CrossFit Reykjavík segir skilið við CrossFit nema að það verði afgerandi breytingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2020 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir er einn af eigendum CrossFit Reykjavík ásamt því að vera goðsögn í CrossFit heiminum. CrossFit Reykjavík heimtar nú breytingar á forystunni. Hér má sjá Anníe Mist með aðdáanda en myndin er af Instagram siðu CrossFit Reykjavík. Mynd/Instagram Fjölmargar CrossFit stöðvar í heiminum hafa slitið samstarfi sínu við CrossFit samtökin eða hóta því að gera það verði ekki gerðar alvöru breytingar hjá stjórn samtakanna. CrossFit Reykjavík æfingastöðin á Íslandi bættist í hóp þeirra í gærkvöldi. CrossFit Reykjavík hefur verið í fararbroddi hér á landi að tengja Ísland og CrossFit heiminn með því að halda alþjóðlega mótið Reykjavík CrossFit Championship og vera með CrossFit inn á Reykjavíkurleikunum. Anníe Mist Þórisdóttir er einn af eigendum stöðvarinnar ásamt þeim Evert Víglundssyni og Hrönn Svansdóttur. Það er ljóst á tilkynningu frá CrossFit Reykjavík inn á samfélagsmiðlum að nú sé CrossFit íþróttin á krossgötum og allur heimurinn heimtar nú afgerandi breytingar á forystusveitinni. „Við viljum að það komi skýrt fram að við erum ekki sammála orðum og gjörum Greg Glassmann undanfarna daga. Við trúum á samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem allir eru jafnir og öllum er sýnd virðing. Við munum ekki vera hluti af CrossFit eins og það er nema gerðar verði afgerandi breytingar,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit Reykjavík eins og sjá má hér fyrir neðan. Þessi skilaboð frá CrossFit Reykjavík átti líka að berast út því tilkynningin er fyrst á ensku, svo á íslensku. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) on Jun 8, 2020 at 2:03pm PDT CrossFit Reykjavík hefur líka ákveðið að halda ekki Reykjavík CrossFit Championship mótið undir merkjum CrossFit á næsta ári verði ekki tekið til hjá forystu CrossFit samtakanna eins og sjá má á þessari fésbókartilkynningu hér fyrir neðan. CrossFit Hengill stöðin hefur líka sent frá sér tilkynningu á Instagram þar kemur meðal annars fram að samstarfssamningur og aðild Hengils sé komið að endurnýjum í haust. „Við ætlum að nýta tímann til að huga vel að næstu skrefum. Hvort við munum halda áfram undir nafninu CrossFit Hengill eða slíta samstarfinu verður ákveðið á næstu misserum,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit. View this post on Instagram A post shared by Crossfit Hengill (@crossfit_hengill) on Jun 7, 2020 at 3:52pm PDT Það er löngu ljóst að tjón CrossFit samtakanna vegna orða framkvæmdastjóra síns Greg Glassmann er orðið gríðarlegt. Samtökin eru að missa hvern styrktaraðilinn á fætur öðrum eins og Reebok og Rogue og þá er fjölda stöðva einnig að slíta sig frá samtökunum. Það er erfitt að sjá Greg Glassmann kom að CrossFit íþróttinni aftur og kannski líklegast að núverandi eigendur selji og það komi inn alveg glæný forysta. CrossFit Dauði George Floyd Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Fjölmargar CrossFit stöðvar í heiminum hafa slitið samstarfi sínu við CrossFit samtökin eða hóta því að gera það verði ekki gerðar alvöru breytingar hjá stjórn samtakanna. CrossFit Reykjavík æfingastöðin á Íslandi bættist í hóp þeirra í gærkvöldi. CrossFit Reykjavík hefur verið í fararbroddi hér á landi að tengja Ísland og CrossFit heiminn með því að halda alþjóðlega mótið Reykjavík CrossFit Championship og vera með CrossFit inn á Reykjavíkurleikunum. Anníe Mist Þórisdóttir er einn af eigendum stöðvarinnar ásamt þeim Evert Víglundssyni og Hrönn Svansdóttur. Það er ljóst á tilkynningu frá CrossFit Reykjavík inn á samfélagsmiðlum að nú sé CrossFit íþróttin á krossgötum og allur heimurinn heimtar nú afgerandi breytingar á forystusveitinni. „Við viljum að það komi skýrt fram að við erum ekki sammála orðum og gjörum Greg Glassmann undanfarna daga. Við trúum á samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem allir eru jafnir og öllum er sýnd virðing. Við munum ekki vera hluti af CrossFit eins og það er nema gerðar verði afgerandi breytingar,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit Reykjavík eins og sjá má hér fyrir neðan. Þessi skilaboð frá CrossFit Reykjavík átti líka að berast út því tilkynningin er fyrst á ensku, svo á íslensku. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) on Jun 8, 2020 at 2:03pm PDT CrossFit Reykjavík hefur líka ákveðið að halda ekki Reykjavík CrossFit Championship mótið undir merkjum CrossFit á næsta ári verði ekki tekið til hjá forystu CrossFit samtakanna eins og sjá má á þessari fésbókartilkynningu hér fyrir neðan. CrossFit Hengill stöðin hefur líka sent frá sér tilkynningu á Instagram þar kemur meðal annars fram að samstarfssamningur og aðild Hengils sé komið að endurnýjum í haust. „Við ætlum að nýta tímann til að huga vel að næstu skrefum. Hvort við munum halda áfram undir nafninu CrossFit Hengill eða slíta samstarfinu verður ákveðið á næstu misserum,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit. View this post on Instagram A post shared by Crossfit Hengill (@crossfit_hengill) on Jun 7, 2020 at 3:52pm PDT Það er löngu ljóst að tjón CrossFit samtakanna vegna orða framkvæmdastjóra síns Greg Glassmann er orðið gríðarlegt. Samtökin eru að missa hvern styrktaraðilinn á fætur öðrum eins og Reebok og Rogue og þá er fjölda stöðva einnig að slíta sig frá samtökunum. Það er erfitt að sjá Greg Glassmann kom að CrossFit íþróttinni aftur og kannski líklegast að núverandi eigendur selji og það komi inn alveg glæný forysta.
CrossFit Dauði George Floyd Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira