Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2020 12:15 Margir hlupu frá Garðatorgi í morgun. HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. Í morgun fór Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram í 31 sinn. Í upphafi var markmiðið að hvetja konur til hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi en í dag er tilgangur hlaupsins annars eðlis. „Upphaflega markmiðið sem búið er að ná, fyrir löngu síðan, var að drífa konur út að hreyfa sig og rífa þær frá eldavélinni, þvottavélinni og barnauppeldi. Við getum sagt að það markmið hafi náðst fyrir löngu. Nú höfum við sett nýtt markmið sem er að hlaupa saman, vera saman, njóta saman, standa saman,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. Kvennahlaupið er fastur liður. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu hlaupsins verða ekki veittir verðlaunapeningar en í gegnum tíðina hafa allir þátttakendur farið heim með medalíu. „Við tókum smá sjálfsrýningu eftir hlaupið í fyrra. Okkur fannst mikið um plast og óumhverfisvæna hluti. Við vitum að bolirnir sem voru í umferð í gamla daga voru ekki framleiddir á umhverfisvænan hátt þannig við leituðum að nýjum bolum og þeir sem við völdum eru framleiddir í Fair trade verksmiðju. Þeir eru úr 100% endurunnu efni. Við ákváðum í leiðinni að taka þá ákvörðun að sleppa verðlaunapeningunum. Þeir eru í sama flokki. Að sama skapi verða buffin sem Sjóvá hefur gefð ekki í boði því þau voru líka pökkuð í plast og komu úr óumhverfisvænni framleiðslu, við erum að taka þetta eins langt og við getum,“ sagði Hrönn. Frá Kvennahlaupinu 2012. Heilsa Hlaup Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. Í morgun fór Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram í 31 sinn. Í upphafi var markmiðið að hvetja konur til hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi en í dag er tilgangur hlaupsins annars eðlis. „Upphaflega markmiðið sem búið er að ná, fyrir löngu síðan, var að drífa konur út að hreyfa sig og rífa þær frá eldavélinni, þvottavélinni og barnauppeldi. Við getum sagt að það markmið hafi náðst fyrir löngu. Nú höfum við sett nýtt markmið sem er að hlaupa saman, vera saman, njóta saman, standa saman,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. Kvennahlaupið er fastur liður. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu hlaupsins verða ekki veittir verðlaunapeningar en í gegnum tíðina hafa allir þátttakendur farið heim með medalíu. „Við tókum smá sjálfsrýningu eftir hlaupið í fyrra. Okkur fannst mikið um plast og óumhverfisvæna hluti. Við vitum að bolirnir sem voru í umferð í gamla daga voru ekki framleiddir á umhverfisvænan hátt þannig við leituðum að nýjum bolum og þeir sem við völdum eru framleiddir í Fair trade verksmiðju. Þeir eru úr 100% endurunnu efni. Við ákváðum í leiðinni að taka þá ákvörðun að sleppa verðlaunapeningunum. Þeir eru í sama flokki. Að sama skapi verða buffin sem Sjóvá hefur gefð ekki í boði því þau voru líka pökkuð í plast og komu úr óumhverfisvænni framleiðslu, við erum að taka þetta eins langt og við getum,“ sagði Hrönn. Frá Kvennahlaupinu 2012.
Heilsa Hlaup Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira