Tumi vill vinna titla með vinum sínum í Val - „Gerist ekki betra en að fá Snorra sem þjálfara“ Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2020 15:30 Tumi Steinn Rúnarsson hefur leikið mikilvægt hlutverk hjá Aftureldingu síðustu tvö ár. VÍSIR/BÁRA „Ég saknaði þess að vera í Val og spila fyrir uppeldisfélagið,“ segir Tumi Steinn Rúnarsson sem er orðinn leikmaður Vals á nýjan leik eftir að hafa leikið með Aftureldingu síðustu tvö handknattleikstímabil. Tumi, sem er tvítugur leikstjórnandi, hefur verið í stóru hlutverki hjá Aftureldingu sem varð í 3. sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Leiktíðin var styttri en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Nú heldur hann hins vegar heim á Hlíðarenda og byrjar æfingar þar að nýju um miðjan næsta mánuð, eftir að hafa komist að samkomulagi við Aftureldingu um riftun samnings sem gilti til næsta árs. „Það eru leikmenn á mínum aldri sem ég ólst upp með, eins og Arnór [Óskarsson], Tjörvi [Gíslason] og Stiven [Valencia], að stíga upp og fá stærra hlutverk í meistaraflokki Vals núna. Ég upplifði það að vinna titla með þeim í yngri flokkum og langar að gera það aftur, og þá gerir maður það í Val, þar sem mér líður best,“ segir Tumi sem óttast ekki samkeppnina hjá liðinu sem varð deildarmeistari á síðustu leiktíð. „Á Einari Andra endalaust mikið að þakka“ „Samkeppni er alltaf holl. Það var líka að koma samkeppni í Aftureldingu svo ég hugsaði með mér að ég gæti líka farið í samkeppni í Val. Það er geggjaður klúbbur og svo hef ég mjög sterka trú á Snorra sem þjálfara. Hann var náttúrulega líka miðjumaður, í heimsklassa, og það gerist ekki betra en að fá Snorra sem þjálfara,“ segir Tumi um Snorra Stein Guðjónsson. Hann er þakklátur Aftureldingu og þjálfaranum Einari Andra Einarssyni sem stýrði liðinu þar til í sumar: „Ég á Aftureldingu alveg hrikalega mikið að þakka, að hafa gefið einhverjum ungum leikmanni úr 3. flokki sénsinn til að spila og þroskast sem leikmaður. Ég á Einari Andra endalaust mikið að þakka. Þvílíkur toppmaður. Og körlunum þarna sem leyfðu manni að vera á miðjunni, eins og Einari Inga, Elvari Ásgeirs, Birki Ben og fleirum. Við skildum í góðu, allir vinir og svona er bara boltinn.“ Olís-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Sjá meira
„Ég saknaði þess að vera í Val og spila fyrir uppeldisfélagið,“ segir Tumi Steinn Rúnarsson sem er orðinn leikmaður Vals á nýjan leik eftir að hafa leikið með Aftureldingu síðustu tvö handknattleikstímabil. Tumi, sem er tvítugur leikstjórnandi, hefur verið í stóru hlutverki hjá Aftureldingu sem varð í 3. sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Leiktíðin var styttri en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Nú heldur hann hins vegar heim á Hlíðarenda og byrjar æfingar þar að nýju um miðjan næsta mánuð, eftir að hafa komist að samkomulagi við Aftureldingu um riftun samnings sem gilti til næsta árs. „Það eru leikmenn á mínum aldri sem ég ólst upp með, eins og Arnór [Óskarsson], Tjörvi [Gíslason] og Stiven [Valencia], að stíga upp og fá stærra hlutverk í meistaraflokki Vals núna. Ég upplifði það að vinna titla með þeim í yngri flokkum og langar að gera það aftur, og þá gerir maður það í Val, þar sem mér líður best,“ segir Tumi sem óttast ekki samkeppnina hjá liðinu sem varð deildarmeistari á síðustu leiktíð. „Á Einari Andra endalaust mikið að þakka“ „Samkeppni er alltaf holl. Það var líka að koma samkeppni í Aftureldingu svo ég hugsaði með mér að ég gæti líka farið í samkeppni í Val. Það er geggjaður klúbbur og svo hef ég mjög sterka trú á Snorra sem þjálfara. Hann var náttúrulega líka miðjumaður, í heimsklassa, og það gerist ekki betra en að fá Snorra sem þjálfara,“ segir Tumi um Snorra Stein Guðjónsson. Hann er þakklátur Aftureldingu og þjálfaranum Einari Andra Einarssyni sem stýrði liðinu þar til í sumar: „Ég á Aftureldingu alveg hrikalega mikið að þakka, að hafa gefið einhverjum ungum leikmanni úr 3. flokki sénsinn til að spila og þroskast sem leikmaður. Ég á Einari Andra endalaust mikið að þakka. Þvílíkur toppmaður. Og körlunum þarna sem leyfðu manni að vera á miðjunni, eins og Einari Inga, Elvari Ásgeirs, Birki Ben og fleirum. Við skildum í góðu, allir vinir og svona er bara boltinn.“
Olís-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti