Brunaeftirlitsmenn neita að láta flytja sig hreppaflutningum norður á Sauðárkrók Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2020 10:30 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er ekki í miklu uppáhaldi meðal slökkviliðsmanna nú þessi dægrin. visir/vilhelm Til stendur að flytja einingu innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) sem sinnir skipulagningu brunaeftirlits norður á Sauðárkrók. Sex menn, sem búa yfir sérþekkingu á brunamálum og starfa í deildinni eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Enginn þeirra ætlar að flytja búferlum til Sauðárkróks sem þeim er ætlað að gera. Veruleg ólga er vegna málsins og hefur Magnús Smári Smárason formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þungar áhyggjur af því að þarna sé að fara fyrir lítið mannauður og sérþekking í mikilvægum málaflokki. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra tilkynnti þann 28. maí 2020 að hann vilji ráðast í margþættar aðgerðir til þess að efla umgjörð brunamála og brunavarna á Íslandi. Með þessu segist hann vera að bregðast við ábendingum í nýrri skýrslu um málaflokkinn. Heimildarmenn Vísis nefna flestir að málinu svipi til þess þegar til stóð að flytja Fiskistofu til Akureyrar og mikil styr stóð um. Málinu lauk með því að ráðherra rann á rassinn með flutninginn á þeirri stofnun norður. Stofnunin er þar staðsett en starfsmönnum var ekki gert að flytja. Ein aðgerðanna felst í að fjölga starfsmönnum sem sinna brunavörnum, en þær heyra undir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar um síðustu áramót. Breytingarnar fela einnig í sér að sú eining sem sinnir skipulagningu brunaeftirlits mun færast til innan stofnunarinnar og verður framvegis hýst á starfsstöð HMS á Sauðárkróki. Pólitísk ákvörðun en tæplega fagleg Í dag starfa innan þessarar deildar sex einstaklingar sem búa og starfa allir hér í Reykjavík. Þeim hefur verið boðið að flytja norður en að öðrum kosti verður staða þeirra lögð niður hér í Reykjavík. Enginn þessara starfsmanna ætlar sé að fara norður. Sem setur allt málið í uppnám. Þeir sem Vísir hefur rætt við segja þetta pólitíska ákvörðun, þá í þeirri meiningu að Ásmundur Einar vilji flytja þessa deild heim í hérað, í sitt kjördæmi. Og þó sú staða hefði verið uppi að allir sex starfsmenn deildarinnar vildu fara norður, þá eru áhöld um hvort þar sé aðstaða til að hýsa starfsemina. Magnús Smári hefur af því þungar áhyggjur að með þeim mönnum sem nú stefnir í að hætti hjá stofnuninni hverfi mikil þekking sem hægara er sagt en gert að vinna upp. Magnús Smári hjá Landsambandinu segir þetta verulegt áhyggjuefni. Málaflokkurinn hafi verið í nokkrum ólestri þar til Davíð Sigurður Snorrason verkfræðingur var ráðinn til að hafa umsjá með starfinu. „Hann kom af krafti inn í þetta starf. Undir þessari stofnun er rekinn Brunamálaskólinn sem sér um alla þjálfun og menntun slökkviliðsmanna. Bæði atvinnuslökkviliðsmönnum og þeirra sem sinna þessu í hlutastarfi. Það hefur verið lengi viðurkennt að það þyrfti að efla þann skóla og færa til nútímans. Við vorum komnir á gott ról í því með Davíð,“ segir Magnús. Mikið starf sagt fara í vaskinn Magnús segir stöðuna sem upp er komin verulegt áhyggjuefni og segir það helst minna á Fiskistofumálið sem mikið var fjallað um á sínum tíma, sem ráðherra vildi flytja til Akureyrar en varð að bakka með á sínum tíma eftir mikil mótmæli. Eldur á Hvaleyrarbraut Hafnarfirði árið 2018. Enginn þeirra sex sem ætlað er að fara norður til Sauðárkróks hyggst flytja þangað búferlum.visir/vilhelm „Þetta er pólitísk ákvörðun sem er tekin. Við höfum áhyggjur af því að missa mannauðinn. Dýrmætur og sérstaklega má nefna Davíð Snorrason í því samhengi. Hefur tekið fast á málefnum sem snúa að okkur. Við höfum átt mjög gott samstarf við hann.“ Magnús lýsir hinu mikla starfi sem hefur verið unnið að undanförnu í því sem snýr að stefnumótun og undirbúningi. „Búið að rífa mótorinn í sundur og menn eru rétt byrjaðir að setja hann saman, en nú eiga þeir að fara frá og einhverir aðrir að setja hann saman. Ég hef áhyggjur af að öll sú undirbúningsvinna sem við höfum lagt í muni glatast við þetta. Þessi færsla er gerð á tíma sem væri betur nýttur til að koma hlutum í framkvæmd. Með flutning Fiskistofu og slíkt, reynslan sýnir að það tekur tíma fyrir svona stofnun að finna mannauð. Og ég veit ekki hvernig er með húsnæði og mannskap með þekkingu á Sauðárkróki.“ Vísir ræddi jafnframt við Davíð Snorrason sem kaus á þessu stigi máls að tjá sig ekki um málið nema hann sagði: „Ég er allaveganna ekki að fara norður.“ Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Slökkvilið Byggðamál Skagafjörður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Til stendur að flytja einingu innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) sem sinnir skipulagningu brunaeftirlits norður á Sauðárkrók. Sex menn, sem búa yfir sérþekkingu á brunamálum og starfa í deildinni eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Enginn þeirra ætlar að flytja búferlum til Sauðárkróks sem þeim er ætlað að gera. Veruleg ólga er vegna málsins og hefur Magnús Smári Smárason formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þungar áhyggjur af því að þarna sé að fara fyrir lítið mannauður og sérþekking í mikilvægum málaflokki. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra tilkynnti þann 28. maí 2020 að hann vilji ráðast í margþættar aðgerðir til þess að efla umgjörð brunamála og brunavarna á Íslandi. Með þessu segist hann vera að bregðast við ábendingum í nýrri skýrslu um málaflokkinn. Heimildarmenn Vísis nefna flestir að málinu svipi til þess þegar til stóð að flytja Fiskistofu til Akureyrar og mikil styr stóð um. Málinu lauk með því að ráðherra rann á rassinn með flutninginn á þeirri stofnun norður. Stofnunin er þar staðsett en starfsmönnum var ekki gert að flytja. Ein aðgerðanna felst í að fjölga starfsmönnum sem sinna brunavörnum, en þær heyra undir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar um síðustu áramót. Breytingarnar fela einnig í sér að sú eining sem sinnir skipulagningu brunaeftirlits mun færast til innan stofnunarinnar og verður framvegis hýst á starfsstöð HMS á Sauðárkróki. Pólitísk ákvörðun en tæplega fagleg Í dag starfa innan þessarar deildar sex einstaklingar sem búa og starfa allir hér í Reykjavík. Þeim hefur verið boðið að flytja norður en að öðrum kosti verður staða þeirra lögð niður hér í Reykjavík. Enginn þessara starfsmanna ætlar sé að fara norður. Sem setur allt málið í uppnám. Þeir sem Vísir hefur rætt við segja þetta pólitíska ákvörðun, þá í þeirri meiningu að Ásmundur Einar vilji flytja þessa deild heim í hérað, í sitt kjördæmi. Og þó sú staða hefði verið uppi að allir sex starfsmenn deildarinnar vildu fara norður, þá eru áhöld um hvort þar sé aðstaða til að hýsa starfsemina. Magnús Smári hefur af því þungar áhyggjur að með þeim mönnum sem nú stefnir í að hætti hjá stofnuninni hverfi mikil þekking sem hægara er sagt en gert að vinna upp. Magnús Smári hjá Landsambandinu segir þetta verulegt áhyggjuefni. Málaflokkurinn hafi verið í nokkrum ólestri þar til Davíð Sigurður Snorrason verkfræðingur var ráðinn til að hafa umsjá með starfinu. „Hann kom af krafti inn í þetta starf. Undir þessari stofnun er rekinn Brunamálaskólinn sem sér um alla þjálfun og menntun slökkviliðsmanna. Bæði atvinnuslökkviliðsmönnum og þeirra sem sinna þessu í hlutastarfi. Það hefur verið lengi viðurkennt að það þyrfti að efla þann skóla og færa til nútímans. Við vorum komnir á gott ról í því með Davíð,“ segir Magnús. Mikið starf sagt fara í vaskinn Magnús segir stöðuna sem upp er komin verulegt áhyggjuefni og segir það helst minna á Fiskistofumálið sem mikið var fjallað um á sínum tíma, sem ráðherra vildi flytja til Akureyrar en varð að bakka með á sínum tíma eftir mikil mótmæli. Eldur á Hvaleyrarbraut Hafnarfirði árið 2018. Enginn þeirra sex sem ætlað er að fara norður til Sauðárkróks hyggst flytja þangað búferlum.visir/vilhelm „Þetta er pólitísk ákvörðun sem er tekin. Við höfum áhyggjur af því að missa mannauðinn. Dýrmætur og sérstaklega má nefna Davíð Snorrason í því samhengi. Hefur tekið fast á málefnum sem snúa að okkur. Við höfum átt mjög gott samstarf við hann.“ Magnús lýsir hinu mikla starfi sem hefur verið unnið að undanförnu í því sem snýr að stefnumótun og undirbúningi. „Búið að rífa mótorinn í sundur og menn eru rétt byrjaðir að setja hann saman, en nú eiga þeir að fara frá og einhverir aðrir að setja hann saman. Ég hef áhyggjur af að öll sú undirbúningsvinna sem við höfum lagt í muni glatast við þetta. Þessi færsla er gerð á tíma sem væri betur nýttur til að koma hlutum í framkvæmd. Með flutning Fiskistofu og slíkt, reynslan sýnir að það tekur tíma fyrir svona stofnun að finna mannauð. Og ég veit ekki hvernig er með húsnæði og mannskap með þekkingu á Sauðárkróki.“ Vísir ræddi jafnframt við Davíð Snorrason sem kaus á þessu stigi máls að tjá sig ekki um málið nema hann sagði: „Ég er allaveganna ekki að fara norður.“
Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Slökkvilið Byggðamál Skagafjörður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira