Hetjurnar þjálfuðu unga iðkendur: „Hefði sjálfur viljað eiga kost á svona“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 10:00 Það var svo sannarlega létt yfir Aroni Pálmarssyni og Bjarka Má Elíssyni sem jusu úr viskubrunni sínum fyrir unga iðkendur í Kaíró-skólanum. mynd/stöð 2 „Þetta eru svona mini-landsliðsbúðir,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem stóð fyrir handboltaskóla í Vestmannaeyjum í vikunni. Stórskemmtilegt innslag um skólann má sjá hér neðst í greininni. Um er að ræða þriggja daga skóla þar sem ungir og efnilegir iðkendur fengu að upplifa það að æfa eins og atvinnumenn. „Kaíró-skólinn“ er prufuverkefni Kára Kristjáns og með honum var þjálfari hollenska landsliðsins og ÍBV, Erlingur Richardsson. Þátttakendur voru á aldrinum 15-17 ára en í þjálfarateyminu voru einnig landsliðsmennirnir í handbolta; Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, og fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. „Þeir eru frábærir á vellinum en vonlausir þjálfarar… nei, þeir eru geggjaðir. Þetta er búið að vera frábært, og þvílíkt „kudos“ á þá að hafa komið. Maður finnur að þeir njóta þess að gefa af sér og það er frábært fyrir krakkana að fá að vera með þessum hetjum, því þetta eru svo sannarlega hetjur,“ segir Kári léttur í bragði við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Tveir af bestu leikmönnum sögunnar og Aron Guðjón Valur hefur ákveðið að snúa sér að þjálfun eftir langan og afar farsælan feril sem leikmaður, og snerist ekki hugur eftir „fyrstu skrefin“ í þjálfun: „Jaaá, ég er alla vega ekki enn hættur við. Þetta kemur held ég. Nei, nei, ég hlakka mikið til og það er gaman að hafa fengið að koma hérna og prufa svolítið. Krakkarnir eru æðislegir, hafa mikinn áhuga og virðast hafa gaman af. Þetta er búið að heppnast mjög vel og er vonandi komið til að vera.“ „Þetta eru bara flottir krakkar og þetta var skemmtilegra en ég þorði að vona,“ sagði Aron, og Bjarki félagi hans, markakóngur í þýsku 1. deildinni, tók undir: „Þeir eru efnilegir margir hverjir og eiga framtíðina fyrir sér. Maður hefði sjálfur viljað eiga kost á svona. Hér eru kannski tveir af bestu handboltamönnum sögunnar og svo ertu líka með Aron Pálmarsson,“ grínaðist Bjarki, og ljóst að stjörnurnar nutu sín í botn með hinum efnilegu handboltakrökkum. Klippa: Sportpakkinn - Stjörnur stýrðu handboltaskóla í Eyjum Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
„Þetta eru svona mini-landsliðsbúðir,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem stóð fyrir handboltaskóla í Vestmannaeyjum í vikunni. Stórskemmtilegt innslag um skólann má sjá hér neðst í greininni. Um er að ræða þriggja daga skóla þar sem ungir og efnilegir iðkendur fengu að upplifa það að æfa eins og atvinnumenn. „Kaíró-skólinn“ er prufuverkefni Kára Kristjáns og með honum var þjálfari hollenska landsliðsins og ÍBV, Erlingur Richardsson. Þátttakendur voru á aldrinum 15-17 ára en í þjálfarateyminu voru einnig landsliðsmennirnir í handbolta; Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, og fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. „Þeir eru frábærir á vellinum en vonlausir þjálfarar… nei, þeir eru geggjaðir. Þetta er búið að vera frábært, og þvílíkt „kudos“ á þá að hafa komið. Maður finnur að þeir njóta þess að gefa af sér og það er frábært fyrir krakkana að fá að vera með þessum hetjum, því þetta eru svo sannarlega hetjur,“ segir Kári léttur í bragði við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Tveir af bestu leikmönnum sögunnar og Aron Guðjón Valur hefur ákveðið að snúa sér að þjálfun eftir langan og afar farsælan feril sem leikmaður, og snerist ekki hugur eftir „fyrstu skrefin“ í þjálfun: „Jaaá, ég er alla vega ekki enn hættur við. Þetta kemur held ég. Nei, nei, ég hlakka mikið til og það er gaman að hafa fengið að koma hérna og prufa svolítið. Krakkarnir eru æðislegir, hafa mikinn áhuga og virðast hafa gaman af. Þetta er búið að heppnast mjög vel og er vonandi komið til að vera.“ „Þetta eru bara flottir krakkar og þetta var skemmtilegra en ég þorði að vona,“ sagði Aron, og Bjarki félagi hans, markakóngur í þýsku 1. deildinni, tók undir: „Þeir eru efnilegir margir hverjir og eiga framtíðina fyrir sér. Maður hefði sjálfur viljað eiga kost á svona. Hér eru kannski tveir af bestu handboltamönnum sögunnar og svo ertu líka með Aron Pálmarsson,“ grínaðist Bjarki, og ljóst að stjörnurnar nutu sín í botn með hinum efnilegu handboltakrökkum. Klippa: Sportpakkinn - Stjörnur stýrðu handboltaskóla í Eyjum
Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira