Topp 5 í kvöld: Kjartan Henry, Gary Martin og Óskar Örn segja frá uppáhalds mörkunum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2020 13:15 Óskar Örn Hauksson er leikja- og markahæsti KR-ingurinn í efstu deild. vísir/bára Sjötti og síðasti þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 18:35. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Kjartan Henry Finnbogason, Gary Martin og Óskar Örn Hauksson um sín uppáhalds mörk. Óskar ræddi um fjögur mörk sem hann skoraði sjálfur og eitt sem hann lagði upp á Gary í leik KR og FH í Kaplakrika 2012. Hér fyrir neðan má sjá Óskar tala um stoðsendinguna í þessu marki. Klippa: Topp 5 - Óskar Örn Kjartan Henry Finnbogason (fæddur 1986) er uppalinn hjá KR og vakti athygli með liðinu 2004. Í desember sama ár fór hann til Celtic í Skotlandi. Eftir fimm ár erlendis gekk Kjartan aftur í raðir KR 2010. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 2011, Íslandsmeistari 2013 og vann bikarinn 2012 og 2014. Kjartan skoraði sigurmark KR á lokamínútunni í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík 2014. Undanfarin sex ár hefur Kjartan leikið í Danmörku með millilendingu í Ungverjalandi. Kjartan hefur skorað 38 mörk í 98 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann fékk bronsskóinn 2011. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með KR. Kjartan hefur leikið þrettán A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Gary Martin (fæddur 1990) hóf ferilinn hjá Middlesbrough en náði ekki að leika fyrir aðallið félagsins. Gary kom fyrst til Íslands 2010 þegar hann gekk í raðir ÍA í næstefstu deild. Á miðju sumri 2012 fór Gary til KR og varð bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari ári seinna. Gary gekk í raðir Víkings R. fyrir tímabilið 2016 en fór til Lillestrøm í Noregi um mitt sumar. Gary kom aftur til Íslands fyrir tímabilið 2019 og samdi við Val. Þar stoppaði hann stutt og fór yfir í ÍBV. Hann varð markakóngur Pepsi Max-deildarinnar í fyrra. Í vetur lék hann sem lánsmaður með Darlington í heimaborg sinni. Gary hefur skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann hefur tvisvar sinnum fengið gullskóinn og silfurskóinn einu sinni. Gary hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Óskar Örn Hauksson (fæddur 1984) er Njarðvíkingur sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild með Grindavík 2004. Eftir þrjú ár í Grindavík fór Óskar til KR 2007 þar sem hann hefur leikið síðan. Hann lék sem lánsmaður með Sandnes Ulf í Noregi 2012 og kanadíska félaginu Edmonton 2015. Óskar varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2013 og 2019 og bikarmeistari 2008, 2011, 2012 og 2014. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra. Óskar hefur leikið 309 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 75 mörk. Hann er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar og getur bætt leikjamet Birkis Kristinssonar í sumar. Óskar er leikja- og markahæstur í sögu KR í efstu deild. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Óskar hefur leikið tvo A-landsleiki. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Sjötti og síðasti þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 18:35. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Kjartan Henry Finnbogason, Gary Martin og Óskar Örn Hauksson um sín uppáhalds mörk. Óskar ræddi um fjögur mörk sem hann skoraði sjálfur og eitt sem hann lagði upp á Gary í leik KR og FH í Kaplakrika 2012. Hér fyrir neðan má sjá Óskar tala um stoðsendinguna í þessu marki. Klippa: Topp 5 - Óskar Örn Kjartan Henry Finnbogason (fæddur 1986) er uppalinn hjá KR og vakti athygli með liðinu 2004. Í desember sama ár fór hann til Celtic í Skotlandi. Eftir fimm ár erlendis gekk Kjartan aftur í raðir KR 2010. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 2011, Íslandsmeistari 2013 og vann bikarinn 2012 og 2014. Kjartan skoraði sigurmark KR á lokamínútunni í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík 2014. Undanfarin sex ár hefur Kjartan leikið í Danmörku með millilendingu í Ungverjalandi. Kjartan hefur skorað 38 mörk í 98 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann fékk bronsskóinn 2011. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með KR. Kjartan hefur leikið þrettán A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Gary Martin (fæddur 1990) hóf ferilinn hjá Middlesbrough en náði ekki að leika fyrir aðallið félagsins. Gary kom fyrst til Íslands 2010 þegar hann gekk í raðir ÍA í næstefstu deild. Á miðju sumri 2012 fór Gary til KR og varð bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari ári seinna. Gary gekk í raðir Víkings R. fyrir tímabilið 2016 en fór til Lillestrøm í Noregi um mitt sumar. Gary kom aftur til Íslands fyrir tímabilið 2019 og samdi við Val. Þar stoppaði hann stutt og fór yfir í ÍBV. Hann varð markakóngur Pepsi Max-deildarinnar í fyrra. Í vetur lék hann sem lánsmaður með Darlington í heimaborg sinni. Gary hefur skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann hefur tvisvar sinnum fengið gullskóinn og silfurskóinn einu sinni. Gary hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Óskar Örn Hauksson (fæddur 1984) er Njarðvíkingur sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild með Grindavík 2004. Eftir þrjú ár í Grindavík fór Óskar til KR 2007 þar sem hann hefur leikið síðan. Hann lék sem lánsmaður með Sandnes Ulf í Noregi 2012 og kanadíska félaginu Edmonton 2015. Óskar varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2013 og 2019 og bikarmeistari 2008, 2011, 2012 og 2014. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra. Óskar hefur leikið 309 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 75 mörk. Hann er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar og getur bætt leikjamet Birkis Kristinssonar í sumar. Óskar er leikja- og markahæstur í sögu KR í efstu deild. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Óskar hefur leikið tvo A-landsleiki.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira