Þetta vitum við um nýja kónginn af CrossFit Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júní 2020 10:00 Eric Roza í ræktinni. Að sjálfsögðu CrossFit. vísir/getty Greg Glassmann tilkynnti í gær að hann hafði selt CrossFit-samtökin til manns að nafni Eric Roza. En hver er þessi Eric Roza? Vísir kynnti sér þennan viðskiptamann enn frekar. Það hefur mikið gustað um CrossFit-samtökin að undanförnu eftir ummæli Glassmann eftir dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Íþróttafólk hefur hvert á fætur öðru lýst yfir áhyggjum af stjórnuninni og margir þeirra höfðu hætt við að keppa á heimsleikunum. Þá kom Eric Roza til sögunnar en hann var lítt þekktur áður en hann lét til skara skríða í gær. Hann er viðskiptamaður sem í gegnum tíðina hefur gengið ansi vel með þær viðskiptahugmyndir sem hann hefur fengið. Hefur hann hæfileikana til að stýra þessum risa samtökum? Mun hann hafa einhver áhrif á allt það sem hefur gengið á? Þessum spurningum er ósvarað en Vísir tók saman nokkrar staðreyndir um þennan nýja kóng af CrossFit. Staðreyndir um Eric Roza: 1. Roza var framkvæmdastjóri Datalogix, fyrirtæki sem var árið 2015 metið á 1,2 billjónir punda. Eric breytti Datalogix svo um munaði. Hann breytti því úr greiningarfyrirtæki í stærsta stafræna auglýsingafyrirtækið. 2. Hann er fyrrum CrossFit-ari og er eigandi og stofnaði CrossFit Sanitas sem er staðsett í Colorado í Bandaríkjunum. Ræktarsalurinn hefur oftar en einu sinni verið nefndur sem einn af fimm stærstu CrossFit í heiminum. 3. Hann er formaður TrueCoach sem er stafrænt form fyrir einkaþjálfun. 4. Hann er virkur viðskiptamaður og útskrifaðist frá University of Michigan. Hann náði sér einnig í gráðu frá Stanford háskólanum. 5. Hann var varaformaður og framkvæmdastjóri Oracle Data Cloud og var valinn af Ernst & Young frumkvöðull ársins 2014 í Klettafjallahéraði. 6. Honum er lýst sem manneskju sem hefur mikinn áhuga á gögnum, greiningu, hugbúnaði og viðskiptum. Hann einbeitir sér mikið að andlegri heilsu, gleði og árangri. Í frítíma sínum fer hann á skíði, ferðast eða hjálpar nýjum sem gömlum vinum í að líða betur. Hann hefur einnig komið fram í hljómsveitinni The House Cats þar sem hann syngur, semur lög og spilar á gítar. 7. Hann hefur hlaupið 5 kílómetra á 19:55, á best tæp 109 kíló í „clean og jerk“ og rúmlega 86 kíló í „snatchi.“ Greinin er unnin upp úr frétt Hugo Cross. CrossFit Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Greg Glassmann tilkynnti í gær að hann hafði selt CrossFit-samtökin til manns að nafni Eric Roza. En hver er þessi Eric Roza? Vísir kynnti sér þennan viðskiptamann enn frekar. Það hefur mikið gustað um CrossFit-samtökin að undanförnu eftir ummæli Glassmann eftir dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Íþróttafólk hefur hvert á fætur öðru lýst yfir áhyggjum af stjórnuninni og margir þeirra höfðu hætt við að keppa á heimsleikunum. Þá kom Eric Roza til sögunnar en hann var lítt þekktur áður en hann lét til skara skríða í gær. Hann er viðskiptamaður sem í gegnum tíðina hefur gengið ansi vel með þær viðskiptahugmyndir sem hann hefur fengið. Hefur hann hæfileikana til að stýra þessum risa samtökum? Mun hann hafa einhver áhrif á allt það sem hefur gengið á? Þessum spurningum er ósvarað en Vísir tók saman nokkrar staðreyndir um þennan nýja kóng af CrossFit. Staðreyndir um Eric Roza: 1. Roza var framkvæmdastjóri Datalogix, fyrirtæki sem var árið 2015 metið á 1,2 billjónir punda. Eric breytti Datalogix svo um munaði. Hann breytti því úr greiningarfyrirtæki í stærsta stafræna auglýsingafyrirtækið. 2. Hann er fyrrum CrossFit-ari og er eigandi og stofnaði CrossFit Sanitas sem er staðsett í Colorado í Bandaríkjunum. Ræktarsalurinn hefur oftar en einu sinni verið nefndur sem einn af fimm stærstu CrossFit í heiminum. 3. Hann er formaður TrueCoach sem er stafrænt form fyrir einkaþjálfun. 4. Hann er virkur viðskiptamaður og útskrifaðist frá University of Michigan. Hann náði sér einnig í gráðu frá Stanford háskólanum. 5. Hann var varaformaður og framkvæmdastjóri Oracle Data Cloud og var valinn af Ernst & Young frumkvöðull ársins 2014 í Klettafjallahéraði. 6. Honum er lýst sem manneskju sem hefur mikinn áhuga á gögnum, greiningu, hugbúnaði og viðskiptum. Hann einbeitir sér mikið að andlegri heilsu, gleði og árangri. Í frítíma sínum fer hann á skíði, ferðast eða hjálpar nýjum sem gömlum vinum í að líða betur. Hann hefur einnig komið fram í hljómsveitinni The House Cats þar sem hann syngur, semur lög og spilar á gítar. 7. Hann hefur hlaupið 5 kílómetra á 19:55, á best tæp 109 kíló í „clean og jerk“ og rúmlega 86 kíló í „snatchi.“ Greinin er unnin upp úr frétt Hugo Cross.
CrossFit Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira