Hetjurnar þjálfuðu unga iðkendur: „Hefði sjálfur viljað eiga kost á svona“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 10:00 Það var svo sannarlega létt yfir Aroni Pálmarssyni og Bjarka Má Elíssyni sem jusu úr viskubrunni sínum fyrir unga iðkendur í Kaíró-skólanum. mynd/stöð 2 „Þetta eru svona mini-landsliðsbúðir,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem stóð fyrir handboltaskóla í Vestmannaeyjum í vikunni. Stórskemmtilegt innslag um skólann má sjá hér neðst í greininni. Um er að ræða þriggja daga skóla þar sem ungir og efnilegir iðkendur fengu að upplifa það að æfa eins og atvinnumenn. „Kaíró-skólinn“ er prufuverkefni Kára Kristjáns og með honum var þjálfari hollenska landsliðsins og ÍBV, Erlingur Richardsson. Þátttakendur voru á aldrinum 15-17 ára en í þjálfarateyminu voru einnig landsliðsmennirnir í handbolta; Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, og fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. „Þeir eru frábærir á vellinum en vonlausir þjálfarar… nei, þeir eru geggjaðir. Þetta er búið að vera frábært, og þvílíkt „kudos“ á þá að hafa komið. Maður finnur að þeir njóta þess að gefa af sér og það er frábært fyrir krakkana að fá að vera með þessum hetjum, því þetta eru svo sannarlega hetjur,“ segir Kári léttur í bragði við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Tveir af bestu leikmönnum sögunnar og Aron Guðjón Valur hefur ákveðið að snúa sér að þjálfun eftir langan og afar farsælan feril sem leikmaður, og snerist ekki hugur eftir „fyrstu skrefin“ í þjálfun: „Jaaá, ég er alla vega ekki enn hættur við. Þetta kemur held ég. Nei, nei, ég hlakka mikið til og það er gaman að hafa fengið að koma hérna og prufa svolítið. Krakkarnir eru æðislegir, hafa mikinn áhuga og virðast hafa gaman af. Þetta er búið að heppnast mjög vel og er vonandi komið til að vera.“ „Þetta eru bara flottir krakkar og þetta var skemmtilegra en ég þorði að vona,“ sagði Aron, og Bjarki félagi hans, markakóngur í þýsku 1. deildinni, tók undir: „Þeir eru efnilegir margir hverjir og eiga framtíðina fyrir sér. Maður hefði sjálfur viljað eiga kost á svona. Hér eru kannski tveir af bestu handboltamönnum sögunnar og svo ertu líka með Aron Pálmarsson,“ grínaðist Bjarki, og ljóst að stjörnurnar nutu sín í botn með hinum efnilegu handboltakrökkum. Klippa: Sportpakkinn - Stjörnur stýrðu handboltaskóla í Eyjum Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira
„Þetta eru svona mini-landsliðsbúðir,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem stóð fyrir handboltaskóla í Vestmannaeyjum í vikunni. Stórskemmtilegt innslag um skólann má sjá hér neðst í greininni. Um er að ræða þriggja daga skóla þar sem ungir og efnilegir iðkendur fengu að upplifa það að æfa eins og atvinnumenn. „Kaíró-skólinn“ er prufuverkefni Kára Kristjáns og með honum var þjálfari hollenska landsliðsins og ÍBV, Erlingur Richardsson. Þátttakendur voru á aldrinum 15-17 ára en í þjálfarateyminu voru einnig landsliðsmennirnir í handbolta; Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, og fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. „Þeir eru frábærir á vellinum en vonlausir þjálfarar… nei, þeir eru geggjaðir. Þetta er búið að vera frábært, og þvílíkt „kudos“ á þá að hafa komið. Maður finnur að þeir njóta þess að gefa af sér og það er frábært fyrir krakkana að fá að vera með þessum hetjum, því þetta eru svo sannarlega hetjur,“ segir Kári léttur í bragði við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Tveir af bestu leikmönnum sögunnar og Aron Guðjón Valur hefur ákveðið að snúa sér að þjálfun eftir langan og afar farsælan feril sem leikmaður, og snerist ekki hugur eftir „fyrstu skrefin“ í þjálfun: „Jaaá, ég er alla vega ekki enn hættur við. Þetta kemur held ég. Nei, nei, ég hlakka mikið til og það er gaman að hafa fengið að koma hérna og prufa svolítið. Krakkarnir eru æðislegir, hafa mikinn áhuga og virðast hafa gaman af. Þetta er búið að heppnast mjög vel og er vonandi komið til að vera.“ „Þetta eru bara flottir krakkar og þetta var skemmtilegra en ég þorði að vona,“ sagði Aron, og Bjarki félagi hans, markakóngur í þýsku 1. deildinni, tók undir: „Þeir eru efnilegir margir hverjir og eiga framtíðina fyrir sér. Maður hefði sjálfur viljað eiga kost á svona. Hér eru kannski tveir af bestu handboltamönnum sögunnar og svo ertu líka með Aron Pálmarsson,“ grínaðist Bjarki, og ljóst að stjörnurnar nutu sín í botn með hinum efnilegu handboltakrökkum. Klippa: Sportpakkinn - Stjörnur stýrðu handboltaskóla í Eyjum
Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira