Innleysa útistandandi hluti í Heimavöllum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 10:47 Heimavellir sérhæfir sig í útleigu íbúða. Vísir/VIlhelm Hið norska félag Fredensborg ICE ehf hefur eignast 99,45 prósent hlutafjár í Heimavöllum eftir uppgjör á yfirtökutilboði félagsins til hluthafa félagsins fór fram. 242 hluthafar tóku tilboðinu og mun Fredensborg nýta heimild til þess að innleysa útistandandi hluti í Heimavöllum. Greint var frá því í mars síðastliðnum að Fredensborg ICE ehf, dótturfélag hins norska Fredensborg AS, hafi keypt næstum tvo þriðju hluta í Heimavöllum, sem sérhæfir sig í útleigu íbúða. Í framhaldi af kaupunum gerði félagið öðrum hluthöfum yfirtökutilboð á genginu 1,5 á hlut. Í tilkynningu til kauphallar segir að alls hafi 242 hluthafar sem áttu samtals 2.735.828.198 hluti í Heimavöllum, eða sem nemur 24,32 prósent hlutafjár í félaginu, tekið tilboðinu. Eignarhlutur Fredensborg ICE ehf. nam 73,93 prósent fyrir tilboðið en mun nema 98,25% af heildarhlutafé við uppgjör viðskipta eða 99,45% þegar leiðrétt hefur verið fyrir eigin hlutum, að því er fram kemur í tilkynningunnni. Hluthafar sem tóku tilboðinu fá greitt með reiðufé og fer greiðsla fram eigi síðar en þann 22. júní næstkomandi í samræmi við skilmála tilboðsins. Eftir uppgjörið hefur Fredensborg ICe eignast meira en 9/10 hlutafjár og atkvæðisréttar í Heimavöllum. Í tilkynningunni segir að félagið hafi, ásamt stjórn Heimavalla, ákveðið að beita innlausnarrétti samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Mun hluthöfum Heimavalla hf., sem innlausnin tekur til, verða send tilkynning um innlausnina á næstu dögum. Innlausnarverðið er 1,5 kr. fyrir hvern hlut í Heimavöllum hf. og greitt verður fyrir hlutina með reiðufé. Er um að ræða sama verð og Fredensborg ICE ehf. bauð hluthöfum Heimavalla hf. í yfirtökutilboði sem lauk 15. júní, að því er segir í tilkynningunni. Fredensborg ICE hefur í hyggju að afskrá Heimavelli af aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Húsnæðismál Markaðir Noregur Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hið norska félag Fredensborg ICE ehf hefur eignast 99,45 prósent hlutafjár í Heimavöllum eftir uppgjör á yfirtökutilboði félagsins til hluthafa félagsins fór fram. 242 hluthafar tóku tilboðinu og mun Fredensborg nýta heimild til þess að innleysa útistandandi hluti í Heimavöllum. Greint var frá því í mars síðastliðnum að Fredensborg ICE ehf, dótturfélag hins norska Fredensborg AS, hafi keypt næstum tvo þriðju hluta í Heimavöllum, sem sérhæfir sig í útleigu íbúða. Í framhaldi af kaupunum gerði félagið öðrum hluthöfum yfirtökutilboð á genginu 1,5 á hlut. Í tilkynningu til kauphallar segir að alls hafi 242 hluthafar sem áttu samtals 2.735.828.198 hluti í Heimavöllum, eða sem nemur 24,32 prósent hlutafjár í félaginu, tekið tilboðinu. Eignarhlutur Fredensborg ICE ehf. nam 73,93 prósent fyrir tilboðið en mun nema 98,25% af heildarhlutafé við uppgjör viðskipta eða 99,45% þegar leiðrétt hefur verið fyrir eigin hlutum, að því er fram kemur í tilkynningunnni. Hluthafar sem tóku tilboðinu fá greitt með reiðufé og fer greiðsla fram eigi síðar en þann 22. júní næstkomandi í samræmi við skilmála tilboðsins. Eftir uppgjörið hefur Fredensborg ICe eignast meira en 9/10 hlutafjár og atkvæðisréttar í Heimavöllum. Í tilkynningunni segir að félagið hafi, ásamt stjórn Heimavalla, ákveðið að beita innlausnarrétti samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Mun hluthöfum Heimavalla hf., sem innlausnin tekur til, verða send tilkynning um innlausnina á næstu dögum. Innlausnarverðið er 1,5 kr. fyrir hvern hlut í Heimavöllum hf. og greitt verður fyrir hlutina með reiðufé. Er um að ræða sama verð og Fredensborg ICE ehf. bauð hluthöfum Heimavalla hf. í yfirtökutilboði sem lauk 15. júní, að því er segir í tilkynningunni. Fredensborg ICE hefur í hyggju að afskrá Heimavelli af aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland.
Húsnæðismál Markaðir Noregur Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira