Fyrrverandi ritstjóri gagnrýnir afskipti Bjarna af ráðningunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 15. júní 2020 20:01 Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. Fjármálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun eftir að þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður óskaði eftir því vegna afskipta Bjarna af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Búið var að ganga frá ráðningu Þorvaldar vegna stöðunnar af hálfu starfsmanns tímaritsins þegar fjármálaráðuneytið lagðist gegn því. Í tölvupósti ráðuneytisins kemur fram að það sé vegna þess að Þorvaldur sé virkur í pólitík og formaður stjórnmálaflokks. Stungið er upp á Friðriki Má Baldurssyni. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sagði fjármálaráðherra fjármálaráðuneyti Norðurlandanna eigi samstarf um útgáfuna sem eigi að styðja við stefnumótun ríkjanna. Þá vanti uppá skýringar í málinu. „Það yrði þá kona af nýrri kynslóð og að viðkomandi einstaklingar hefðu haft aðkomu að stefnumótun stjórnvalda. Það er það sem við höfðum til grundvallar í okkar stefnumótun.,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eftir fundinn í dag. Þorvaldur hafi ekki uppfyllt þessi skilyrði. „Ég hef sagt fyrir mitt leiti að almennt sé hann ekki heppilegur samstarfsaðili fyrir ráðuneytið.“ sagði Bjarni. „Ég sé samt ekki betur en að það sé eftiráskýring. Að hin raunverulega ástæða hafi verið að þeir vildi ekki Þorvald,,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Guðmundur Andri Thorsson kallaði eftir því að Bjarni kæmi fyrir nefndina.Stöð 2 Fjármálaráðherra velti fyrir sér á fundinum hvort fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Lars Calmfors hefði haft eitthvað að gera með ráðningu Þorvaldar. „Tveir fullorðnir menn, sem hafa þekkst lengi í gegnum áratugina. Þeir ætla bara að ákveða þetta svona sín á milli. Á meðan ætlum við Íslendingar að leggja til að kæmi einhver af nýrri kynslóð, kona mögulega, sem hefði tengsl við stefnumótun. Nei, það var ekki nógu gott. Karlarnir sem hafa verið að ritstýra þessu og þekkjast svona frá því í gamla daga, þeir ætla að ákveða hvernig þetta yrði,“ sagði Bjarni á fundi nefndarinnar í dag. Lars segist hafa unnið með Þorvaldi síðast 1996 og furðar sig á vangaveltum ráðherrans. „Þetta kemur mér mjög á óvart en mér er farið að skiljast að umræður á Íslandi séu stundum aðeins persónulegri og harðari en ég á að venjast.,“ sagði Lars Calmfors í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Lars ræddi við fréttastofu í dag.Stöð 2 Lars telur að ráðherrann eigi ekki að skipta sér af ráðningunni. „Ég er mjög gagnrýninn á það. Í þetta starf á eingöngu að ráða á faglegum forsendum,“ sagði Lars Calmfors. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. Fjármálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun eftir að þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður óskaði eftir því vegna afskipta Bjarna af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Búið var að ganga frá ráðningu Þorvaldar vegna stöðunnar af hálfu starfsmanns tímaritsins þegar fjármálaráðuneytið lagðist gegn því. Í tölvupósti ráðuneytisins kemur fram að það sé vegna þess að Þorvaldur sé virkur í pólitík og formaður stjórnmálaflokks. Stungið er upp á Friðriki Má Baldurssyni. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sagði fjármálaráðherra fjármálaráðuneyti Norðurlandanna eigi samstarf um útgáfuna sem eigi að styðja við stefnumótun ríkjanna. Þá vanti uppá skýringar í málinu. „Það yrði þá kona af nýrri kynslóð og að viðkomandi einstaklingar hefðu haft aðkomu að stefnumótun stjórnvalda. Það er það sem við höfðum til grundvallar í okkar stefnumótun.,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eftir fundinn í dag. Þorvaldur hafi ekki uppfyllt þessi skilyrði. „Ég hef sagt fyrir mitt leiti að almennt sé hann ekki heppilegur samstarfsaðili fyrir ráðuneytið.“ sagði Bjarni. „Ég sé samt ekki betur en að það sé eftiráskýring. Að hin raunverulega ástæða hafi verið að þeir vildi ekki Þorvald,,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Guðmundur Andri Thorsson kallaði eftir því að Bjarni kæmi fyrir nefndina.Stöð 2 Fjármálaráðherra velti fyrir sér á fundinum hvort fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Lars Calmfors hefði haft eitthvað að gera með ráðningu Þorvaldar. „Tveir fullorðnir menn, sem hafa þekkst lengi í gegnum áratugina. Þeir ætla bara að ákveða þetta svona sín á milli. Á meðan ætlum við Íslendingar að leggja til að kæmi einhver af nýrri kynslóð, kona mögulega, sem hefði tengsl við stefnumótun. Nei, það var ekki nógu gott. Karlarnir sem hafa verið að ritstýra þessu og þekkjast svona frá því í gamla daga, þeir ætla að ákveða hvernig þetta yrði,“ sagði Bjarni á fundi nefndarinnar í dag. Lars segist hafa unnið með Þorvaldi síðast 1996 og furðar sig á vangaveltum ráðherrans. „Þetta kemur mér mjög á óvart en mér er farið að skiljast að umræður á Íslandi séu stundum aðeins persónulegri og harðari en ég á að venjast.,“ sagði Lars Calmfors í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Lars ræddi við fréttastofu í dag.Stöð 2 Lars telur að ráðherrann eigi ekki að skipta sér af ráðningunni. „Ég er mjög gagnrýninn á það. Í þetta starf á eingöngu að ráða á faglegum forsendum,“ sagði Lars Calmfors.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira