Dæmdur fyrir að fella níu aspir gróðursettar til minningar um fórnarlömb snjóflóðsins á Flateyri Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2020 08:00 Frá Flateyri. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa fellt aspirnar, dagana 19. -21. júlí á síðasta ári. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fertugsaldri til greiðslu 200 þúsund króna sektar fyrir að hafa í óleyfi fellt níu aspir í eigu sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar sem gróðursettar voru við Drafnargötu á Flateyri í minningu þeirra sem fórust í snjóflóðinu í plássinu árið 1995. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa fellt aspirnar dagana 19. -21. júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að hann hafi átt íbúð í húsi við Drafnargötu frá árinu 2011 ásamt bróður sínum og lengi unnið að lagfæringum á húsinu og garðinum. Illa hirt Í dómnum segir að garðurinn hefði verið fullur af öspum og hafi ákærði haft samband við áhaldahús Ísafjarðarbæjar og óskað úrbóta, meðal annars á holum á göngustígum. „Aspirnar hefðu vaxið án þess að nokkuð hefði verið að gert. Húsið hjá sér hefði verið þakið kvoðu af öspunum og þær slegist í húsið. Síðastliðið sumar hefði drengur dottið á höfuðið á þessum stíg, um holu á stígnum og þá hefði hann fjarlægt aspirnar með því að saga þær niður. Ákærði kvaðst hafa ætlað að setja víði í staðinn fyrir aspirnar, þar sem bærinn sinnti þessu í engu og hefði ekki verið til í að koma til móts við sig í neinu. Þá kvaðst ákærði hafa fjarlægt trén á eigin kostnað og látið við það sitja að fylla holurnar sem mynduðust,“ segir í dómnum. Ákærði sagðist telja að hann hafi með fellingunum vera að gera sveitarfélaginu greiða frekar en hitt. Þá hafi enginn gert athugasemdir við framkvæmdirnar á meðan á þeim stóð. Ekki fallist á kröfur mannsins Í dómnum segir að segir að aspirnar hafi staðið þarna í áratugi og því yrði ekki fallist á það með manninum að óljóst hafi verið hver hafi verið raunverulegur eigandi trjánna. Sömuleiðis yrði ekki fallist á það með ákærða að starfandi bæjarstjóri á þessum tíma, Þórdísi Sig Sigurðardóttur hafi ekki haft umboð til að leggja fram kæru á hendur honum. Dómurinn var tekinn fyrir á síðasta bæjarráðsfundi Ísafjarðarbæjar til kynningar. Hinn ákærði var sömuleiðis dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar. Ísafjarðarbær Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fertugsaldri til greiðslu 200 þúsund króna sektar fyrir að hafa í óleyfi fellt níu aspir í eigu sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar sem gróðursettar voru við Drafnargötu á Flateyri í minningu þeirra sem fórust í snjóflóðinu í plássinu árið 1995. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa fellt aspirnar dagana 19. -21. júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að hann hafi átt íbúð í húsi við Drafnargötu frá árinu 2011 ásamt bróður sínum og lengi unnið að lagfæringum á húsinu og garðinum. Illa hirt Í dómnum segir að garðurinn hefði verið fullur af öspum og hafi ákærði haft samband við áhaldahús Ísafjarðarbæjar og óskað úrbóta, meðal annars á holum á göngustígum. „Aspirnar hefðu vaxið án þess að nokkuð hefði verið að gert. Húsið hjá sér hefði verið þakið kvoðu af öspunum og þær slegist í húsið. Síðastliðið sumar hefði drengur dottið á höfuðið á þessum stíg, um holu á stígnum og þá hefði hann fjarlægt aspirnar með því að saga þær niður. Ákærði kvaðst hafa ætlað að setja víði í staðinn fyrir aspirnar, þar sem bærinn sinnti þessu í engu og hefði ekki verið til í að koma til móts við sig í neinu. Þá kvaðst ákærði hafa fjarlægt trén á eigin kostnað og látið við það sitja að fylla holurnar sem mynduðust,“ segir í dómnum. Ákærði sagðist telja að hann hafi með fellingunum vera að gera sveitarfélaginu greiða frekar en hitt. Þá hafi enginn gert athugasemdir við framkvæmdirnar á meðan á þeim stóð. Ekki fallist á kröfur mannsins Í dómnum segir að segir að aspirnar hafi staðið þarna í áratugi og því yrði ekki fallist á það með manninum að óljóst hafi verið hver hafi verið raunverulegur eigandi trjánna. Sömuleiðis yrði ekki fallist á það með ákærða að starfandi bæjarstjóri á þessum tíma, Þórdísi Sig Sigurðardóttur hafi ekki haft umboð til að leggja fram kæru á hendur honum. Dómurinn var tekinn fyrir á síðasta bæjarráðsfundi Ísafjarðarbæjar til kynningar. Hinn ákærði var sömuleiðis dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar.
Ísafjarðarbær Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent