Undirbúningur fyrir fríverslunarviðræður EFTA og Bretlands hafinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2020 23:15 Undirbúningur er hafinn fyrir fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein við Bretland. Vísir/Vilhelm Undirbúningur er hafinn fyrir fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein, EFTA ríkjanna, við Bretland. Löndin funduðu í með utanríkisviðskiptaráðuneyti Bretlands í fyrsta sinn í gær og er áætlað að formlegar viðræður hefjist í lok mánaðarins. Fulltrúar ríkjanna verða áfram í nánum samskiptum þangað til þær hefjast samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Á fundinum var farið yfir efni fyrirhugaðs fríverslunarsamnings og farið yfir samningsafstöðu á hverju sviði fyrir sig auk þess sem ákvarðanir voru teknar um næstu skref í undirbúningnum fyrir formlegar viðræður. Viðræðum verður haldið áfram út sumarið með fjarfundabúnaði. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra fagnar því að Bretland sé komið að borðinu og tilbúið að hefja viðræður af fullum krafti. „Ljóst er að allir aðilar gera sér grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem hér eru í húfi og eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að viðhalda og vernda viðskiptatengsl Íslands og Bretlands,“ segir Guðlaugur. Þá kemur fram að góð samstaða hafi verið á fundinum og bjartsýni ríki um að samningar náist fyrir lok árs. Noregur, Ísland, Liechtenstein og Bretland hafi að nokkru leyti samræmd lög og reglugerðir sem samningurinn muni koma til með að byggja á vegna EES samningsins sem muni auðvelda viðræður til muna. „Þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu ríkti samstaða um að láta það ekki koma niður á gæðum samningsins og stefnt er að yfirgripsmiklum og metnaðarfullum fríverslunarsamningi.“ Liechtenstein Bretland Noregur Evrópusambandið Brexit Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Undirbúningur er hafinn fyrir fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein, EFTA ríkjanna, við Bretland. Löndin funduðu í með utanríkisviðskiptaráðuneyti Bretlands í fyrsta sinn í gær og er áætlað að formlegar viðræður hefjist í lok mánaðarins. Fulltrúar ríkjanna verða áfram í nánum samskiptum þangað til þær hefjast samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Á fundinum var farið yfir efni fyrirhugaðs fríverslunarsamnings og farið yfir samningsafstöðu á hverju sviði fyrir sig auk þess sem ákvarðanir voru teknar um næstu skref í undirbúningnum fyrir formlegar viðræður. Viðræðum verður haldið áfram út sumarið með fjarfundabúnaði. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra fagnar því að Bretland sé komið að borðinu og tilbúið að hefja viðræður af fullum krafti. „Ljóst er að allir aðilar gera sér grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem hér eru í húfi og eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að viðhalda og vernda viðskiptatengsl Íslands og Bretlands,“ segir Guðlaugur. Þá kemur fram að góð samstaða hafi verið á fundinum og bjartsýni ríki um að samningar náist fyrir lok árs. Noregur, Ísland, Liechtenstein og Bretland hafi að nokkru leyti samræmd lög og reglugerðir sem samningurinn muni koma til með að byggja á vegna EES samningsins sem muni auðvelda viðræður til muna. „Þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu ríkti samstaða um að láta það ekki koma niður á gæðum samningsins og stefnt er að yfirgripsmiklum og metnaðarfullum fríverslunarsamningi.“
Liechtenstein Bretland Noregur Evrópusambandið Brexit Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira