Fer fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd vegna afskipta ráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 23:47 Guðmundur Andri Thorsson hefur kallað eftir því að Bjarni Benediktsson komi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Frá þessu greinir Guðmundur Andri á Facebook-síðu sinni en Kjarninn greindi frá því í dag að starfsmaður ráðuneytisins hafi gefið það út til annarra norrænna fjármálaráðuneyta og til Norrænu ráðherranefndarinnar að ráðuneytið gæti ekki stutt ráðningu Þorvaldar vegna starfa hans í pólitík. Fjármálaráðuneytið svaraði fyrirspurn Kjarnans á þann veg að stuðst hafi verið við rangar upplýsingar á Wikipedia-síðu um Þorvald, en hver sem er getur breytt upplýsingum á vefsíðunni. Á Wikipedia-síðunni segir að Þorvaldur sé formaður Lýðræðisvaktarinnar, sem bauð fram til Alþingiskosninga árið 2013 en hlaut að eins 2,46 prósent atkvæða. Þorvaldur hætti í stjórn flokksins í október árið 2013. Þorvaldur fékk aðgang að gögnum málsins á grundvelli upplýsingalaga en honum hefði verið boðin staðan í nóvember á síðasta ári. Þó þurfa öll ríki að vera sammála um ráðningu ritstjórans og lagðist íslenska fjármálaráðuneytið gegn ráðningu Þorvaldar, og sagðist frekar vilja leggja til Íslending síðar en að Þorvaldur yrði ráðinn núna. Í tölvupóstsamskiptum Þorvaldar við embættismann ráðherranefndarinnar frá 1. nóvember, sem fréttastofa hefur undir höndum, er honum þakkað fyrir að þiggja stöðuna og útlit fyrir að ráðning hans liggi fyrir. Í samskiptunum er jafnframt rætt að Þorvaldi sé heimilt að ráða sér aðstoðarritstjóra lýst yfir tilhlökkun fyrir komandi samstarfi við ritstjórn blaðsins þar sem sérfræðikunnátta hans komi að góðum notum. Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur farið fram á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra komi fyrir nefndina vegna afskipta fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Frá þessu greinir Guðmundur Andri á Facebook-síðu sinni en Kjarninn greindi frá því í dag að starfsmaður ráðuneytisins hafi gefið það út til annarra norrænna fjármálaráðuneyta og til Norrænu ráðherranefndarinnar að ráðuneytið gæti ekki stutt ráðningu Þorvaldar vegna starfa hans í pólitík. Fjármálaráðuneytið svaraði fyrirspurn Kjarnans á þann veg að stuðst hafi verið við rangar upplýsingar á Wikipedia-síðu um Þorvald, en hver sem er getur breytt upplýsingum á vefsíðunni. Á Wikipedia-síðunni segir að Þorvaldur sé formaður Lýðræðisvaktarinnar, sem bauð fram til Alþingiskosninga árið 2013 en hlaut að eins 2,46 prósent atkvæða. Þorvaldur hætti í stjórn flokksins í október árið 2013. Þorvaldur fékk aðgang að gögnum málsins á grundvelli upplýsingalaga en honum hefði verið boðin staðan í nóvember á síðasta ári. Þó þurfa öll ríki að vera sammála um ráðningu ritstjórans og lagðist íslenska fjármálaráðuneytið gegn ráðningu Þorvaldar, og sagðist frekar vilja leggja til Íslending síðar en að Þorvaldur yrði ráðinn núna. Í tölvupóstsamskiptum Þorvaldar við embættismann ráðherranefndarinnar frá 1. nóvember, sem fréttastofa hefur undir höndum, er honum þakkað fyrir að þiggja stöðuna og útlit fyrir að ráðning hans liggi fyrir. Í samskiptunum er jafnframt rætt að Þorvaldi sé heimilt að ráða sér aðstoðarritstjóra lýst yfir tilhlökkun fyrir komandi samstarfi við ritstjórn blaðsins þar sem sérfræðikunnátta hans komi að góðum notum.
Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Sjá meira