Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 18:20 Húsið, sem stendur á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu, var gjörónýtt eftir brunann. Vísir/Vilhelm Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þrjú létust af völdum eldsvoðans, tvö fundust látin í húsinu sem brann, en þriðja andlátið var skráð á sjúkrahúsi. Þá liggja tveir til viðbótar illa slasaðir á Landspítalanum vegna brunans. Um þrjú hundruð manns söfnuðust saman á Austurvelli í hádeginu í dag til þess að minnast þeirra sem létust í brunanum og mótmæla slæmum aðbúnaði erlends verkafólks á Íslandi. Gekk hópurinn að vettvangi brunans og fjöldi fólks lagði þar blóm við húsið sem brann. Slökkviliðsmenn mættu einnig niður á Austurvöll í dag til að sýna mótmælendum samstöðu. Þó ekki sé enn búið að bera kennsl á þau sem létust sagði Jakub Pilch, ræðismaður Póllands á Íslandi, að hinir látnu hafi líklegast verið pólskir ríkisborgarar á þrítugs- og fertugsaldri. Þeir hafi verið tiltölulega nýkomnir hingað til lands. Þá hafa íbúar Vesturbæjarins efnt til kyrrðarfundar við húsið klukkan 18, annað kvöld, til þess að votta þeim sem létust virðingu sína og láta í ljós samúð með aðstandendum þeirra. Þetta kemur fram á Facebook-síðunni Íbúasamtök Vesturbæjar. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum „Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum. 26. júní 2020 17:42 Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þrjú létust af völdum eldsvoðans, tvö fundust látin í húsinu sem brann, en þriðja andlátið var skráð á sjúkrahúsi. Þá liggja tveir til viðbótar illa slasaðir á Landspítalanum vegna brunans. Um þrjú hundruð manns söfnuðust saman á Austurvelli í hádeginu í dag til þess að minnast þeirra sem létust í brunanum og mótmæla slæmum aðbúnaði erlends verkafólks á Íslandi. Gekk hópurinn að vettvangi brunans og fjöldi fólks lagði þar blóm við húsið sem brann. Slökkviliðsmenn mættu einnig niður á Austurvöll í dag til að sýna mótmælendum samstöðu. Þó ekki sé enn búið að bera kennsl á þau sem létust sagði Jakub Pilch, ræðismaður Póllands á Íslandi, að hinir látnu hafi líklegast verið pólskir ríkisborgarar á þrítugs- og fertugsaldri. Þeir hafi verið tiltölulega nýkomnir hingað til lands. Þá hafa íbúar Vesturbæjarins efnt til kyrrðarfundar við húsið klukkan 18, annað kvöld, til þess að votta þeim sem létust virðingu sína og láta í ljós samúð með aðstandendum þeirra. Þetta kemur fram á Facebook-síðunni Íbúasamtök Vesturbæjar.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum „Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum. 26. júní 2020 17:42 Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum „Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum. 26. júní 2020 17:42
Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23