Kjósum Guðna Eiríkur Hjálmarsson skrifar 23. júní 2020 14:00 Sú tilfinning er góð að þegar líður að hádegi á nýársdag viti maður að upp úr hádeginu birtist á sjónvarpsskjánum manneskja sem eigi eftir að bregða upp svipmyndum úr þjóðlífinu frá sjónarhorni sem fengur er að. Þegar forsetum lýðveldisins hefur tekist best upp hefur manni fundist sú birta sem þau hafa varpað á viðfangsefnin í lífi lands og þjóðar vera svo sjálfsögð að þó það hafi ekki blasað við manni áður verður það manns eigið þaðan í frá. Þetta hefur nokkrum forsetum lýðveldisins tekist og þetta liggur einkar vel fyrir Guðna Th. Jóhannessyni. Þennan kost hans held ég megi rekja til yfirgripsmikillar þekkingar hans en ekki síður til auðmjúkrar afstöðu hans til hennar. Hann sýnir þá forvitni um hagi okkar og hugmyndir að þar hlýtur að búa að baki sú vissa að hann sé enn að læra. Þannig leiðir hann vangaveltur okkar um hvað sé farsælt og hvað geti síður verið til farsældar fallið. Það er verðmætt að þjóðin geti átt slík innihaldsrík samtöl samhliða eðlilegum ágreiningi um málefni dagsins. Það verðmæti held ég sé að birtast okkur í viðureigninni við yfirstandandi heimsfaraldur. Við höfum skipst á skoðunum um hvað sé farsælast í baráttunni við veiruna, þar sem stjórnvöld hafa viðurkennt að vita hugsanlega ekki allt best, en sýnum svo nauðsynlega samstöðu í daglegri hegðun okkar þannig að framúrskarandi árangur hefur náðst. Mér finnst þessi nálgun vera í samræmi við þann hógværa tón sem Guðni sló svo fersklega þegar hann gaf blessunarlega kost á sér fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum. Sumstaðar í veröldinni eru þjóðarleiðtogar þannig innréttaðir að viðhorf þeirra og framganga stendur í vegi fyrir árangri í mikilvægum málum þjóðanna. Sú er ekki raunin hér. Á Íslandi hefur Guðni forseti aukið við félagsauðinn en ekki dregið úr honum. Ein birtingarmynd þess sem í þjóðinni býr, hvað hún er fær um og hvað hún kann að meta, er kosningaþátttaka. Hver sem hin formlegu völd þjóðaleiðtoga eru, þá hafa þeir oftast talsverð áhrif. Þess vegna eru forsetakosningar mikilvægar til að sýna hvort við látum okkur í raun einhverju varða í hvaða átt samfélagið okkar þróast. Á laugardaginn er boltinn hjá okkur. Ég ætla að kjósa Guðna. Höfundur er sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Sú tilfinning er góð að þegar líður að hádegi á nýársdag viti maður að upp úr hádeginu birtist á sjónvarpsskjánum manneskja sem eigi eftir að bregða upp svipmyndum úr þjóðlífinu frá sjónarhorni sem fengur er að. Þegar forsetum lýðveldisins hefur tekist best upp hefur manni fundist sú birta sem þau hafa varpað á viðfangsefnin í lífi lands og þjóðar vera svo sjálfsögð að þó það hafi ekki blasað við manni áður verður það manns eigið þaðan í frá. Þetta hefur nokkrum forsetum lýðveldisins tekist og þetta liggur einkar vel fyrir Guðna Th. Jóhannessyni. Þennan kost hans held ég megi rekja til yfirgripsmikillar þekkingar hans en ekki síður til auðmjúkrar afstöðu hans til hennar. Hann sýnir þá forvitni um hagi okkar og hugmyndir að þar hlýtur að búa að baki sú vissa að hann sé enn að læra. Þannig leiðir hann vangaveltur okkar um hvað sé farsælt og hvað geti síður verið til farsældar fallið. Það er verðmætt að þjóðin geti átt slík innihaldsrík samtöl samhliða eðlilegum ágreiningi um málefni dagsins. Það verðmæti held ég sé að birtast okkur í viðureigninni við yfirstandandi heimsfaraldur. Við höfum skipst á skoðunum um hvað sé farsælast í baráttunni við veiruna, þar sem stjórnvöld hafa viðurkennt að vita hugsanlega ekki allt best, en sýnum svo nauðsynlega samstöðu í daglegri hegðun okkar þannig að framúrskarandi árangur hefur náðst. Mér finnst þessi nálgun vera í samræmi við þann hógværa tón sem Guðni sló svo fersklega þegar hann gaf blessunarlega kost á sér fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum. Sumstaðar í veröldinni eru þjóðarleiðtogar þannig innréttaðir að viðhorf þeirra og framganga stendur í vegi fyrir árangri í mikilvægum málum þjóðanna. Sú er ekki raunin hér. Á Íslandi hefur Guðni forseti aukið við félagsauðinn en ekki dregið úr honum. Ein birtingarmynd þess sem í þjóðinni býr, hvað hún er fær um og hvað hún kann að meta, er kosningaþátttaka. Hver sem hin formlegu völd þjóðaleiðtoga eru, þá hafa þeir oftast talsverð áhrif. Þess vegna eru forsetakosningar mikilvægar til að sýna hvort við látum okkur í raun einhverju varða í hvaða átt samfélagið okkar þróast. Á laugardaginn er boltinn hjá okkur. Ég ætla að kjósa Guðna. Höfundur er sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá OR.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar