Ótrúlegir yfirburðir City: Ederson ekki fengið á sig skot síðan í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 17:00 Ederson hefur verið hálfgerður áhorfandi í síðustu leikjum Manchester City liðsins enda hefur ekkert verið að gera hjá honum. Getty/Matt McNulty Manchester City hefur leikið sér af andstæðingum sínum í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir kórónuveirufaraldurinn og yfirburðirnir eru slíkir að það er hreinlega ekkert að gera hjá einum leikmanni liðsins. Brasilíska markverðinum Ederson hlýtur að hafa leiðst í þessum tveimur leikjum á móti Arsenal og Burnley því slíkir voru yfirburðir Manchester City liðsins. Það var ekki aðeins sú staðreynd að City menn skoruðu átta mörk í leikjunum tveimur og sköpuðu sér fjölda annarra marktækifæra heldur einnig það að mótherjarnir gerðu ekkert á móti. Manchester City have played 180 minutes of Premier League football since the restart.They've scored eight goals and not faced a single shot on target. ?? pic.twitter.com/IPte9X8YMF— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Ederson fékk ekki á sig eitt skot þessar 180 mínútur. Á móti áttu leikmenn Manchester City 36 skot þar af 19 þeirra á markið. Leikirnir fóru vissulega báðir fram á heimavelli Manchester City en þaðan koma fá lið með eitthvað til baka. Heimaleikirnir hjá Manchester City hafa líka ekki reynt mikið á Ederson að undanförnu. Í raun hefur hann ekki fengið á sig skot á heimavelli síðan í janúar síðastliðnum. Leikmenn Burnley, Arsenal og West Ham náðu ekki skoti á mark í þessum þremur síðustu leikjum og alls aðeins sex skotum samanlagt á 270 mínútum. The last shot on target Ederson faced at home in the Premier League was in against Crystal Palace... in January.He's played 301 minutes since an opponent forced him to *try* and make a save at the Etihad. ?? pic.twitter.com/jmkPBobIfN— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Sá síðasti til að ógna Ederson eitthvað var leikmaður hjá Crystal Palace í 2-2 jafntefli liðanna 18. janúar síðastliðinn. Síðasta skotið á mark var jöfnunarmark Palace í leiknum en það kom á lokamínútunni. Það skot kom reyndar frá Fernandinho, leikmanni Manchester City, og var því sjálfsmark. Crystal Palace náði reyndar fjórum skotum á marki í leiknum og sá síðasti úr þeirra liði til að láta reyna á Ederson var Wilfried Zaha á 59. mínútu. Ederson varði það skot auðveldlega. Síðan er liðin 301 mínúta. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Manchester City hefur leikið sér af andstæðingum sínum í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir kórónuveirufaraldurinn og yfirburðirnir eru slíkir að það er hreinlega ekkert að gera hjá einum leikmanni liðsins. Brasilíska markverðinum Ederson hlýtur að hafa leiðst í þessum tveimur leikjum á móti Arsenal og Burnley því slíkir voru yfirburðir Manchester City liðsins. Það var ekki aðeins sú staðreynd að City menn skoruðu átta mörk í leikjunum tveimur og sköpuðu sér fjölda annarra marktækifæra heldur einnig það að mótherjarnir gerðu ekkert á móti. Manchester City have played 180 minutes of Premier League football since the restart.They've scored eight goals and not faced a single shot on target. ?? pic.twitter.com/IPte9X8YMF— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Ederson fékk ekki á sig eitt skot þessar 180 mínútur. Á móti áttu leikmenn Manchester City 36 skot þar af 19 þeirra á markið. Leikirnir fóru vissulega báðir fram á heimavelli Manchester City en þaðan koma fá lið með eitthvað til baka. Heimaleikirnir hjá Manchester City hafa líka ekki reynt mikið á Ederson að undanförnu. Í raun hefur hann ekki fengið á sig skot á heimavelli síðan í janúar síðastliðnum. Leikmenn Burnley, Arsenal og West Ham náðu ekki skoti á mark í þessum þremur síðustu leikjum og alls aðeins sex skotum samanlagt á 270 mínútum. The last shot on target Ederson faced at home in the Premier League was in against Crystal Palace... in January.He's played 301 minutes since an opponent forced him to *try* and make a save at the Etihad. ?? pic.twitter.com/jmkPBobIfN— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Sá síðasti til að ógna Ederson eitthvað var leikmaður hjá Crystal Palace í 2-2 jafntefli liðanna 18. janúar síðastliðinn. Síðasta skotið á mark var jöfnunarmark Palace í leiknum en það kom á lokamínútunni. Það skot kom reyndar frá Fernandinho, leikmanni Manchester City, og var því sjálfsmark. Crystal Palace náði reyndar fjórum skotum á marki í leiknum og sá síðasti úr þeirra liði til að láta reyna á Ederson var Wilfried Zaha á 59. mínútu. Ederson varði það skot auðveldlega. Síðan er liðin 301 mínúta.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira