„Verulegur skortur“ á formfestu og utanumhaldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2020 13:47 Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma. Vísir/vilhelm Verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan Upphafs fasteignafélags, sem er að fullu í eigu fjárfestingasjóðsins Gamma: Novus. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðu endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og félagsins. Þá hafa stjórnendur Gamma tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gamma. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því í mars síðastliðnum að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Í tilkynningu sem send var út í dag segir að stjórnendur GAMMA hafi í dag haldið fund með eigendum hlutdeildarskírteina í Gamma: Novus, þar sem kynnt var úttekt sérfræðinga Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og Upphafs fasteignafélags á árunum 2013-2019. „Tilefni úttektarinnar var að síðastliðið haust kom í ljós, við skoðun nýs teymis hjá GAMMA, að virði GAMMA: Novus var verulega ofmetið,“ segir í tilkynningu. Þetta var einnig umfjöllunarefni í umræddum Kveiksþætti, þar sem fram kom að virði sjóðsins hefði rýrnað óhemjulega síðan í upphafi árs 2018. Niðurstöður Grant Thornton um starfsemi Upphafs fasteignafélags eru að „verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan félagsins,“ segir í tilkynningu. „Þetta birtist m.a. í því að oftar en ekki var það einn einstaklingur sem sat við stjórnvölinn og stýrði framkvæmd félagsins, án virkar aðkomu eða eftirlits frá stjórn og/eða öðrum aðilum. Þá lágu í sumum tilfellum ekki til grundvallar verkum skriflegir samningar og ákvarðanir og rökstuðningur fyrir þeim voru ekki skjalfestar.“ Virði eigna sjóðsins var jafnframt metið með mismunandi hætti milli ára og óljóst hvernig forsendur að baki verðmati voru fundnar í sumum tilfellum, að því er segir í tilkynningu. „Eftirstöðvar verka í eigu sjóðsins voru verulega vanmetnar, sem var leiðrétt haustið 2019 líkt og greint var í tilkynningu frá félaginu á þeim tíma. Þessi staða hefur leitt til algerrar endurskipulagningar á umgjörð félagsins.“ Þá segjast stjórnendur Gamma jafnframt hafa tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra til héraðssaksóknara, á grundvelli upplýsinga sem fram komu við rannsókn Grant Thornton. Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir í samtali við Vísi að umræddar greiðslur hafi verið tilkynntar til saksóknara í framhaldi af Kveiksþættinum í mars. Vegna rannsóknarhagsmuna geti hann þó ekki tjáð sig frekar um greiðslurnar, hvorki um fjölda þeirra né fk+arhæðir. Fréttastofa hefur óskað eftir frekari upplýsingum um málið hjá héraðssaksóknara. GAMMA Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan Upphafs fasteignafélags, sem er að fullu í eigu fjárfestingasjóðsins Gamma: Novus. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðu endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og félagsins. Þá hafa stjórnendur Gamma tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gamma. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því í mars síðastliðnum að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Í tilkynningu sem send var út í dag segir að stjórnendur GAMMA hafi í dag haldið fund með eigendum hlutdeildarskírteina í Gamma: Novus, þar sem kynnt var úttekt sérfræðinga Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og Upphafs fasteignafélags á árunum 2013-2019. „Tilefni úttektarinnar var að síðastliðið haust kom í ljós, við skoðun nýs teymis hjá GAMMA, að virði GAMMA: Novus var verulega ofmetið,“ segir í tilkynningu. Þetta var einnig umfjöllunarefni í umræddum Kveiksþætti, þar sem fram kom að virði sjóðsins hefði rýrnað óhemjulega síðan í upphafi árs 2018. Niðurstöður Grant Thornton um starfsemi Upphafs fasteignafélags eru að „verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan félagsins,“ segir í tilkynningu. „Þetta birtist m.a. í því að oftar en ekki var það einn einstaklingur sem sat við stjórnvölinn og stýrði framkvæmd félagsins, án virkar aðkomu eða eftirlits frá stjórn og/eða öðrum aðilum. Þá lágu í sumum tilfellum ekki til grundvallar verkum skriflegir samningar og ákvarðanir og rökstuðningur fyrir þeim voru ekki skjalfestar.“ Virði eigna sjóðsins var jafnframt metið með mismunandi hætti milli ára og óljóst hvernig forsendur að baki verðmati voru fundnar í sumum tilfellum, að því er segir í tilkynningu. „Eftirstöðvar verka í eigu sjóðsins voru verulega vanmetnar, sem var leiðrétt haustið 2019 líkt og greint var í tilkynningu frá félaginu á þeim tíma. Þessi staða hefur leitt til algerrar endurskipulagningar á umgjörð félagsins.“ Þá segjast stjórnendur Gamma jafnframt hafa tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra til héraðssaksóknara, á grundvelli upplýsinga sem fram komu við rannsókn Grant Thornton. Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir í samtali við Vísi að umræddar greiðslur hafi verið tilkynntar til saksóknara í framhaldi af Kveiksþættinum í mars. Vegna rannsóknarhagsmuna geti hann þó ekki tjáð sig frekar um greiðslurnar, hvorki um fjölda þeirra né fk+arhæðir. Fréttastofa hefur óskað eftir frekari upplýsingum um málið hjá héraðssaksóknara.
GAMMA Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira