Umdeildur falinn fjársjóður fundinn í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2020 14:58 Forrest Flenn á að hafa falið fjársjóð í Klettafjöllunum árið 2010. Sá fjársjóður ku nú vera fundinn. AP/Jeri Clausing Eftir áratugslanga leit hefur umdeildur falinn fjársjóður auðjöfursins Forrest Fenn verið fundinn í Klettafjöllum Bandaríkjanna. Fenn faldi fjársjóðinn árið 2010 og gaf hann út bók sem innihélt ljóð en það var í raun vísbending um hvar finna mætti fjársjóðinn og hefur hann haldið áfram að gefa út vísbendingar. Fjársjóðurinn er sagður innihalda gull og eðalsteina og á hann að vera um tveggja milljóna dala virði. Fenn hefur sagt fjölmiðlum vestanhafs að búið sé að finna fjársjóðinn en ítrekar að sá sem fann hann vilji ekki að nafns hans sé getið. Í færslu á bloggsíðu sem snýr að fjársjóðsleitinni segir Fenn að fjársjóðurinn hafi verið nákvæmlega þar sem hann faldi hann og að ljóðið hafi leitt aðilann sem fann hann að honum. Fenn segist ekki þekkja viðkomandi. Hann segir þó að von sé á frekari upplýsingum og þakkaði þeim þúsundum sem hafa tekið þátt í leitinni. Fjársjóðsleitin er ekki óumdeild. Talið er að allt að 350 þúsund manns hafi leitað fjórsjóðsins en minnst fimm hafa látið lífið við leitina. Þá hafa margir höfðað mál gegn Fenn og sakað hann um svik. Þar á meðal á þeim grundvelli að vísbendingar hans hafi verið afvegaleiðandi. Fenn hefur sagt að fjársjóðskistan sjálf, með fjársjóðinum, hafi verið um tuttugu kíló og hann hafi ferjað hann á felustaðinn sjálfur í tveimur ferðum. Í samtali við The New Mexican sagði Fenn að fundi fjársjóðsins fylgdu blendnar tilfinningar. „Ég veit ekki, ég er nokkuð glaður og í senn sorgmæddur því leitinni er lokið,“ sagði Fenn. Bandaríkin Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira
Eftir áratugslanga leit hefur umdeildur falinn fjársjóður auðjöfursins Forrest Fenn verið fundinn í Klettafjöllum Bandaríkjanna. Fenn faldi fjársjóðinn árið 2010 og gaf hann út bók sem innihélt ljóð en það var í raun vísbending um hvar finna mætti fjársjóðinn og hefur hann haldið áfram að gefa út vísbendingar. Fjársjóðurinn er sagður innihalda gull og eðalsteina og á hann að vera um tveggja milljóna dala virði. Fenn hefur sagt fjölmiðlum vestanhafs að búið sé að finna fjársjóðinn en ítrekar að sá sem fann hann vilji ekki að nafns hans sé getið. Í færslu á bloggsíðu sem snýr að fjársjóðsleitinni segir Fenn að fjársjóðurinn hafi verið nákvæmlega þar sem hann faldi hann og að ljóðið hafi leitt aðilann sem fann hann að honum. Fenn segist ekki þekkja viðkomandi. Hann segir þó að von sé á frekari upplýsingum og þakkaði þeim þúsundum sem hafa tekið þátt í leitinni. Fjársjóðsleitin er ekki óumdeild. Talið er að allt að 350 þúsund manns hafi leitað fjórsjóðsins en minnst fimm hafa látið lífið við leitina. Þá hafa margir höfðað mál gegn Fenn og sakað hann um svik. Þar á meðal á þeim grundvelli að vísbendingar hans hafi verið afvegaleiðandi. Fenn hefur sagt að fjársjóðskistan sjálf, með fjársjóðinum, hafi verið um tuttugu kíló og hann hafi ferjað hann á felustaðinn sjálfur í tveimur ferðum. Í samtali við The New Mexican sagði Fenn að fundi fjársjóðsins fylgdu blendnar tilfinningar. „Ég veit ekki, ég er nokkuð glaður og í senn sorgmæddur því leitinni er lokið,“ sagði Fenn.
Bandaríkin Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira