Skipulag og uppbygging til framfara Ó. Ingi Tómasson skrifar 8. júní 2020 08:00 Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, var stigið stórt og ábyrgt skref til framfara í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu. Svæðisskipulagið sem gildir til ársins 2040 hefur það m.a. að markmiði að draga úr óhagkvæmri þenslu byggðar en ætlað er að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 70.000 tímabilinu, auka sjálfbærni með markvissri byggðaþróun og uppbyggingu þjónustu sem hefur jákvæð áhrif á umhverfi og lífsgæði íbúa. Til að ná þessum markmiðum verður þróun þéttbýlis innan vaxtarmarka, meginþunga vaxtar verður beint á miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Aukin þátttaka almennings í notkun almenningssamgangna er ein meginforsenda þess að markmið svæðisskipulagsins nái fram að ganga. Meginkjarnar allra sveitarfélaganna verða tengdir saman með hágæðakerfi almenningssamgangna, Borgarlínu sem verður góður valkostur fyrir íbúa um bílausan lífsstíl. Fyrsta skrefið í þá átt var undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Staða svæðisskipulagsins í Hafnarfirði Árið 2015 var svæðisskipulagið samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í bæjarstjórn. Í janúar 2018 var fjölmennur og vel heppnaður fundur um Borgalínu haldinn í Hafnarborg. Samkvæmt samgöngusáttmálanum verður framkvæmd vegna sérrýmis Borgarlínu frá Kringlu í Hafnarfjörð á árunum 2027-2030. Framkvæmdum við Reykjanesbraut – Álftanesveg – Lækjargata verður lokið árið 2028, áætlaður kostnaður er 13 milljarðir. Ef skoðuð eru markmiðin sem áður eru nefnd þá er vissulega ágreiningur um hvar og hvernig eigi að uppfylla markmið svæðisskipulagsins um þéttingu byggðar sem er forsenda bættra almenningssamgangna, aukinna umhverfisgæða og betri lífsgæða. Samkvæmt svæðisskipulaginu og aðalskipulagi Hafnarfjarðar er byggingarland á nýju óbrotnu landi að skornum skammti hér í Hafnarfirði, telja má að hægt sé að úthluta lóðum undir um 2.500 íbúðir fram til ársins 2040, þörfin miðað við 2% fjölgun íbúa er 6.300 - 7.600 íbúðir. Standa gegn uppbyggingu Í umræðunni hefur verið vísað til lítillar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis hér í Hafnarfirði. Háspennulínur yfir nýbyggingarsvæðum hafa reynst okkur erfiðar, komin er bráðabirgðalausn á það mál og nýlega var úthlutað lóðum undir hundruði íbúða í Hamranesi. Þéttingarsvæði hafa verið til umræðu, skipulags- og byggingarráð hefur lagt til þéttingu á reitum sem hafa ekki mikil áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Stærsta þéttingaverkefnið er uppbygging á Hraunum vestur. Deiliskipulagstillaga er nær til svæðis við Reykjavíkurveg, Hjallahrauns og Helluhrauns var samþykkt í skipulags- og byggingarráði með atkvæðum meirihlutans gerir ráð fyrir 490 íbúðum, verslun og þjónustu auk leikskóla. Tillagan fellur vel að markmiðum svæðisskipulagsins og hugmyndafræði rammaskipulags um svæðið. Það vekur athygli að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar greiddu atkvæði gegn tillögunni sem kemur e.t.v. ekki á óvart þar sem sér í lagi fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ýmist lagst gegn skipulagstillögum sem eru í takt við svæðisskipulagið eða ekki tekið afstöðu til þeirra. Það er því umhugsunarvert hvort hugur hafi fylgt máli þegar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt í bæjarstjórn. Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar mun áfram vinna að uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, bættum almenningssamgöngum og úrbætum á Reykjanesbraut og þar með bættum hag Hafnfirðinga með markmið svæðisskipulagsins að leiðarljósi. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, var stigið stórt og ábyrgt skref til framfara í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu. Svæðisskipulagið sem gildir til ársins 2040 hefur það m.a. að markmiði að draga úr óhagkvæmri þenslu byggðar en ætlað er að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 70.000 tímabilinu, auka sjálfbærni með markvissri byggðaþróun og uppbyggingu þjónustu sem hefur jákvæð áhrif á umhverfi og lífsgæði íbúa. Til að ná þessum markmiðum verður þróun þéttbýlis innan vaxtarmarka, meginþunga vaxtar verður beint á miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Aukin þátttaka almennings í notkun almenningssamgangna er ein meginforsenda þess að markmið svæðisskipulagsins nái fram að ganga. Meginkjarnar allra sveitarfélaganna verða tengdir saman með hágæðakerfi almenningssamgangna, Borgarlínu sem verður góður valkostur fyrir íbúa um bílausan lífsstíl. Fyrsta skrefið í þá átt var undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Staða svæðisskipulagsins í Hafnarfirði Árið 2015 var svæðisskipulagið samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í bæjarstjórn. Í janúar 2018 var fjölmennur og vel heppnaður fundur um Borgalínu haldinn í Hafnarborg. Samkvæmt samgöngusáttmálanum verður framkvæmd vegna sérrýmis Borgarlínu frá Kringlu í Hafnarfjörð á árunum 2027-2030. Framkvæmdum við Reykjanesbraut – Álftanesveg – Lækjargata verður lokið árið 2028, áætlaður kostnaður er 13 milljarðir. Ef skoðuð eru markmiðin sem áður eru nefnd þá er vissulega ágreiningur um hvar og hvernig eigi að uppfylla markmið svæðisskipulagsins um þéttingu byggðar sem er forsenda bættra almenningssamgangna, aukinna umhverfisgæða og betri lífsgæða. Samkvæmt svæðisskipulaginu og aðalskipulagi Hafnarfjarðar er byggingarland á nýju óbrotnu landi að skornum skammti hér í Hafnarfirði, telja má að hægt sé að úthluta lóðum undir um 2.500 íbúðir fram til ársins 2040, þörfin miðað við 2% fjölgun íbúa er 6.300 - 7.600 íbúðir. Standa gegn uppbyggingu Í umræðunni hefur verið vísað til lítillar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis hér í Hafnarfirði. Háspennulínur yfir nýbyggingarsvæðum hafa reynst okkur erfiðar, komin er bráðabirgðalausn á það mál og nýlega var úthlutað lóðum undir hundruði íbúða í Hamranesi. Þéttingarsvæði hafa verið til umræðu, skipulags- og byggingarráð hefur lagt til þéttingu á reitum sem hafa ekki mikil áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Stærsta þéttingaverkefnið er uppbygging á Hraunum vestur. Deiliskipulagstillaga er nær til svæðis við Reykjavíkurveg, Hjallahrauns og Helluhrauns var samþykkt í skipulags- og byggingarráði með atkvæðum meirihlutans gerir ráð fyrir 490 íbúðum, verslun og þjónustu auk leikskóla. Tillagan fellur vel að markmiðum svæðisskipulagsins og hugmyndafræði rammaskipulags um svæðið. Það vekur athygli að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar greiddu atkvæði gegn tillögunni sem kemur e.t.v. ekki á óvart þar sem sér í lagi fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ýmist lagst gegn skipulagstillögum sem eru í takt við svæðisskipulagið eða ekki tekið afstöðu til þeirra. Það er því umhugsunarvert hvort hugur hafi fylgt máli þegar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt í bæjarstjórn. Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar mun áfram vinna að uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, bættum almenningssamgöngum og úrbætum á Reykjanesbraut og þar með bættum hag Hafnfirðinga með markmið svæðisskipulagsins að leiðarljósi. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun