Rúnar eftir tap Íslandsmeistaranna gegn HK: Þeir hentu sér fyrir allt og fórnuðu lífi sínu í þetta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2020 20:57 Rúnar var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld en hrósaði HK fyrir góðan leik. Vísir Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var eðlilega ekki sáttur með leik sinna manna sem töpuðu 0-3 á heimavelli fyrir HK í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Hann hrósaði þó gestunum fyrir frábæran leik og sagði sigur þeirra verðskuldaðan. „Mjög margt sem fer úrskeiðis. Við spilum ekki alveg nægilega hraðan leik í fyrri hálfleik og ég vonaðist til að við kæmust inn í hálfleikinn í 0-0. Þeir skora svo nánast á síðustu mínútunni sem er ekki góð staða því HK er vel skipulagt lið með mikinn hraða og góðar skyndisóknir. Þeir verjast vel, það er erfitt að brjóta þá á bak aftur og okkur tókst það ekki í dag,“ sagði Rúnar um hvað hefði farið úrskeiðir hjá KR í dag. Hann hélt svo áfram. „Þeir hentu sér fyrir allt, fórnuðu lífi sínu í þetta, vörðust vel og gerðu okkur mjög erfitt fyrir. Nýttu sín tækifæri og unnu þennan leik sanngjarnt.“ „Nei nei ekkert sérstakt. Við þurfum að vera flinkari að leysa þessar stöður sem við fáum í fyrri hálfleik. Við finnum ekki réttu sendinguna, finnum ekki réttu fyrirgjafirnar og klárum ekki færin sem við fáum. Eins og ég sagði þá hentu þeir sér fyrir alla bolta, bjarga á línu og svo fáum við eitt í andlitið rétt fyrir hálfleik sem er ekki gott því þá geta þeir farið aðeins meira í skotgrafirnar og varið sitt mark. Tala nú ekki um þegar þeir komast í sínar skyndisóknir sem þeir eru mjög góðir í,“ sagði Rúnar aðspurður út í hvað veldur að HK hafi nú skorað níu mörk í þremur leikjum gegn KR. Þá verður undirritaður að viðurkenna að hann gleymdi alveg hver síðasta spurningin átti að vera og úr varð styttra viðtal en ella. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 20:45 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var eðlilega ekki sáttur með leik sinna manna sem töpuðu 0-3 á heimavelli fyrir HK í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Hann hrósaði þó gestunum fyrir frábæran leik og sagði sigur þeirra verðskuldaðan. „Mjög margt sem fer úrskeiðis. Við spilum ekki alveg nægilega hraðan leik í fyrri hálfleik og ég vonaðist til að við kæmust inn í hálfleikinn í 0-0. Þeir skora svo nánast á síðustu mínútunni sem er ekki góð staða því HK er vel skipulagt lið með mikinn hraða og góðar skyndisóknir. Þeir verjast vel, það er erfitt að brjóta þá á bak aftur og okkur tókst það ekki í dag,“ sagði Rúnar um hvað hefði farið úrskeiðir hjá KR í dag. Hann hélt svo áfram. „Þeir hentu sér fyrir allt, fórnuðu lífi sínu í þetta, vörðust vel og gerðu okkur mjög erfitt fyrir. Nýttu sín tækifæri og unnu þennan leik sanngjarnt.“ „Nei nei ekkert sérstakt. Við þurfum að vera flinkari að leysa þessar stöður sem við fáum í fyrri hálfleik. Við finnum ekki réttu sendinguna, finnum ekki réttu fyrirgjafirnar og klárum ekki færin sem við fáum. Eins og ég sagði þá hentu þeir sér fyrir alla bolta, bjarga á línu og svo fáum við eitt í andlitið rétt fyrir hálfleik sem er ekki gott því þá geta þeir farið aðeins meira í skotgrafirnar og varið sitt mark. Tala nú ekki um þegar þeir komast í sínar skyndisóknir sem þeir eru mjög góðir í,“ sagði Rúnar aðspurður út í hvað veldur að HK hafi nú skorað níu mörk í þremur leikjum gegn KR. Þá verður undirritaður að viðurkenna að hann gleymdi alveg hver síðasta spurningin átti að vera og úr varð styttra viðtal en ella.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 20:45 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30
Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 20:45