Hafa skal það sem sannara reynist Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. júní 2020 17:19 Í Kastljósi 27. maí ræddi Einar Þorsteinsson við Kára Stefánsson í IE um kostnað við Covid-19 skimanir. Kom fyrst fram hjá Kára, að almennt væri þessi kostnaður 3.000-4.000 krónur á skimun, og, þegar farið var út í skimun ferðamanna frá miðjum júní, gaf hann upp töluna 1,7 milljón fyrir 500 ferðamenn, sem jafngildir 3.400 krónum á mann. Í þessu sambandi nefndi Kári svo, að kostnaður IE við Covid-19 skimanir hefði síðustu 2 mánuði verið 3 milljarðar, „sem við færðum inn í þetta samfélag“, eins og hann orðaði það. Með tilliti til þess, að IE hafði skimað milli 30.000 og 40.000 manns, þýddi þetta 3ja milljarða tal skimunarkostnað upp á 75.000 til 100.000 krónur á mann. Fyrir menn, sem fjalla nokkuð um tölur, og vilja gjarnan sjá samræmi og skynsemi í samhengi þeirra og stærð, komu þessar seinni tölur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Hvaða glóra var nú í þessu? Ég lagði dæmið fyrir Kára, bað um skýringar, en hann leiddi þetta hjá sér. Þar sem málið varðaði almenning, ákvað ég að velta því upp hér sl. fimmtudag með grein, sem bar yfirskriftina „Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi!?“. Kári tók nú við sér og birti þess skýringu, fyrst á Facebook og síðan hér á Vísi, sem athugasemd við mín skrif: „Oft hafa mér orðið á reiknivillur en ekki í þetta skiptið vegna þess að dæmið er einfalt. Það kostar rúman milljarð að reka Íslenska erfðagreiningu í mánuð. Við skimuðum eftir veirunni í um það bil þrjá mánuði og lokuðum fyrir alla aðra starfsemi á meðan. Þar af leiðandi er kostnaður okkar af verkefninu þrír milljarðar þótt ekki nema partur af því hafi farið beint í að kosta skimunina. Stór hluti var kostnaður af fórn sem við urðum að færa til þess að geta skimað. Það hefði verið margfalt ódýrara að skima þann fjölda sem við gerðum ef við hefðum verið skimunar apparat en ekki erfðafræðifyrirtæki.“ Undirritaður hefur kynnt sér rekstrargjöld IE, og eru þau um 1 milljarður á mánuði. Hann telur því þessa skýringu Kára góða og gilda, og dáist þá um leið af ótrúlegu framlagi IE til íslenzks samfélags í þessu formi. Önnur hlið á þessu sama máli er sú, að þessar skimanir munu eflaust gagnast IE og/eða eiganda þeirra, Amgen í USA, við þeirra rannsóknar- og þróunarvinnu; kannske verða þær til þess, að þessir aðilar verði í fremstu röð um þróun Covid-19 meðals eða bóluefnis, sem gæti tryggt þeim mikla hagsmuni. Væri þá um það að ræða, sem erlendis er kallað „win-win situation“; verkefni, sem gefur tveimur eða fleiri þátttakendum báðum/öllum forskot eða ávinning. Væri það eðlileg og ekkert nema gott um það að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kastljósi 27. maí ræddi Einar Þorsteinsson við Kára Stefánsson í IE um kostnað við Covid-19 skimanir. Kom fyrst fram hjá Kára, að almennt væri þessi kostnaður 3.000-4.000 krónur á skimun, og, þegar farið var út í skimun ferðamanna frá miðjum júní, gaf hann upp töluna 1,7 milljón fyrir 500 ferðamenn, sem jafngildir 3.400 krónum á mann. Í þessu sambandi nefndi Kári svo, að kostnaður IE við Covid-19 skimanir hefði síðustu 2 mánuði verið 3 milljarðar, „sem við færðum inn í þetta samfélag“, eins og hann orðaði það. Með tilliti til þess, að IE hafði skimað milli 30.000 og 40.000 manns, þýddi þetta 3ja milljarða tal skimunarkostnað upp á 75.000 til 100.000 krónur á mann. Fyrir menn, sem fjalla nokkuð um tölur, og vilja gjarnan sjá samræmi og skynsemi í samhengi þeirra og stærð, komu þessar seinni tölur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Hvaða glóra var nú í þessu? Ég lagði dæmið fyrir Kára, bað um skýringar, en hann leiddi þetta hjá sér. Þar sem málið varðaði almenning, ákvað ég að velta því upp hér sl. fimmtudag með grein, sem bar yfirskriftina „Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi!?“. Kári tók nú við sér og birti þess skýringu, fyrst á Facebook og síðan hér á Vísi, sem athugasemd við mín skrif: „Oft hafa mér orðið á reiknivillur en ekki í þetta skiptið vegna þess að dæmið er einfalt. Það kostar rúman milljarð að reka Íslenska erfðagreiningu í mánuð. Við skimuðum eftir veirunni í um það bil þrjá mánuði og lokuðum fyrir alla aðra starfsemi á meðan. Þar af leiðandi er kostnaður okkar af verkefninu þrír milljarðar þótt ekki nema partur af því hafi farið beint í að kosta skimunina. Stór hluti var kostnaður af fórn sem við urðum að færa til þess að geta skimað. Það hefði verið margfalt ódýrara að skima þann fjölda sem við gerðum ef við hefðum verið skimunar apparat en ekki erfðafræðifyrirtæki.“ Undirritaður hefur kynnt sér rekstrargjöld IE, og eru þau um 1 milljarður á mánuði. Hann telur því þessa skýringu Kára góða og gilda, og dáist þá um leið af ótrúlegu framlagi IE til íslenzks samfélags í þessu formi. Önnur hlið á þessu sama máli er sú, að þessar skimanir munu eflaust gagnast IE og/eða eiganda þeirra, Amgen í USA, við þeirra rannsóknar- og þróunarvinnu; kannske verða þær til þess, að þessir aðilar verði í fremstu röð um þróun Covid-19 meðals eða bóluefnis, sem gæti tryggt þeim mikla hagsmuni. Væri þá um það að ræða, sem erlendis er kallað „win-win situation“; verkefni, sem gefur tveimur eða fleiri þátttakendum báðum/öllum forskot eða ávinning. Væri það eðlileg og ekkert nema gott um það að segja.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun