Tvö ár síðan Hannes sá við Messi og Alfreð komst í sögubækurnar | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 23:00 Íslenska liðið fagnar fyrsta marki sínu í sögu lokakeppni HM. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Í dag eru komin tvö ár síðan Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistramótinu í fótbolta. Sögulegur leikur í alla staði þar sem Alfreð Finnbogason skaut sér í sögubækur HM og Hannes Þór Halldórsson gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Lionel Messi, besta knattspyrnumanns allra tíma. Þann 16. júní sumarið 2018 mættust Argentína og Ísland á Spartak-vellinum í Moskvu. Íslendingar fylktu liði á völlinn enda fyrsti leikur Íslands á HM og mikil bjartsýni eftir stórkostlegt gengi á EM í Frakklandi tveimur árum áður. Heimir Hallgrímsson, þjálfari Íslands, stillti upp í 4-2-3-1 leikkerfi þar sem það var ljóst að þriggja manna miðja liðsins fékk það hlutverk að kæfa Messi. Segja má að sú áætlun hafi gengið fullkomlega upp. The matches keep on coming!Next up: #ARGISL pic.twitter.com/gbtQB307a6— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2018 Það voru engir aukvisar í liði Argentínu ásamt Messi voru menn á borð við Javier Mascherano, Marcos Rojo, Nicolas Otamendi, Angel Di Maria og Sergio Aguero. Eins og við mátti búast voru Íslendingar töluvert minna með boltann í leiknum en það skiptir ekki alltaf öllu máli. Þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum var Birkir Bjarnason næstum búinn að leika sama leik og hann gerði á Evrópumótinu tveimur árum fyrr þegar hann jafnaði metin gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á mótinu. Argentínumenn voru í vandræðum aftast og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson vann boltann rétt fyrir utan vítateig. Hann gaf á Jóhann Berg Guðmundsson sem átti skot að marki sem fór af varnarmanni og þaðan fyrir fætur Birkis sem var á auðum sjó á fjærstönginni. Birkir Bjarnason var hársbreidd frá því að skora fyrsta mark Íslands á HM líkt og hann gerði á EM tveimur árum áður.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Því miður fyrir Birki og Ísland voru honum mislagðir fætur og fór skot hans á einhvern ótrúlegan hátt framhjá markinu. Það var svo tíu mínútum síðar sem Argentína komst yfir. Marcos Rojo átti eitt af sínum hörmulegu langskotum lengst utan af velli en því miður fyrir íslenska liðið endaði skotið í löppunum á Kun Aguero sem var staðsettur rétt við vítapunkt íslenska vítateigsins. Aguero tók við boltanum, lék honum frá Ragnari Sigurðssyni miðverði og svoleiðis lúðraði boltanum með vinstri fæti upp í vinstra hornið á marki Hannesar Þórs. Algjörlega óverjandi enda ekki minni menn en David De Gea og Alisson fengið á sig svipuð mörk gegn þessum magnaða framherja. Það var svo fjórum mínútum síðar sem Alfreð Finnbogason skráði sig nafn sitt í sögubækurnar með fyrsta marki Íslands á HM í fótbolta. Að reyna lýsa því marki er nær ómögulegt en alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, gerði okkur þann greiða að birta það á Twitter-síðu sinni í dag. Raunar var aðdragandi marksins enn lengri en það er óþarfi að kryfja hann hér. Two years ago today, @A_Finnbogason wrote his name into Iceland sporting history by scoring the country's first #WorldCup goal #OnThisDay | @footballiceland pic.twitter.com/97mHd0xjs0— FIFA.com (@FIFAcom) June 16, 2020 Undir lok fyrri hálfleiks átti Gylfi Þór Sigurðsson tvær góðar tilraunir að marki Argentínu en önnur var varin og hin fór framhjá. Því var staðan enn 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Eftir rúmlega klukkutíma leik var dæmd vítaspyrna á Hörð Björgvin Magnússon sem keyrði sóknarmann Argentínu niður í teignum. „Góðu fréttirnar eru þær að Lionel Messi skorar alls ekkert úr öllum vítunum sínum,“ sagði Guðmundur Benediktsson í lýsingu sinni á leiknum. Og viti menn, Guðmundur hafði rétt fyrir sér. Hannes Þór og Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari íslenska liðsins, höfðu farið yfir vítaspyrnur Messi og Hannes las hann eins og opna bók. Fór til hægri frá sér séð og varði vítaspyrnuna frábærlega. Staðan því enn 1-1 og hálftími eftir af leiknum. Hannes Þór hugsar eflaust enn um það þegar hann varði víti frá Lionel Messi.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Raunar fékk hvorugt liðið almennilegt færi það sem eftir lifði leiks en Cristian Pavón átti stórhættulega fyrirgjöf þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma sem flaug yfir alla í vítateignum og Hannes náði á einhvern ótrúlegan hátt að blaka í horn. „Frumraun Íslands er geggjuð frumraun. Við tökum eitt stig hér í fyrsta leiknum gegn Argentínu, gegn Lionel Messi,“ sagði Gummi Ben alveg búinn á því í leikslok. Íslenska liðið fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Leiknum lauk eins og frægt er með 1-1 jafntefli en því miður náði íslenska liðið ekki að fylgja því eftir gegn Nígeríu og Króatíu. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Sjá meira
Í dag eru komin tvö ár síðan Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistramótinu í fótbolta. Sögulegur leikur í alla staði þar sem Alfreð Finnbogason skaut sér í sögubækur HM og Hannes Þór Halldórsson gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Lionel Messi, besta knattspyrnumanns allra tíma. Þann 16. júní sumarið 2018 mættust Argentína og Ísland á Spartak-vellinum í Moskvu. Íslendingar fylktu liði á völlinn enda fyrsti leikur Íslands á HM og mikil bjartsýni eftir stórkostlegt gengi á EM í Frakklandi tveimur árum áður. Heimir Hallgrímsson, þjálfari Íslands, stillti upp í 4-2-3-1 leikkerfi þar sem það var ljóst að þriggja manna miðja liðsins fékk það hlutverk að kæfa Messi. Segja má að sú áætlun hafi gengið fullkomlega upp. The matches keep on coming!Next up: #ARGISL pic.twitter.com/gbtQB307a6— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2018 Það voru engir aukvisar í liði Argentínu ásamt Messi voru menn á borð við Javier Mascherano, Marcos Rojo, Nicolas Otamendi, Angel Di Maria og Sergio Aguero. Eins og við mátti búast voru Íslendingar töluvert minna með boltann í leiknum en það skiptir ekki alltaf öllu máli. Þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum var Birkir Bjarnason næstum búinn að leika sama leik og hann gerði á Evrópumótinu tveimur árum fyrr þegar hann jafnaði metin gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á mótinu. Argentínumenn voru í vandræðum aftast og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson vann boltann rétt fyrir utan vítateig. Hann gaf á Jóhann Berg Guðmundsson sem átti skot að marki sem fór af varnarmanni og þaðan fyrir fætur Birkis sem var á auðum sjó á fjærstönginni. Birkir Bjarnason var hársbreidd frá því að skora fyrsta mark Íslands á HM líkt og hann gerði á EM tveimur árum áður.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Því miður fyrir Birki og Ísland voru honum mislagðir fætur og fór skot hans á einhvern ótrúlegan hátt framhjá markinu. Það var svo tíu mínútum síðar sem Argentína komst yfir. Marcos Rojo átti eitt af sínum hörmulegu langskotum lengst utan af velli en því miður fyrir íslenska liðið endaði skotið í löppunum á Kun Aguero sem var staðsettur rétt við vítapunkt íslenska vítateigsins. Aguero tók við boltanum, lék honum frá Ragnari Sigurðssyni miðverði og svoleiðis lúðraði boltanum með vinstri fæti upp í vinstra hornið á marki Hannesar Þórs. Algjörlega óverjandi enda ekki minni menn en David De Gea og Alisson fengið á sig svipuð mörk gegn þessum magnaða framherja. Það var svo fjórum mínútum síðar sem Alfreð Finnbogason skráði sig nafn sitt í sögubækurnar með fyrsta marki Íslands á HM í fótbolta. Að reyna lýsa því marki er nær ómögulegt en alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, gerði okkur þann greiða að birta það á Twitter-síðu sinni í dag. Raunar var aðdragandi marksins enn lengri en það er óþarfi að kryfja hann hér. Two years ago today, @A_Finnbogason wrote his name into Iceland sporting history by scoring the country's first #WorldCup goal #OnThisDay | @footballiceland pic.twitter.com/97mHd0xjs0— FIFA.com (@FIFAcom) June 16, 2020 Undir lok fyrri hálfleiks átti Gylfi Þór Sigurðsson tvær góðar tilraunir að marki Argentínu en önnur var varin og hin fór framhjá. Því var staðan enn 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Eftir rúmlega klukkutíma leik var dæmd vítaspyrna á Hörð Björgvin Magnússon sem keyrði sóknarmann Argentínu niður í teignum. „Góðu fréttirnar eru þær að Lionel Messi skorar alls ekkert úr öllum vítunum sínum,“ sagði Guðmundur Benediktsson í lýsingu sinni á leiknum. Og viti menn, Guðmundur hafði rétt fyrir sér. Hannes Þór og Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari íslenska liðsins, höfðu farið yfir vítaspyrnur Messi og Hannes las hann eins og opna bók. Fór til hægri frá sér séð og varði vítaspyrnuna frábærlega. Staðan því enn 1-1 og hálftími eftir af leiknum. Hannes Þór hugsar eflaust enn um það þegar hann varði víti frá Lionel Messi.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Raunar fékk hvorugt liðið almennilegt færi það sem eftir lifði leiks en Cristian Pavón átti stórhættulega fyrirgjöf þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma sem flaug yfir alla í vítateignum og Hannes náði á einhvern ótrúlegan hátt að blaka í horn. „Frumraun Íslands er geggjuð frumraun. Við tökum eitt stig hér í fyrsta leiknum gegn Argentínu, gegn Lionel Messi,“ sagði Gummi Ben alveg búinn á því í leikslok. Íslenska liðið fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Leiknum lauk eins og frægt er með 1-1 jafntefli en því miður náði íslenska liðið ekki að fylgja því eftir gegn Nígeríu og Króatíu.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Sjá meira