Víkingar sakna Guðmundar: „Hver getur skorað þarna annar en Óttar?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 09:30 Guðmundur Andri Tryggvason var Víkingum afar mikilvægur í fyrra. VÍSIR/VILHELM „Hver getur skorað þarna annar en Óttar?“ spurðu sérfræðingarnir sig í Pepsi Max stúkunni, þegar þeir ræddu um sóknarleik Víkings eftir að liðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við nýliða Fjölnis í gærkvöld. „Ég get alveg viðurkennt það að ég bjóst við Víkingssigri, sérstaklega þegar þeir skoruðu frekar snemma, klaufalegt mark. Þá hugsaði ég með mér að Víkingarnir tækju þetta nokkuð þægilega. Ég bjóst alveg við að þetta yrði svipaður leikur og Breiðablik-Grótta varð,“ sagði Hjörvar Hafliðason en innslagið má sjá hér neðst í greininni. Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-0 Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-1 Víkingar komust yfir með marki Óttars Magnúsar Karlssonar úr aukaspyrnu en Arnór Breki Ásþórsson jafnaði metin snemma í seinni hálfleik. Arnar Gunnlaugsson skipti þremur mönnum inn á í kjölfarið, á 60. mínútu, þegar sóknarmennirnir Helgi Guðjónsson og Nikolaj Hansen komu inn á, sem og bakvörðurinn Dofri Snorrason. Kristall Máni Ingason kom svo inn á korteri fyrir leikslok. Enginn af þeim er kantmaður og Davíð Þór Viðarsson sagði augljóst að þar vantaði upp á hjá Víkingum: Vantar náttúrulega vængmenn „Arnar er svo sem búinn að tala um það sjálfur, að hann er ekki með neina náttúrulega vængmenn. Í svona leik, þar sem að þú ert mjög mikið með boltann, að þá er rosalega mikilvægt að vera með smá breidd. Auðvitað ertu með bakverðina sem geta komið fram, en hann tekur Loga út af og setur Dofra inn á. Dofri er ekki að fara að gefa þér breiddina vinstra megin. Davíð Örn Atlason er mjög góður hægri bakvörður en það voru nokkrar fyrirgjafir frá honum sem fóru bara í handboltahöllina þarna. Þetta er eitthvað sem þeir þurfa að finna lausn við. Þeir verða að fá þessa breidd því það er bara auðvelt að verjast, hvort sem það eru fjórir framherjar eða tveir framherjar og tveir framliggjandi miðjumenn, ef þeir eru allir á sama svæðinu,“ sagði Davíð. Guðmundur Andri hélt sóknarleiknum uppi Sérfræðingarnir voru sammála um að fyrir utan Óttar gæti Nikolaj Hansen helst skorað mörk fyrir Víkinga en erfitt væri að sjá hver fyllti skarðið sem að Guðmundur Andri Tryggvason skildi eftir sig þegar hann fór aftur til Noregs. Guðmundur Andri skoraði sjö mörk í 16 deildarleikjum í fyrra. „Helgi á eitt ár í Fram þar sem hann skoraði. Hinir hafa ekkert skorað. Ágúst Hlynsson er hrikalega góður í fótbolta en hann á enga sögu um mörk. Það er enginn þarna til að skora. Þegar þetta fór að tikka, þetta Víkingsbatterí, í ágúst og september í fyrra þá var það auðvitað Guðmundur Andri sem hélt uppi sóknarleik liðsins. Hann var feykilega mikilvægur,“ sagði Hjörvar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um sóknarleik Víkings Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. 15. júní 2020 20:33 Sjáðu aukaspyrnumark Óttars og jöfnunarmark Arnórs Bikarmeistara Víkings og nýliðar Fjölnis gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 15. júní 2020 20:04 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir náðu í stig gegn bikarmeisturunum Víkingar taka á móti nýliðum Fjölnis á Víkingsvellinum í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Fjölnisliðinu er spáð falli en Víkingum er spáð mun betra gengi í sumar. 15. júní 2020 20:50 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
„Hver getur skorað þarna annar en Óttar?“ spurðu sérfræðingarnir sig í Pepsi Max stúkunni, þegar þeir ræddu um sóknarleik Víkings eftir að liðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við nýliða Fjölnis í gærkvöld. „Ég get alveg viðurkennt það að ég bjóst við Víkingssigri, sérstaklega þegar þeir skoruðu frekar snemma, klaufalegt mark. Þá hugsaði ég með mér að Víkingarnir tækju þetta nokkuð þægilega. Ég bjóst alveg við að þetta yrði svipaður leikur og Breiðablik-Grótta varð,“ sagði Hjörvar Hafliðason en innslagið má sjá hér neðst í greininni. Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-0 Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-1 Víkingar komust yfir með marki Óttars Magnúsar Karlssonar úr aukaspyrnu en Arnór Breki Ásþórsson jafnaði metin snemma í seinni hálfleik. Arnar Gunnlaugsson skipti þremur mönnum inn á í kjölfarið, á 60. mínútu, þegar sóknarmennirnir Helgi Guðjónsson og Nikolaj Hansen komu inn á, sem og bakvörðurinn Dofri Snorrason. Kristall Máni Ingason kom svo inn á korteri fyrir leikslok. Enginn af þeim er kantmaður og Davíð Þór Viðarsson sagði augljóst að þar vantaði upp á hjá Víkingum: Vantar náttúrulega vængmenn „Arnar er svo sem búinn að tala um það sjálfur, að hann er ekki með neina náttúrulega vængmenn. Í svona leik, þar sem að þú ert mjög mikið með boltann, að þá er rosalega mikilvægt að vera með smá breidd. Auðvitað ertu með bakverðina sem geta komið fram, en hann tekur Loga út af og setur Dofra inn á. Dofri er ekki að fara að gefa þér breiddina vinstra megin. Davíð Örn Atlason er mjög góður hægri bakvörður en það voru nokkrar fyrirgjafir frá honum sem fóru bara í handboltahöllina þarna. Þetta er eitthvað sem þeir þurfa að finna lausn við. Þeir verða að fá þessa breidd því það er bara auðvelt að verjast, hvort sem það eru fjórir framherjar eða tveir framherjar og tveir framliggjandi miðjumenn, ef þeir eru allir á sama svæðinu,“ sagði Davíð. Guðmundur Andri hélt sóknarleiknum uppi Sérfræðingarnir voru sammála um að fyrir utan Óttar gæti Nikolaj Hansen helst skorað mörk fyrir Víkinga en erfitt væri að sjá hver fyllti skarðið sem að Guðmundur Andri Tryggvason skildi eftir sig þegar hann fór aftur til Noregs. Guðmundur Andri skoraði sjö mörk í 16 deildarleikjum í fyrra. „Helgi á eitt ár í Fram þar sem hann skoraði. Hinir hafa ekkert skorað. Ágúst Hlynsson er hrikalega góður í fótbolta en hann á enga sögu um mörk. Það er enginn þarna til að skora. Þegar þetta fór að tikka, þetta Víkingsbatterí, í ágúst og september í fyrra þá var það auðvitað Guðmundur Andri sem hélt uppi sóknarleik liðsins. Hann var feykilega mikilvægur,“ sagði Hjörvar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um sóknarleik Víkings
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. 15. júní 2020 20:33 Sjáðu aukaspyrnumark Óttars og jöfnunarmark Arnórs Bikarmeistara Víkings og nýliðar Fjölnis gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 15. júní 2020 20:04 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir náðu í stig gegn bikarmeisturunum Víkingar taka á móti nýliðum Fjölnis á Víkingsvellinum í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Fjölnisliðinu er spáð falli en Víkingum er spáð mun betra gengi í sumar. 15. júní 2020 20:50 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. 15. júní 2020 20:33
Sjáðu aukaspyrnumark Óttars og jöfnunarmark Arnórs Bikarmeistara Víkings og nýliðar Fjölnis gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 15. júní 2020 20:04
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir náðu í stig gegn bikarmeisturunum Víkingar taka á móti nýliðum Fjölnis á Víkingsvellinum í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Fjölnisliðinu er spáð falli en Víkingum er spáð mun betra gengi í sumar. 15. júní 2020 20:50