Icelandair flýgur til ellefu áfangastaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2020 06:52 Icelandair hefur að undanförnu aðeins flogið til þriggja áfangastaða. Þann 15. júní bætast sjö við. Vísir/Vilhelm Icelandair stefnir á flug til ellefu áfangastaða frá og með 15. júní næstkomandi, en þá verður ferðatakmörkunum hingað til lands breytt. Ferðalangar sem koma hingað til lands munu ekki þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Þess í stað verður boðið upp á skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Um fyrirætlanir Icelandair er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að áfangastaðirnir sem um ræðir séu Amsterdam, Berlín, Boston, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, München, París, Stokkhólmur, Ósló og Zürich. Undanfarið hefur aðeins verið flogið til Stokkhólms, London og Boston. Það eru því átta áfangastaðir sem bætast við flugflóruna um miðjan mánuðinn. Haft er eftir Birnu Ósk Einarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair, að mikil eftirspurn sé eftir flugi til Kaupmannahafnar. Fyrstu dagarnir sem flogið verði til borgarinnar séu vel bókaðir. Þá segir Birna að unnið sé með áætlanagerð til tveggja vikna í senn. Áfangastaðirnir sem um ræðir verði því í boði tveim vikum frá 15. júní að lágmarki. Hún setur þó þann varnagla á að mögulegt sé að ekki verði farið í þau flug sem illa gengur að bóka í. Nú stendur yfir vinna við að útbúa flugáætlun fyrir dagana 1. til 15. júlí. Skimunargjald þyrnir í augum margra Birna segir einnig að fyrirhugað 15 þúsund króna skimunargjald, það er að segja gjald sem flestum sem hingað ferðast verður gert að greiða fyrir próf við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli, trufli marga sem höfðu ætlað sér að ferðast hingað til lands. Hún segir marga Dani hafi afbókað sig vegna gjaldsins. Eins hafi stórir þýskir hópar, sem bókað höfðu ferðir hingað fyrir einhverju síðan, ákveðið að hætta við með tilkomu gjaldsins. Fyrstu tvær vikurnar frá því skimun hefst á Keflavíkurflugvelli verður ekkert gjald tekið fyrir skimun. Eftir það verður öllum sem hingað ferðast og eru fæddir fyrir árið 2005 gert að greiða 15 þúsund krónur fyrir hvert próf. Uppfært klukkan 10:40: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að áfangastaðirnir sem flogið verður til væru tíu. Það er rangt. Hið rétta er að þeir eru ellefu, og hefur Ósló verið bætt við lista yfir áfangastaði. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Icelandair stefnir á flug til ellefu áfangastaða frá og með 15. júní næstkomandi, en þá verður ferðatakmörkunum hingað til lands breytt. Ferðalangar sem koma hingað til lands munu ekki þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Þess í stað verður boðið upp á skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Um fyrirætlanir Icelandair er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að áfangastaðirnir sem um ræðir séu Amsterdam, Berlín, Boston, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, München, París, Stokkhólmur, Ósló og Zürich. Undanfarið hefur aðeins verið flogið til Stokkhólms, London og Boston. Það eru því átta áfangastaðir sem bætast við flugflóruna um miðjan mánuðinn. Haft er eftir Birnu Ósk Einarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair, að mikil eftirspurn sé eftir flugi til Kaupmannahafnar. Fyrstu dagarnir sem flogið verði til borgarinnar séu vel bókaðir. Þá segir Birna að unnið sé með áætlanagerð til tveggja vikna í senn. Áfangastaðirnir sem um ræðir verði því í boði tveim vikum frá 15. júní að lágmarki. Hún setur þó þann varnagla á að mögulegt sé að ekki verði farið í þau flug sem illa gengur að bóka í. Nú stendur yfir vinna við að útbúa flugáætlun fyrir dagana 1. til 15. júlí. Skimunargjald þyrnir í augum margra Birna segir einnig að fyrirhugað 15 þúsund króna skimunargjald, það er að segja gjald sem flestum sem hingað ferðast verður gert að greiða fyrir próf við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli, trufli marga sem höfðu ætlað sér að ferðast hingað til lands. Hún segir marga Dani hafi afbókað sig vegna gjaldsins. Eins hafi stórir þýskir hópar, sem bókað höfðu ferðir hingað fyrir einhverju síðan, ákveðið að hætta við með tilkomu gjaldsins. Fyrstu tvær vikurnar frá því skimun hefst á Keflavíkurflugvelli verður ekkert gjald tekið fyrir skimun. Eftir það verður öllum sem hingað ferðast og eru fæddir fyrir árið 2005 gert að greiða 15 þúsund krónur fyrir hvert próf. Uppfært klukkan 10:40: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að áfangastaðirnir sem flogið verður til væru tíu. Það er rangt. Hið rétta er að þeir eru ellefu, og hefur Ósló verið bætt við lista yfir áfangastaði.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira