Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 17:40 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. Einstaklingarnir eru frá Rúmeníu og komu til landsins fyrr í vikunni. Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að einstaklingarnir hafi fengið skýr skilaboð um að fara í sóttkví við komuna til landsins. Ekki er vitað nákvæmlega frá hvaða landi þeir komu til landsins. Þórólfur segir hina handteknu vera í haldi lögreglu sem stendur og viðeigandi ráðstafanir séu gerðar vegna smitvarna. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn segir varðhaldið ekki vera vegna búðarhnuplsins, heldur sé það gert til þess að hindra að þeir séu á ferðinni enda áttu þeir að vera í sóttkví. „Í þessum töluðu orðum er verið að greina hvort þeir séu með mótefni í blóðinu og hvort þeir séu smitandi eða ekki. Þeir verða á lögreglustöðinni í fangageymslu fram að því að niðurstaða liggur fyrir í því í kvöld. Ef að þeir eru smitandi verða þeir fluttir í úrræði utan stöðvarinnar þar sem er hægt að fullnægja þessum kröfum um sóttkví, en þeir verða ekki í gæslu hjá okkur og verða ekki fluttir í fangelsi. Við færum ekki smit inn í fangelsi,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Lögregla leitar nú þriggja annarra sem voru í för með hinum handteknu. Ekki hafa verið tekin sýni úr þeim fjórtán lögreglumönnum sem fóru í sóttkví vegna málsins og stendur það ekki til nema þeir sýni einkenni. Þórólfur segir samskonar dæmi hafa komið upp en þetta sé fyrsta tilfellið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. „Maður veit náttúrulega að það getur ýmislegt gerst og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að svona lagað gerist með alvarlega smitsjúkdóma. Við lendum oft í því að þurfa að ná í fólk með alvarlega smitsjúkdóma, en þetta er í fyrsta skiptið sem þetta gerist með Covid.“ Á mánudag munu allir ferðamenn fá val við komuna til landsins um að fara í skimun eða tveggja vikna sóttkví. Aðspurður hvort það sé ástæða til þess að fylgjast enn betur með þeim sem velja sóttkví eftir þetta tiltekna atvik segir Þórólfur sennilegt að fáir kjósi að fara í sóttkví. „Ef það hefði verið tekið sýni úr þessum einstaklingum á mánudag hefði þetta verið uppgötvað miklu fyrr og það hefði verið hægt að ná þeim fyrr.“ Lögreglumál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. Einstaklingarnir eru frá Rúmeníu og komu til landsins fyrr í vikunni. Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að einstaklingarnir hafi fengið skýr skilaboð um að fara í sóttkví við komuna til landsins. Ekki er vitað nákvæmlega frá hvaða landi þeir komu til landsins. Þórólfur segir hina handteknu vera í haldi lögreglu sem stendur og viðeigandi ráðstafanir séu gerðar vegna smitvarna. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn segir varðhaldið ekki vera vegna búðarhnuplsins, heldur sé það gert til þess að hindra að þeir séu á ferðinni enda áttu þeir að vera í sóttkví. „Í þessum töluðu orðum er verið að greina hvort þeir séu með mótefni í blóðinu og hvort þeir séu smitandi eða ekki. Þeir verða á lögreglustöðinni í fangageymslu fram að því að niðurstaða liggur fyrir í því í kvöld. Ef að þeir eru smitandi verða þeir fluttir í úrræði utan stöðvarinnar þar sem er hægt að fullnægja þessum kröfum um sóttkví, en þeir verða ekki í gæslu hjá okkur og verða ekki fluttir í fangelsi. Við færum ekki smit inn í fangelsi,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Lögregla leitar nú þriggja annarra sem voru í för með hinum handteknu. Ekki hafa verið tekin sýni úr þeim fjórtán lögreglumönnum sem fóru í sóttkví vegna málsins og stendur það ekki til nema þeir sýni einkenni. Þórólfur segir samskonar dæmi hafa komið upp en þetta sé fyrsta tilfellið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. „Maður veit náttúrulega að það getur ýmislegt gerst og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að svona lagað gerist með alvarlega smitsjúkdóma. Við lendum oft í því að þurfa að ná í fólk með alvarlega smitsjúkdóma, en þetta er í fyrsta skiptið sem þetta gerist með Covid.“ Á mánudag munu allir ferðamenn fá val við komuna til landsins um að fara í skimun eða tveggja vikna sóttkví. Aðspurður hvort það sé ástæða til þess að fylgjast enn betur með þeim sem velja sóttkví eftir þetta tiltekna atvik segir Þórólfur sennilegt að fáir kjósi að fara í sóttkví. „Ef það hefði verið tekið sýni úr þessum einstaklingum á mánudag hefði þetta verið uppgötvað miklu fyrr og það hefði verið hægt að ná þeim fyrr.“
Lögreglumál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira