Hagsmunir lögreglunnar fólgnir í trausti almennings Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 14:00 Sigríður Bjök Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikilvægt að lögreglan breyti sambandi sínu við almenning til að hægt sé að veita sem besta þjónustu. Viðhorf lögreglunnar til almennings hafi breyst töluvert frá því hún hóf störf sem lögreglustjóri á Ísafirði árið 2002 og þróunin sé stöðugt að breytast í rétta átt. „Við erum stuðningur við lögregluna í landinu, við erum stuðningur við vettvanginn en á sama tíma þurfum við líka að passa að miðla upplýsingum, vera til staðar,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir einnig mikilvægt að samband lögreglunnar við fjölmiðla sé gott til að almenningur fái sem skýrasta mynd af því sem sé í gangi. „Það er mikill áhugi á lögreglunni, þingið er að spyrja og mikill áhugi frá fréttamönnum og svo framvegis. Það tók mig smá tíma að átta mig á því að við erum að þjóna nákvæmlega sama hópi. Ef við eigum ekki gott samband við fjölmiðla þá eru fjölmiðlar ekki með rétta mynd til að sýna fólkinu og þetta er sama fólkið og við erum að þjóna.“ Sigríður segir mikilvægt að tekið sé mið af tækniþróun og að lögregluembættið nýti sér nýstárlegri leiðir til að miðla upplýsingum til almennings. Upplýsingamiðlun hafi færst mikið til á síðustu árum og gera þurfi meira í því að ná til yngra fólks sem notar breyttar leiðir til samskipta. Sigríður fór í nám fyrir nokkrum árum og segir hún það hafa kennt sér margt. „Það sem ég áttaði mig ekki á þegar ég fór í þetta nám var að þetta var miklu meira, það var þessi breyting á samfélaginu. Að búa til platform fyrir þjónustu lögreglunnar og reyna að horfa á okkar vörur, við erum að veita þjónustu og erum að skila af okkur vörum, greiningar eru vörur, tölfræði er vörur, þetta verður að vera eitthvað sem fólkið vill fá.“ „Svo að þetta sé ekki þetta sem var þegar ég byrjaði, að okkar kúnni var glæpamaður. En það er alls ekki þannig, því hann á fjölskyldu, það eru þolendur, það eru fjárhagslegar afleiðingar og það eru samfélagslegar afleiðingar. Ólíkt fyrirtækjum á markaði þá eru okkar hagsmunir traustið. Ef að traustið er til staðar á milli okkar og borgaranna, þeirra sem við þjónum, þá erum við að fá betri upplýsingar. Fólk þorir að leita til okkar, við erum að fá heilbrigðara samband,“ segir Sigríður. „Það versta sem gerist er þegar fólk kærir ekki og hefur ekki samband við lögreglu þegar það þarf á því að halda því traustið er ekki til staðar. Það er það sem við erum alltaf að vinna með,“ segir Sigríður. „Við eigum ekki að veita þjónustu eins og við teljum að við eigum að veita hana heldur eins og fólk vill að hún sé veitt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Lögreglan Sprengisandur Tengdar fréttir Sprengisandur: Ríkislögreglustjóri, breytingar á stjórnarskrá og kynþáttamál á Íslandi Halldór Friðrik Þorsteinsson stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðunum verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10 21. júní 2020 09:37 Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. 18. júní 2020 19:27 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikilvægt að lögreglan breyti sambandi sínu við almenning til að hægt sé að veita sem besta þjónustu. Viðhorf lögreglunnar til almennings hafi breyst töluvert frá því hún hóf störf sem lögreglustjóri á Ísafirði árið 2002 og þróunin sé stöðugt að breytast í rétta átt. „Við erum stuðningur við lögregluna í landinu, við erum stuðningur við vettvanginn en á sama tíma þurfum við líka að passa að miðla upplýsingum, vera til staðar,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir einnig mikilvægt að samband lögreglunnar við fjölmiðla sé gott til að almenningur fái sem skýrasta mynd af því sem sé í gangi. „Það er mikill áhugi á lögreglunni, þingið er að spyrja og mikill áhugi frá fréttamönnum og svo framvegis. Það tók mig smá tíma að átta mig á því að við erum að þjóna nákvæmlega sama hópi. Ef við eigum ekki gott samband við fjölmiðla þá eru fjölmiðlar ekki með rétta mynd til að sýna fólkinu og þetta er sama fólkið og við erum að þjóna.“ Sigríður segir mikilvægt að tekið sé mið af tækniþróun og að lögregluembættið nýti sér nýstárlegri leiðir til að miðla upplýsingum til almennings. Upplýsingamiðlun hafi færst mikið til á síðustu árum og gera þurfi meira í því að ná til yngra fólks sem notar breyttar leiðir til samskipta. Sigríður fór í nám fyrir nokkrum árum og segir hún það hafa kennt sér margt. „Það sem ég áttaði mig ekki á þegar ég fór í þetta nám var að þetta var miklu meira, það var þessi breyting á samfélaginu. Að búa til platform fyrir þjónustu lögreglunnar og reyna að horfa á okkar vörur, við erum að veita þjónustu og erum að skila af okkur vörum, greiningar eru vörur, tölfræði er vörur, þetta verður að vera eitthvað sem fólkið vill fá.“ „Svo að þetta sé ekki þetta sem var þegar ég byrjaði, að okkar kúnni var glæpamaður. En það er alls ekki þannig, því hann á fjölskyldu, það eru þolendur, það eru fjárhagslegar afleiðingar og það eru samfélagslegar afleiðingar. Ólíkt fyrirtækjum á markaði þá eru okkar hagsmunir traustið. Ef að traustið er til staðar á milli okkar og borgaranna, þeirra sem við þjónum, þá erum við að fá betri upplýsingar. Fólk þorir að leita til okkar, við erum að fá heilbrigðara samband,“ segir Sigríður. „Það versta sem gerist er þegar fólk kærir ekki og hefur ekki samband við lögreglu þegar það þarf á því að halda því traustið er ekki til staðar. Það er það sem við erum alltaf að vinna með,“ segir Sigríður. „Við eigum ekki að veita þjónustu eins og við teljum að við eigum að veita hana heldur eins og fólk vill að hún sé veitt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Lögreglan Sprengisandur Tengdar fréttir Sprengisandur: Ríkislögreglustjóri, breytingar á stjórnarskrá og kynþáttamál á Íslandi Halldór Friðrik Þorsteinsson stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðunum verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10 21. júní 2020 09:37 Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. 18. júní 2020 19:27 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Sprengisandur: Ríkislögreglustjóri, breytingar á stjórnarskrá og kynþáttamál á Íslandi Halldór Friðrik Þorsteinsson stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðunum verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10 21. júní 2020 09:37
Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. 18. júní 2020 19:27
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent