Víðir telur líklegt að fleiri leikjum Íslandsmótsins verði frestað Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. júní 2020 12:38 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Vísir/Baldur Líklegt þykir að fleiri leikjum verði frestað í kjölfar smits sem kom upp í leikmannahópi Pepsi-Max deildarliðs Stjörnunnar í gær. Víðir Reynisson var til viðtals í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu þar sem hann fór yfir ferlið í þeim málum sem komið hafa upp en staðfest er að einn leikmaður í Pepsi-Max deild kvenna og einn leikmaður í Pepsi-Max deild karla er með veiruna. „Smitrakning er í gangi og margir sem bíða niðurstöðu í kjölfar smitsins sem kom upp í gær. Þetta getur haft talsvert mikil áhrif. Það má áætla að þetta hafi áhrif á næstu leiki Stjörnunnar. Ég held að það sé augljóst,“ sagði Víðir. Leik KFG og Ægis í 3.deild karla sem fyrirhugaður var í dag var frestað þar sem verið er að sótthreinsa félagssvæði Stjörnunnar en KFG leikur heimaleiki sína á svæðinu. Stjarnan á að mæta KA í Pepsi-Max deild karla á morgun en það verður að teljast afar ólíklegt að sá leikur fari fram. Víðir segir að það muni skýrast betur að smitrakningu lokinni. „Smitrakningin í kringum þennan aðila úr Stjörnunni er í fullum gangi. Það kemur í ljós á næstu klukkustundum hversu margir þurfa að fara í sóttkví. Dagurinn verður að leiða það í ljós. Það gæti þurft að fresta fleiri leikjum,“ segir Víðir. Víðir var spurður að því hvort hægt væri að komast hjá tveggja vikna sóttkví með því að fara í skimun en það kemur ekki til greina og því ljóst að þau smit sem hafa þegar komið upp munu hafa víðtæk áhrif á íslensk knattspyrnulið í sumar. „Allir sem eru útsettir þurfa að vera í sóttkví í fjórtán daga. Við munum taka sýni af öllum sem eru útsettir. Liðin (Karlalið Stjörnunnar og kvennalið Breiðabliks) verða boðuð í sýnatöku á næstunni, jafnvel um helgina,“ segir Víðir. Helstu deildir heims eru í fullum gangi þessa dagana en samkvæmt Víði er ómögulegt að bera umhverfið í íslenska boltanum saman við þær aðgerðir sem notast er við á Englandi, Þýskalandi, Spáni og víðar. „Leikmenn erlendis fara í skimun tvisvar til þrisvar í viku. Ég veit ekki hvort fjárhagur íslenskra liða myndi leyfa það,“ sagði Víðir. Smelltu hér til að hlusta á útvarpsþátt Fótbolta.net á X-inu 977. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
Líklegt þykir að fleiri leikjum verði frestað í kjölfar smits sem kom upp í leikmannahópi Pepsi-Max deildarliðs Stjörnunnar í gær. Víðir Reynisson var til viðtals í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu þar sem hann fór yfir ferlið í þeim málum sem komið hafa upp en staðfest er að einn leikmaður í Pepsi-Max deild kvenna og einn leikmaður í Pepsi-Max deild karla er með veiruna. „Smitrakning er í gangi og margir sem bíða niðurstöðu í kjölfar smitsins sem kom upp í gær. Þetta getur haft talsvert mikil áhrif. Það má áætla að þetta hafi áhrif á næstu leiki Stjörnunnar. Ég held að það sé augljóst,“ sagði Víðir. Leik KFG og Ægis í 3.deild karla sem fyrirhugaður var í dag var frestað þar sem verið er að sótthreinsa félagssvæði Stjörnunnar en KFG leikur heimaleiki sína á svæðinu. Stjarnan á að mæta KA í Pepsi-Max deild karla á morgun en það verður að teljast afar ólíklegt að sá leikur fari fram. Víðir segir að það muni skýrast betur að smitrakningu lokinni. „Smitrakningin í kringum þennan aðila úr Stjörnunni er í fullum gangi. Það kemur í ljós á næstu klukkustundum hversu margir þurfa að fara í sóttkví. Dagurinn verður að leiða það í ljós. Það gæti þurft að fresta fleiri leikjum,“ segir Víðir. Víðir var spurður að því hvort hægt væri að komast hjá tveggja vikna sóttkví með því að fara í skimun en það kemur ekki til greina og því ljóst að þau smit sem hafa þegar komið upp munu hafa víðtæk áhrif á íslensk knattspyrnulið í sumar. „Allir sem eru útsettir þurfa að vera í sóttkví í fjórtán daga. Við munum taka sýni af öllum sem eru útsettir. Liðin (Karlalið Stjörnunnar og kvennalið Breiðabliks) verða boðuð í sýnatöku á næstunni, jafnvel um helgina,“ segir Víðir. Helstu deildir heims eru í fullum gangi þessa dagana en samkvæmt Víði er ómögulegt að bera umhverfið í íslenska boltanum saman við þær aðgerðir sem notast er við á Englandi, Þýskalandi, Spáni og víðar. „Leikmenn erlendis fara í skimun tvisvar til þrisvar í viku. Ég veit ekki hvort fjárhagur íslenskra liða myndi leyfa það,“ sagði Víðir. Smelltu hér til að hlusta á útvarpsþátt Fótbolta.net á X-inu 977.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira