. Skimunargjald þyrnir í augum margra Birna segir einnig að fyrirhugað 15 þúsund króna skimunargjald, það er að segja gjald sem flestum sem hingað ferðast verður gert að greiða fyrir próf við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli, trufli marga sem höfðu ætlað sér að ferðast hingað til lands. Hún segir marga Dani hafi afbókað sig vegna gjaldsins. Eins hafi stórir þýskir hópar, sem bókað höfðu ferðir hingað fyrir einhverju síðan, ákveðið að hætta við með tilkomu gjaldsins. Fyrstu tvær vikurnar frá því skimun hefst á Keflavíkurflugvelli verður ekkert gjald tekið fyrir skimun. Eftir það verður öllum sem hingað ferðast og eru fæddir fyrir árið 2005 gert að greiða 15 þúsund krónur fyrir hvert próf. Uppfært klukkan 10:40: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að áfangastaðirnir sem flogið verður til væru tíu. Það er rangt. Hið rétta er að þeir eru ellefu, og hefur Ósló verið bætt við lista yfir áfangastaði. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira
Icelandair stefnir á flug til ellefu áfangastaða frá og með 15. júní næstkomandi, en þá verður ferðatakmörkunum hingað til lands breytt. Ferðalangar sem koma hingað til lands munu ekki þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Þess í stað verður boðið upp á skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Um fyrirætlanir Icelandair er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að áfangastaðirnir sem um ræðir séu Amsterdam, Berlín, Boston, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, München, París, Stokkhólmur, Ósló og Zürich. Undanfarið hefur aðeins verið flogið til Stokkhólms, London og Boston. Það eru því átta áfangastaðir sem bætast við flugflóruna um miðjan mánuðinn. Haft er eftir Birnu Ósk Einarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair, að mikil eftirspurn sé eftir flugi til Kaupmannahafnar. Fyrstu dagarnir sem flogið verði til borgarinnar séu vel bókaðir. Þá segir Birna að unnið sé með áætlanagerð til tveggja vikna í senn. Áfangastaðirnir sem um ræðir verði því í boði tveim vikum frá 15. júní að lágmarki. Hún setur þó þann varnagla á að mögulegt sé að ekki verði farið í þau flug sem illa gengur að bóka í. Nú stendur yfir vinna við að útbúa flugáætlun fyrir dagana 1. til 15. júlí. Skimunargjald þyrnir í augum margra Birna segir einnig að fyrirhugað 15 þúsund króna skimunargjald, það er að segja gjald sem flestum sem hingað ferðast verður gert að greiða fyrir próf við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli, trufli marga sem höfðu ætlað sér að ferðast hingað til lands. Hún segir marga Dani hafi afbókað sig vegna gjaldsins. Eins hafi stórir þýskir hópar, sem bókað höfðu ferðir hingað fyrir einhverju síðan, ákveðið að hætta við með tilkomu gjaldsins. Fyrstu tvær vikurnar frá því skimun hefst á Keflavíkurflugvelli verður ekkert gjald tekið fyrir skimun. Eftir það verður öllum sem hingað ferðast og eru fæddir fyrir árið 2005 gert að greiða 15 þúsund krónur fyrir hvert próf. Uppfært klukkan 10:40: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að áfangastaðirnir sem flogið verður til væru tíu. Það er rangt. Hið rétta er að þeir eru ellefu, og hefur Ósló verið bætt við lista yfir áfangastaði.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira