Topp 5 í kvöld: Kjartan Henry, Gary Martin og Óskar Örn segja frá uppáhalds mörkunum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2020 13:15 Óskar Örn Hauksson er leikja- og markahæsti KR-ingurinn í efstu deild. vísir/bára Sjötti og síðasti þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 18:35. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Kjartan Henry Finnbogason, Gary Martin og Óskar Örn Hauksson um sín uppáhalds mörk. Óskar ræddi um fjögur mörk sem hann skoraði sjálfur og eitt sem hann lagði upp á Gary í leik KR og FH í Kaplakrika 2012. Hér fyrir neðan má sjá Óskar tala um stoðsendinguna í þessu marki. Klippa: Topp 5 - Óskar Örn Kjartan Henry Finnbogason (fæddur 1986) er uppalinn hjá KR og vakti athygli með liðinu 2004. Í desember sama ár fór hann til Celtic í Skotlandi. Eftir fimm ár erlendis gekk Kjartan aftur í raðir KR 2010. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 2011, Íslandsmeistari 2013 og vann bikarinn 2012 og 2014. Kjartan skoraði sigurmark KR á lokamínútunni í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík 2014. Undanfarin sex ár hefur Kjartan leikið í Danmörku með millilendingu í Ungverjalandi. Kjartan hefur skorað 38 mörk í 98 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann fékk bronsskóinn 2011. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með KR. Kjartan hefur leikið þrettán A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Gary Martin (fæddur 1990) hóf ferilinn hjá Middlesbrough en náði ekki að leika fyrir aðallið félagsins. Gary kom fyrst til Íslands 2010 þegar hann gekk í raðir ÍA í næstefstu deild. Á miðju sumri 2012 fór Gary til KR og varð bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari ári seinna. Gary gekk í raðir Víkings R. fyrir tímabilið 2016 en fór til Lillestrøm í Noregi um mitt sumar. Gary kom aftur til Íslands fyrir tímabilið 2019 og samdi við Val. Þar stoppaði hann stutt og fór yfir í ÍBV. Hann varð markakóngur Pepsi Max-deildarinnar í fyrra. Í vetur lék hann sem lánsmaður með Darlington í heimaborg sinni. Gary hefur skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann hefur tvisvar sinnum fengið gullskóinn og silfurskóinn einu sinni. Gary hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Óskar Örn Hauksson (fæddur 1984) er Njarðvíkingur sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild með Grindavík 2004. Eftir þrjú ár í Grindavík fór Óskar til KR 2007 þar sem hann hefur leikið síðan. Hann lék sem lánsmaður með Sandnes Ulf í Noregi 2012 og kanadíska félaginu Edmonton 2015. Óskar varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2013 og 2019 og bikarmeistari 2008, 2011, 2012 og 2014. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra. Óskar hefur leikið 309 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 75 mörk. Hann er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar og getur bætt leikjamet Birkis Kristinssonar í sumar. Óskar er leikja- og markahæstur í sögu KR í efstu deild. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Óskar hefur leikið tvo A-landsleiki. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Sjötti og síðasti þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 18:35. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Kjartan Henry Finnbogason, Gary Martin og Óskar Örn Hauksson um sín uppáhalds mörk. Óskar ræddi um fjögur mörk sem hann skoraði sjálfur og eitt sem hann lagði upp á Gary í leik KR og FH í Kaplakrika 2012. Hér fyrir neðan má sjá Óskar tala um stoðsendinguna í þessu marki. Klippa: Topp 5 - Óskar Örn Kjartan Henry Finnbogason (fæddur 1986) er uppalinn hjá KR og vakti athygli með liðinu 2004. Í desember sama ár fór hann til Celtic í Skotlandi. Eftir fimm ár erlendis gekk Kjartan aftur í raðir KR 2010. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 2011, Íslandsmeistari 2013 og vann bikarinn 2012 og 2014. Kjartan skoraði sigurmark KR á lokamínútunni í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík 2014. Undanfarin sex ár hefur Kjartan leikið í Danmörku með millilendingu í Ungverjalandi. Kjartan hefur skorað 38 mörk í 98 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann fékk bronsskóinn 2011. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með KR. Kjartan hefur leikið þrettán A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Gary Martin (fæddur 1990) hóf ferilinn hjá Middlesbrough en náði ekki að leika fyrir aðallið félagsins. Gary kom fyrst til Íslands 2010 þegar hann gekk í raðir ÍA í næstefstu deild. Á miðju sumri 2012 fór Gary til KR og varð bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari ári seinna. Gary gekk í raðir Víkings R. fyrir tímabilið 2016 en fór til Lillestrøm í Noregi um mitt sumar. Gary kom aftur til Íslands fyrir tímabilið 2019 og samdi við Val. Þar stoppaði hann stutt og fór yfir í ÍBV. Hann varð markakóngur Pepsi Max-deildarinnar í fyrra. Í vetur lék hann sem lánsmaður með Darlington í heimaborg sinni. Gary hefur skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann hefur tvisvar sinnum fengið gullskóinn og silfurskóinn einu sinni. Gary hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Óskar Örn Hauksson (fæddur 1984) er Njarðvíkingur sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild með Grindavík 2004. Eftir þrjú ár í Grindavík fór Óskar til KR 2007 þar sem hann hefur leikið síðan. Hann lék sem lánsmaður með Sandnes Ulf í Noregi 2012 og kanadíska félaginu Edmonton 2015. Óskar varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2013 og 2019 og bikarmeistari 2008, 2011, 2012 og 2014. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra. Óskar hefur leikið 309 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 75 mörk. Hann er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar og getur bætt leikjamet Birkis Kristinssonar í sumar. Óskar er leikja- og markahæstur í sögu KR í efstu deild. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Óskar hefur leikið tvo A-landsleiki.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira