Yfirvöld í Vestur-Berlín settu börn í fóstur til barnaníðinga Sylvía Hall skrifar 18. júní 2020 10:07 „Tilraunavekefnið“ er sagt hafa staðið yfir í um þrjátíu ár. Vísir/Getty Í um það bil þrjátíu ár voru heimilislaus börn í Vestur-Berlín sett í fóstur til barnaníðinga í tilraunaskyni. Verkefnið var hugarfóstur sálfræðiprófessorsins Helmut Kentler, sem trúði því að mennirnir gætu orðið einstaklega umhyggjusamir foreldrar. Þetta kemur fram á þýsku fréttaveitunni DW þar sem fjallað er um rannsókn á vegum háskólans í Hildesheim. Rannsakendur á vegum skólans hafa undanfarin ár farið í gegnum gögn og tekið viðtöl sem hafa leitt í ljós að velferðarsvið Vestur-Berlínar sem og menntastofnanir studdu verkefnið. Tvö fórnarlömb stigu fram fyrir nokkrum árum og sögðu sögu sína. Helmut Kentler var háttsettur innan menntavísindastofnunarinnar í Vestur-Berlín og hélt sambandi við þá menn sem fengu börn í fóstur. Hann trúði því að kynferðislegt samneyti barna og fullorðinna væri skaðlaust. Kentler lést árið 2008 áttræður að aldri og hefur því aldrei verið saksóttur vegna málsins sökum fyrningar. Rannsókn háskólans hefur jafnframt leitt í ljós að mennirnir sem tóku að sér börn fengu mánaðarlegar greiðslur frá yfirvöldum fyrir það að sinna börnunum. Er talið að á meðal fósturforeldaranna hafi verið mikilsvirtir fræðimenn í Þýskalandi en engin nöfn hafa verið nefnd í því samhengi. Fjögur ár eru frá því að fyrsta skýrsla um þetta verkefni yfirvalda leit dagsins ljós og var hún unnin af háskólanum í Göttingen. Voru yfirvöld í Berlín sökuð um takmarkaðan áhuga á málinu og að ekki væri mikill vilji til þess að komast að sannleikanum. Þau hafa þó lýst því yfir að málið verði rannsakað og frekara ljósi varpað á það sem átti sér stað á þessu þrjátíu ára tímabili. Þýskaland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Í um það bil þrjátíu ár voru heimilislaus börn í Vestur-Berlín sett í fóstur til barnaníðinga í tilraunaskyni. Verkefnið var hugarfóstur sálfræðiprófessorsins Helmut Kentler, sem trúði því að mennirnir gætu orðið einstaklega umhyggjusamir foreldrar. Þetta kemur fram á þýsku fréttaveitunni DW þar sem fjallað er um rannsókn á vegum háskólans í Hildesheim. Rannsakendur á vegum skólans hafa undanfarin ár farið í gegnum gögn og tekið viðtöl sem hafa leitt í ljós að velferðarsvið Vestur-Berlínar sem og menntastofnanir studdu verkefnið. Tvö fórnarlömb stigu fram fyrir nokkrum árum og sögðu sögu sína. Helmut Kentler var háttsettur innan menntavísindastofnunarinnar í Vestur-Berlín og hélt sambandi við þá menn sem fengu börn í fóstur. Hann trúði því að kynferðislegt samneyti barna og fullorðinna væri skaðlaust. Kentler lést árið 2008 áttræður að aldri og hefur því aldrei verið saksóttur vegna málsins sökum fyrningar. Rannsókn háskólans hefur jafnframt leitt í ljós að mennirnir sem tóku að sér börn fengu mánaðarlegar greiðslur frá yfirvöldum fyrir það að sinna börnunum. Er talið að á meðal fósturforeldaranna hafi verið mikilsvirtir fræðimenn í Þýskalandi en engin nöfn hafa verið nefnd í því samhengi. Fjögur ár eru frá því að fyrsta skýrsla um þetta verkefni yfirvalda leit dagsins ljós og var hún unnin af háskólanum í Göttingen. Voru yfirvöld í Berlín sökuð um takmarkaðan áhuga á málinu og að ekki væri mikill vilji til þess að komast að sannleikanum. Þau hafa þó lýst því yfir að málið verði rannsakað og frekara ljósi varpað á það sem átti sér stað á þessu þrjátíu ára tímabili.
Þýskaland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira