MS hættir að nota „feta“ í vöruheitum sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2020 12:20 MS mun hætta að nota heitið „feta“ um vörur sínar. STÖÐ 2 Mjólkursamsalan ætlar að fara að kröfum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hætta að nota orðið ,,feta" í ostaframleiðslu sinni. Skipt verður um nafn á ostinum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fór fram á það við íslensk stjórnvöld að séð yrði til þess að Mjólkursamsalan hætti að nota orðið feta í framleiðslu sinni. RÚV sagði fyrst frá því að Evrópuþingmaðurinn Emmanouil Fragkos hefði lagt fram fyrirspurn í apríl um framleiðslu MS á fetaosti og bent á að hann væri framleiddur úr mjólk áa og geita í Grikklandi, og þá með sérstökum aðferðum. Séu þau skilyrði ekki uppfyllt teljist osturinn ekki vera feta og ekki hægt að kalla osta framleidda utan Grikklands fetaosta. Væri því spurning hvort notkun MS á "feta" væri lögleg. Framkvæmdastjórn ESB telur að "feta" falli undir samkomulag á milli Íslands og Evrópusambandsins frá 2016 um landfræðilega vernd matvara og jafnframt að MS sé því óheimilt að nota heitið. Framkvæmdastjórnin óskaði þegar eftir því að íslensk stjórnvöld gripi til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir áframhaldandi notkun þess. Mjólkursamsalan brást hratt við. Salatostur eða veisluostur Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir að MS hafi borist erindi frá Matvælastofnun vegna málsins í byrjun vikunnar. Þær hafi snúið að heitunum „feta“ og „feti.“ „Við höfum hug á að breyta nafninu á okkar vöru og höfum þegar sett af stað vinnu í því tilliti með nöfnunum ,salatostur‘ og ,veisluostur.‘“ Hún segir að ekki hafi verið vafi um það innan herbúða MS að breyta hafi þurft um heiti á vörunum. „Ef það er búið að skrifa undir samning milli ríkja um ákveðna vernd var það okkar mat að þá myndum við bara breyta nöfnunum. Sunna segir jafnframt að verið sé að skoða hvort unnt sé að nota þær umbúðir sem þegar séu til, sem feli í sér orðið ,,feta" eða hvort þeim þurfi að farga. Evrópusambandið Grikkland Matur Höfundaréttur Tengdar fréttir ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð. 12. júní 2020 09:13 Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Mjólkursamsalan ætlar að fara að kröfum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hætta að nota orðið ,,feta" í ostaframleiðslu sinni. Skipt verður um nafn á ostinum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fór fram á það við íslensk stjórnvöld að séð yrði til þess að Mjólkursamsalan hætti að nota orðið feta í framleiðslu sinni. RÚV sagði fyrst frá því að Evrópuþingmaðurinn Emmanouil Fragkos hefði lagt fram fyrirspurn í apríl um framleiðslu MS á fetaosti og bent á að hann væri framleiddur úr mjólk áa og geita í Grikklandi, og þá með sérstökum aðferðum. Séu þau skilyrði ekki uppfyllt teljist osturinn ekki vera feta og ekki hægt að kalla osta framleidda utan Grikklands fetaosta. Væri því spurning hvort notkun MS á "feta" væri lögleg. Framkvæmdastjórn ESB telur að "feta" falli undir samkomulag á milli Íslands og Evrópusambandsins frá 2016 um landfræðilega vernd matvara og jafnframt að MS sé því óheimilt að nota heitið. Framkvæmdastjórnin óskaði þegar eftir því að íslensk stjórnvöld gripi til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir áframhaldandi notkun þess. Mjólkursamsalan brást hratt við. Salatostur eða veisluostur Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir að MS hafi borist erindi frá Matvælastofnun vegna málsins í byrjun vikunnar. Þær hafi snúið að heitunum „feta“ og „feti.“ „Við höfum hug á að breyta nafninu á okkar vöru og höfum þegar sett af stað vinnu í því tilliti með nöfnunum ,salatostur‘ og ,veisluostur.‘“ Hún segir að ekki hafi verið vafi um það innan herbúða MS að breyta hafi þurft um heiti á vörunum. „Ef það er búið að skrifa undir samning milli ríkja um ákveðna vernd var það okkar mat að þá myndum við bara breyta nöfnunum. Sunna segir jafnframt að verið sé að skoða hvort unnt sé að nota þær umbúðir sem þegar séu til, sem feli í sér orðið ,,feta" eða hvort þeim þurfi að farga.
Evrópusambandið Grikkland Matur Höfundaréttur Tengdar fréttir ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð. 12. júní 2020 09:13 Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð. 12. júní 2020 09:13