Skimun gengið vel en einum snúið við til London Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 12:36 Einn Bandaríkjamaður sem kom með flugi Wizz air frá London var sendur til baka með sömu vél. Vísir/Frikki Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Enginn farþega úr þeim tveimur vélum sem komu hingað til lands í dag hafnaði sýnatöku. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað úr landi og sendur til Bretlands með sömu vél og hann kom. „Þetta gekk bara vel. Það voru svona sirka 30 manns í hvorri vél sem voru ekki búnir að forskrá sig, og gátu klárað það á vellinum í svona stöndum eða símunum sínum,“ segir Sigurgeir í samtali við Vísi. Sjá einnig: Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Hann segir engan farþega vélanna tveggja hafa hafnað sýnatöku og valið frekar að fara í sóttkví. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað frá, þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði þess að fá að koma inn í landið. Hann var farþegi fyrstu vélarinnar sem lenti hér í morgun. „Það var einn sem kom með Wizz air, frá London Luton, og hann uppfyllti ekki kröfur til að fara yfir landamærin. Það var ekkert varðandi sýnatöku eða neitt slíkt,“ segir Sigurgeir. Íbúar ríkja sem ekki eru í Schengen-svæðinu mega ekki koma til Íslands nema hafa dvalarleyfi eða aðra lögmæta ástæðu til þess að koma, og helgast það af ferðatakmörkunum sem settar voru á í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins, að sögn Sigurgeirs. Maðurinn er farinn aftur til London, með sömu vél og hann kom. Sigurgeir er yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Mynd/Aðsend Tímamæla sýnatökurnar eftir á Sigurgeir segir allt ferlið hafa gengið smurt og engin röð hafi myndast við sýnatökuhliðin. „Farþegar tóku þessu vel og þetta gekk allt vel. Samvinna heilbrigðisstarfsfólks og annara var mjög góð.“ Gert er ráð fyrir að hver sýnataka taki um tvær til tvær og hálfa mínútu, en Sigurgeir segir að sýnatökur dagsins verði tímamældar með hjálp myndavélabúnaðar á svæðinu. „Þetta eru tíu sýnatökubásar, tveir starfsmenn í hverjum og þeir voru allir opnir.“ Næsta flug hingað til lands er flug Icelandair frá Ósló. Gert er ráð fyrir að sú vél lendi klukkan 14:45. Hér má nálgast nánari upplýsingar um komuflug á Keflavíkurflugvöll. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Enginn farþega úr þeim tveimur vélum sem komu hingað til lands í dag hafnaði sýnatöku. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað úr landi og sendur til Bretlands með sömu vél og hann kom. „Þetta gekk bara vel. Það voru svona sirka 30 manns í hvorri vél sem voru ekki búnir að forskrá sig, og gátu klárað það á vellinum í svona stöndum eða símunum sínum,“ segir Sigurgeir í samtali við Vísi. Sjá einnig: Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Hann segir engan farþega vélanna tveggja hafa hafnað sýnatöku og valið frekar að fara í sóttkví. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað frá, þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði þess að fá að koma inn í landið. Hann var farþegi fyrstu vélarinnar sem lenti hér í morgun. „Það var einn sem kom með Wizz air, frá London Luton, og hann uppfyllti ekki kröfur til að fara yfir landamærin. Það var ekkert varðandi sýnatöku eða neitt slíkt,“ segir Sigurgeir. Íbúar ríkja sem ekki eru í Schengen-svæðinu mega ekki koma til Íslands nema hafa dvalarleyfi eða aðra lögmæta ástæðu til þess að koma, og helgast það af ferðatakmörkunum sem settar voru á í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins, að sögn Sigurgeirs. Maðurinn er farinn aftur til London, með sömu vél og hann kom. Sigurgeir er yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Mynd/Aðsend Tímamæla sýnatökurnar eftir á Sigurgeir segir allt ferlið hafa gengið smurt og engin röð hafi myndast við sýnatökuhliðin. „Farþegar tóku þessu vel og þetta gekk allt vel. Samvinna heilbrigðisstarfsfólks og annara var mjög góð.“ Gert er ráð fyrir að hver sýnataka taki um tvær til tvær og hálfa mínútu, en Sigurgeir segir að sýnatökur dagsins verði tímamældar með hjálp myndavélabúnaðar á svæðinu. „Þetta eru tíu sýnatökubásar, tveir starfsmenn í hverjum og þeir voru allir opnir.“ Næsta flug hingað til lands er flug Icelandair frá Ósló. Gert er ráð fyrir að sú vél lendi klukkan 14:45. Hér má nálgast nánari upplýsingar um komuflug á Keflavíkurflugvöll.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11
Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00