Aðskotahlutur sprengdi dekk á vél Norwegian Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 07:00 Eins og sjá má var dekkið illa farið. Mynd/RNSA Rannsóknarnefnd flugslysa hefur skilað lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks sem varð við flugtak Boeing 737-800 flugvélar Norwegian Air frá Keflavíkurflugvelli þann 16. júní 2018. Aðskotahlutur á flugbrautinni varð til þess að eitt af dekkjum flugvélarinnar hvellsprakk. Við það urðu margvíslegar skemmdir á búnaði vélarinnar, sem flogið var til Birmingham á Englandi svo hægt væri að lenda á þurri flugbraut. Í skýrslu nefndarinnar segir að við flugtak frá Keflavíkurflugvelli hafi flugmenn og flugliðar fundið fyrir óvenjulegum titringi frá lendingarbúnaði í nefi flugvélarinnar. Úr skýrslu RNSA. Listi yfir þann búnað flugvélarinnar sem varð fyrir skemmdum.Mynd/RNSA Eftir flugtak fengu flugmennirnir upplýsingar um að leifar úr dekki flugvélarinnar hafi fundist á flugbrautinni, auk þess sem að málmbiti hafi einnig fundist. Þar sem flugmennirnir höfðu einnig fengið ýmsar meldingar frá nemum flugvélarinnar töldu þeir líklegt að einhverjar skemmdir hafi orðið á flugvélinni við flugtak. Eftir að hafa farið yfir stöðu mála mátu þeir stöðuna svo að ekki væri fýsilegt að snúa við og lenda aftur í Keflavík. Skyggni hafi verið lélegt og flugbrautin hafi verið blaut vegna rigningar. Hafi einhver búnaður vélarinnar skemmst væri vænlegra að lenda á þurri flugbraut, en vélin var á leið til Madrídar. Ákváðu flugmenn að best væri að lenda í Birmingham á Englandi. Lýst var yfir neyðarástand þar sem vökvahemlunarbúnaði hafði misst þrýsting og haldið til Birmingham. Við lendingu kom í ljós að vindbrjótar á vinstri væng vélarinnar virkuðu ekki sem skyldi, auk þess sem að tætlur úr hinu sprungna dekki dreifðust yfir flugbrautina. Að öðru leyti gekk lendingin vel, en eftir lendingu sprautuðu slökkviliðsmenn froðu á lendingarbúnaðinn í nefi flugvélarinnar til þess að koma í veg fyrir að eldur kæmi upp. Engan sakaði. Aðskotahlutir sem fundust við flugbraut á Keflavíkurflugvelli eftir atvikið.Mynd/RNSA Eins og sjá má á listanum hér fyrir ofan varð margvíslegur búnaður vélarinnar fyrir skemmdum er aðskotahluturinn sprengdi dekkið. Eftir atvikið voru flugbrautirnar í Keflavík og Birmingham kembdar fyrir aðskotahlutum, í Keflavík fannst ýmis málmbúnaður á og við flugbrautirnar. Mælir flugslysanefndin með því að reglulega sé farið yfir verkferla í tengslum við fjarlægingu aðskotahluta á flugbrautum, til þess að tryggja að flugbrautir séu eins lausar við aðskotahluti og hægt er. Samgönguslys Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Rannsóknarnefnd flugslysa hefur skilað lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks sem varð við flugtak Boeing 737-800 flugvélar Norwegian Air frá Keflavíkurflugvelli þann 16. júní 2018. Aðskotahlutur á flugbrautinni varð til þess að eitt af dekkjum flugvélarinnar hvellsprakk. Við það urðu margvíslegar skemmdir á búnaði vélarinnar, sem flogið var til Birmingham á Englandi svo hægt væri að lenda á þurri flugbraut. Í skýrslu nefndarinnar segir að við flugtak frá Keflavíkurflugvelli hafi flugmenn og flugliðar fundið fyrir óvenjulegum titringi frá lendingarbúnaði í nefi flugvélarinnar. Úr skýrslu RNSA. Listi yfir þann búnað flugvélarinnar sem varð fyrir skemmdum.Mynd/RNSA Eftir flugtak fengu flugmennirnir upplýsingar um að leifar úr dekki flugvélarinnar hafi fundist á flugbrautinni, auk þess sem að málmbiti hafi einnig fundist. Þar sem flugmennirnir höfðu einnig fengið ýmsar meldingar frá nemum flugvélarinnar töldu þeir líklegt að einhverjar skemmdir hafi orðið á flugvélinni við flugtak. Eftir að hafa farið yfir stöðu mála mátu þeir stöðuna svo að ekki væri fýsilegt að snúa við og lenda aftur í Keflavík. Skyggni hafi verið lélegt og flugbrautin hafi verið blaut vegna rigningar. Hafi einhver búnaður vélarinnar skemmst væri vænlegra að lenda á þurri flugbraut, en vélin var á leið til Madrídar. Ákváðu flugmenn að best væri að lenda í Birmingham á Englandi. Lýst var yfir neyðarástand þar sem vökvahemlunarbúnaði hafði misst þrýsting og haldið til Birmingham. Við lendingu kom í ljós að vindbrjótar á vinstri væng vélarinnar virkuðu ekki sem skyldi, auk þess sem að tætlur úr hinu sprungna dekki dreifðust yfir flugbrautina. Að öðru leyti gekk lendingin vel, en eftir lendingu sprautuðu slökkviliðsmenn froðu á lendingarbúnaðinn í nefi flugvélarinnar til þess að koma í veg fyrir að eldur kæmi upp. Engan sakaði. Aðskotahlutir sem fundust við flugbraut á Keflavíkurflugvelli eftir atvikið.Mynd/RNSA Eins og sjá má á listanum hér fyrir ofan varð margvíslegur búnaður vélarinnar fyrir skemmdum er aðskotahluturinn sprengdi dekkið. Eftir atvikið voru flugbrautirnar í Keflavík og Birmingham kembdar fyrir aðskotahlutum, í Keflavík fannst ýmis málmbúnaður á og við flugbrautirnar. Mælir flugslysanefndin með því að reglulega sé farið yfir verkferla í tengslum við fjarlægingu aðskotahluta á flugbrautum, til þess að tryggja að flugbrautir séu eins lausar við aðskotahluti og hægt er.
Samgönguslys Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira