Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 3-0 | Meistararnir hófu Íslandsmótið með látum Andri Már Eggertsson skrifar 12. júní 2020 22:30 Elín Metta Jensen skoraði tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútunum gegn KR. vísir/hag Í kvöld fór fram opnunarleikur Pepsi Max deildar kvenna undir ljósunum á Origo vellinum. Þar fengu ríkjandi Íslandsmeistarar Vals KR í heimsókn. Valur byrjaði leikinn af miklum krafti og var leikurinn varla hafinn þegar Hlín Eiríksdóttir reykspólaði upp hægri kantinn og lagði boltan laglega fyrir á Elín Mettu Jensen sem var ekki í neinum vandræðum með að koma boltanum í netið. Valur hélt sama krafti og sótti hart að marki KR. Katrín Ómarsdóttir fékk dauðafæri til að jafna leikinn í 1-1 Sandra Sigurðardóttir sá við henni með frábæri markvörslu. Elín Metta var síðan aftur á ferðinni þegar hún skoraði annað mark sitt og kom Val í 2-0 Elísa Viðarsdóttir átti hörku skot sem endaði í slánni og datt síðan boltinn fyrir Elín Mettu sem lagði hann í netið. Valur hélt síðan áfram að gefa í og var það Hlín Eiríksdóttir sem fór upp hægri kantinn sem hún gerði svo oft í leiknum mikið pláss myndaðist á kantinum hún lætur vaða fyrir utan teig boltinn fer yfir Ingibjörgu Valgeirsdóttur í marki KR og endar í netinu 3-0 og brekkan orðin ansi brött fyrir KR liðið. KR gerðu tvær breytingar í seinni hálfleik og gekk það vel til að byrja með ágætis kraftur fylgdi þeim til að byrja með og voru þær heldur hættulegri í upphafi síðari hálfleiks. Thelma Lóa Hermannsdóttir fékk gott færi en Sandra stóð vaktina vel í markinu. Bæði lið höfðu heldur hægt um sig í seinni hálfleik og var orðið ljóst framan af leik að stigin þrjú færu til Vals. Afhverju vann Valur? Valur byrjaði leikinn á gríðalegum krafti og komust yfir eftir tæpar 90 sekúndur. Þær keyrðu mikið upp hægri vænginn sem endaði annaðhvort með sendingu inn í teig KR eða uppskáru hornspyrnu. Þær gáfu fá færi á sig og voru færin sem komu helst skot af löngum færum sem Sandra var ekki í vandræðum með. Hverjar stóðu uppúr? Hlín Eiríksdóttir var frábær í liði Vals. Hún var í engum vandræðum með að fara upp og niður völlinn og kórónaði hún glæstan leik sinn með glæsilegu marki. Elín Metta Jensen stimplaði sig inn í mótið með tveimur laglegum mörkum. Sandra Sigurðardóttir stóð sig vel í marki Vals í þau fáu skipti sem KR ógnaði varði hún vel. Hvað gekk illa? Varnarleikur KR leit ansi illa út á tímabili þær höfðu enginn svör við krafti Vals og endaði með að Jóhannes Karl þjálfari KR þurfti að gera tvöfalda breytingu í hálfleik og fór þá Rebekka Sverrisdóttir í vinstri bakvörðinn sem var ágætis svar við leik Hlínar. Hvað gerist næst? Valur fer á Eimskipsvöllinn og mætir þar nýliðum deildarinnar Þrótti Reykjavík næstkomandi fimmtudag sá leikur hefst klukkan 19:15. KR spilar sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu þegar þær fá Fylki í heimsókn á fimmtudaginn. Sá leikur hefst á sama tíma og sá fyrrnefndi. Pétur: Ánægður með kraftinn sem við mættum með Mótið er loksins farið af stað. Pétur var ánægður með að fá sigur í opnunarleik Íslandsmótsins á spræku liði KR. Vals stelpur spiluðu glimrandi vel í fyrri hálfleik og voru með 3-0 forrystu í hálfleik. „Seinni hálfleikurinn var síðan heldur rólegri. KR komu miklu framar í seinni hálfleik og reyndu að ná inn marki sem þær þurftu en það var ekki mikil hætta á því”. Sagði Pétur Pétur var ángæður með tempóið og kraftinn sem hans stelpur buðu uppá í upphafi leiks sem skilaði marki strax á upphafs mínútunum og var fyrri hálfleikurinn virkilega góður hjá hans liði. Jóhannes Karl: Enginn hetjuskapur að berjast þegar þú ert 3-0 undir „Við byrjuðum augljóslega leikinn mjög illa fáum mark beint í andlitið á innan við tveimur mínútum sem var alls ekki það sem við lögðum upp með að gera. Leikmenn virkuðu klárar fyrir leik en það kom síðan á daginn að það var alls ekki raunin”. Sagði Jóhannes Karl Hlín Eiriksdóttir átti í engum vandræðum með að fara framhjá Kristínu Erlu í bakverðinum. „Ég þurfti að bregðast við strax með skiptingu í hálfleik. Mitt sterkasta lið byrjaði leikinn og treysti ég bakverðinum fullkomlega fyrir sínu hlutverki en hún er ung steplan og mögulega var spennustigið of mikið fyrir fyrsta leik í mótinu “. Sagði Jóhannes Karl Valur er með frábært lið og þarf mikið að ganga upp ef lið einsog KR ætlar að ná í sigur. Skipulagið þarf að vera talsvert betra en KR bauð uppá í dag sérstaklega varnarlega þar sem Valur vann seinni boltann í hvert einasta skipti þar sem þær horfa bara á leikinn í stað þess að vera hreyfanlegar. Jóhannes segir að seinni hálfleikurinn sé eitthvað sem hægt er að byggja á en gefur lítið fyrir að hans stelpur sýni kraft og vinnu semi í seinni hálfleik þar sem það á að vera sjálfsagður hlutur í fótbolta. „Við þurfum að safna stigum að okkar markmiði og við viljum horfa á efri hlutann frekar en þann neðri og til þess að gera það þurfum við að mæta betur til leiks“. Jóhannes að lokum. Pepsi Max-deild kvenna
Í kvöld fór fram opnunarleikur Pepsi Max deildar kvenna undir ljósunum á Origo vellinum. Þar fengu ríkjandi Íslandsmeistarar Vals KR í heimsókn. Valur byrjaði leikinn af miklum krafti og var leikurinn varla hafinn þegar Hlín Eiríksdóttir reykspólaði upp hægri kantinn og lagði boltan laglega fyrir á Elín Mettu Jensen sem var ekki í neinum vandræðum með að koma boltanum í netið. Valur hélt sama krafti og sótti hart að marki KR. Katrín Ómarsdóttir fékk dauðafæri til að jafna leikinn í 1-1 Sandra Sigurðardóttir sá við henni með frábæri markvörslu. Elín Metta var síðan aftur á ferðinni þegar hún skoraði annað mark sitt og kom Val í 2-0 Elísa Viðarsdóttir átti hörku skot sem endaði í slánni og datt síðan boltinn fyrir Elín Mettu sem lagði hann í netið. Valur hélt síðan áfram að gefa í og var það Hlín Eiríksdóttir sem fór upp hægri kantinn sem hún gerði svo oft í leiknum mikið pláss myndaðist á kantinum hún lætur vaða fyrir utan teig boltinn fer yfir Ingibjörgu Valgeirsdóttur í marki KR og endar í netinu 3-0 og brekkan orðin ansi brött fyrir KR liðið. KR gerðu tvær breytingar í seinni hálfleik og gekk það vel til að byrja með ágætis kraftur fylgdi þeim til að byrja með og voru þær heldur hættulegri í upphafi síðari hálfleiks. Thelma Lóa Hermannsdóttir fékk gott færi en Sandra stóð vaktina vel í markinu. Bæði lið höfðu heldur hægt um sig í seinni hálfleik og var orðið ljóst framan af leik að stigin þrjú færu til Vals. Afhverju vann Valur? Valur byrjaði leikinn á gríðalegum krafti og komust yfir eftir tæpar 90 sekúndur. Þær keyrðu mikið upp hægri vænginn sem endaði annaðhvort með sendingu inn í teig KR eða uppskáru hornspyrnu. Þær gáfu fá færi á sig og voru færin sem komu helst skot af löngum færum sem Sandra var ekki í vandræðum með. Hverjar stóðu uppúr? Hlín Eiríksdóttir var frábær í liði Vals. Hún var í engum vandræðum með að fara upp og niður völlinn og kórónaði hún glæstan leik sinn með glæsilegu marki. Elín Metta Jensen stimplaði sig inn í mótið með tveimur laglegum mörkum. Sandra Sigurðardóttir stóð sig vel í marki Vals í þau fáu skipti sem KR ógnaði varði hún vel. Hvað gekk illa? Varnarleikur KR leit ansi illa út á tímabili þær höfðu enginn svör við krafti Vals og endaði með að Jóhannes Karl þjálfari KR þurfti að gera tvöfalda breytingu í hálfleik og fór þá Rebekka Sverrisdóttir í vinstri bakvörðinn sem var ágætis svar við leik Hlínar. Hvað gerist næst? Valur fer á Eimskipsvöllinn og mætir þar nýliðum deildarinnar Þrótti Reykjavík næstkomandi fimmtudag sá leikur hefst klukkan 19:15. KR spilar sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu þegar þær fá Fylki í heimsókn á fimmtudaginn. Sá leikur hefst á sama tíma og sá fyrrnefndi. Pétur: Ánægður með kraftinn sem við mættum með Mótið er loksins farið af stað. Pétur var ánægður með að fá sigur í opnunarleik Íslandsmótsins á spræku liði KR. Vals stelpur spiluðu glimrandi vel í fyrri hálfleik og voru með 3-0 forrystu í hálfleik. „Seinni hálfleikurinn var síðan heldur rólegri. KR komu miklu framar í seinni hálfleik og reyndu að ná inn marki sem þær þurftu en það var ekki mikil hætta á því”. Sagði Pétur Pétur var ángæður með tempóið og kraftinn sem hans stelpur buðu uppá í upphafi leiks sem skilaði marki strax á upphafs mínútunum og var fyrri hálfleikurinn virkilega góður hjá hans liði. Jóhannes Karl: Enginn hetjuskapur að berjast þegar þú ert 3-0 undir „Við byrjuðum augljóslega leikinn mjög illa fáum mark beint í andlitið á innan við tveimur mínútum sem var alls ekki það sem við lögðum upp með að gera. Leikmenn virkuðu klárar fyrir leik en það kom síðan á daginn að það var alls ekki raunin”. Sagði Jóhannes Karl Hlín Eiriksdóttir átti í engum vandræðum með að fara framhjá Kristínu Erlu í bakverðinum. „Ég þurfti að bregðast við strax með skiptingu í hálfleik. Mitt sterkasta lið byrjaði leikinn og treysti ég bakverðinum fullkomlega fyrir sínu hlutverki en hún er ung steplan og mögulega var spennustigið of mikið fyrir fyrsta leik í mótinu “. Sagði Jóhannes Karl Valur er með frábært lið og þarf mikið að ganga upp ef lið einsog KR ætlar að ná í sigur. Skipulagið þarf að vera talsvert betra en KR bauð uppá í dag sérstaklega varnarlega þar sem Valur vann seinni boltann í hvert einasta skipti þar sem þær horfa bara á leikinn í stað þess að vera hreyfanlegar. Jóhannes segir að seinni hálfleikurinn sé eitthvað sem hægt er að byggja á en gefur lítið fyrir að hans stelpur sýni kraft og vinnu semi í seinni hálfleik þar sem það á að vera sjálfsagður hlutur í fótbolta. „Við þurfum að safna stigum að okkar markmiði og við viljum horfa á efri hlutann frekar en þann neðri og til þess að gera það þurfum við að mæta betur til leiks“. Jóhannes að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti