Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 Sports í dag. Íslenski fótboltinn er farinn að rúlla eins og margar aðrar deildir eftir rúmt þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar.
Á Stöð 2 Sport verða tveir leikir í Mjólkurbikar karla í beinni útsendingu. Við sýnum frá heimsókn Lengjudeildarliði Leiknis Reykjavíkur til Akureyrar þar sem þeir mæta KA. Þá mæta Leiknir frá Fáskrúðsfirði á höfuðborgarsvæðið en þeir heimsækja Stjörnuna í Garðabæ.
Fyrri leikurinn hefst klukkan 17:50 og sá síðari 20:05.
Stöð 2 Sport
Á Stöð 2 Sport 2 eru einnig tvær beinar útsendingar. Inter Milan fær Sassuolo í heimsókn í ítölsku úrvalsdeildinni og Real Madrid fær Mallorca í heimsókn í þeirri spænsku. Real þarf á sigri að halda í baráttunni um spænska meistaratitilinn.
Lazio er fjórum stigum á eftir Juventus sem situr á toppi ítölsku deildarinnar og getur þar af minnkað muninn í eitt stig með sigri í kvöld. Atalanta - sem eru af mörgum taldir eitt skemmtilegasta lið Evrópu - vilja bæta við stigum til að tryggja Meistaradeildarsætið.
Stöð 2 Sport 3
Á Stöð 2 Sport 3 verður beint útsending frá leik Atalanta og Lazio en þar mætast spútniklið ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Stöð 2 E-Sports
Bein útsending frá heimsmetstilraun í COD Warzone. Þar mæta bestu spilarar landsins í Call of Duty: Warzone og taka höndum saman til að bæta heimsmet í einum stærsta tölvuleik heims.
Golfstöðin
Við fáum nýtt efni í golfinu en sýnt verður frá lokadegi RBC Heritage-mótinu sem lauk nýverið.