Almannahagsmunir krefjast afglæpavæðingu neysluskammta Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 29. júní 2020 07:00 Afstaða, félag fanga, tekur undir afstöðu Rauða krossins, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, varðandi frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem felur í sér afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefnaneytenda. Afstaða lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við frumvarpið og telur það spor í rétta átt við að auka möguleika fíkla á að takast á við vanda sinn. Afstaða tekur einnig undir það að ganga megi lengra og láta frumvarpið ná til lyfseðilsskyld lyf. Afstaða telur að refsing í formi sekta auki lýkur að því að neytendur fíkniefna festast í viðjum neyslu sinnar til langframa. Í fjölmörgum tilvikum er helstu skuldir fíkla fólgnar í sektum sem fara til innheimtu hjá Sýslmanninum á Blönduósi. Fíklar geta ekki greitt sektirnar en þær fyrnast á 4 árum. Greiðist sektirnar ekki innan fyrningarfrests kemur til vararefsingar og þurfa fíklar að afplána þær. Í fyrstu kemur til samfélagsþjónustu en þegar fram lýða stundir eru vímuefndaneytendurnir boðaði í afplánun í fangelsi. Sektarferlið og fullnusta sekta tekur 4 ár. Á þeim tíma er það vel þekkt að fíklar sjái ekki tilganginn í að hætta neyslu. Það verður varla séð hvernig varnaðaráhrif refsinga vegna neysluskammta geti verið til staðar. Þvert á móti telur Afstaða að slík refsing auki líkur að frekari neyslu. Vímuefnaneytandi hefur ekki þann ásetning að brjóta gegn refsilögum heldur er hann í sjúklegu ástandi sem kallar á neyslu fíkniefna. Um er að ræða andlegan-, líkamlegan- og félagslegan sjúkdóm sem verður ekki kveðinn niður með refsingum. Refsingin eykur eingöngu á hinn félagslega vanda sem er ein af meginorsökum neyslunnar. Refsing vegna neysluskammta getur þannig orðið ein helsta orsök neyslunnar og því má fullyrða að fælingarmáttur refsiákvæða um neysluskammta sé enginn, þvert á móti. Refsing ýtir undir neyslu. Með varnaðaráhrif refsinga vegna neysluskammta í huga vill Afstaða benda á tilgangsleysið sem felst í því að rannsaka slík brot vímuefnaneytenda og kostnaðinn sem því fylgir. Mikill tími lögreglu fer í rannsókn sem betur væri varið í þarfari verk. Málinu lýkur ekkert endilega hjá lögreglu enda eiga allir sakborningar rétt á verjanda og því að mál þeirra séu borin undir dómstóla. Þeim mikla tíma og fjármunum sem fer í dómsmeðferð væri líka betur varið í annað. Þá vill Afstaða benda á það að íslenska fangelsiskerfið er lögnu sprungið og í loft upp við Covid-faraldurinn. Biðlistar í fangelsi lengjast stöðugt en á þeim lista er fjölmennur hópur fólks sem býður afplánunar vararefsingar vegna sektardóma. Með öllu er tilgangslaust að fangelsa það fólk enda er það fast í viðjum sjúkdóms sem fangelsi læknar ekki. Þessi aðferð er nánast innheimtuaðferð sem endar með því að ríkið tapar sektinni og leggur út í aukakostnað við fangavist svo milljónatugum skiptir. Afstaða minnir á að Landspítalinn rekur sérstaka deild sem meðhöndlar fíknisjúkdóma. Sú deild er kostuð af hinu opinbera en fjármunirnir koma frá almenningi. Afstaða telur það almennt viðurkennt að fíklar þurfi á meðferð og uppbyggingarúrræðum að halda til að sigrast á vanda sínum. Með það í huga telur félagið því að refsingar fíkla vegna vímuefnanotkunar séu tvíræð þversögn. Ríkisvaldið skapar skuldavanda og kostar miklum fjármunum til við að senda fíkla í fangelsi. Skilda ríkisins er miklu fremur sú að meðhöndla fíkla með þeim aðferðum sem skila tilætluðum markmiðum og m.a. er unnið að á Landspítala. Minnt er á að fangelsi eru gróðrarstía fíkniefnaneyslu og efla fíkla í neyslunni. Að lokum vill Afstaða taka það fram að refsingar sjúklinga vegna sjúkdóms síns auka vandann. Slík refsiúrræði eru því til þess fallin að skapa vantrú almennings á réttarkerfinu og árangri þess. Það eru því mikilvægir almannahagsmunir sem krefjast þess að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta nái fram að ganga. F.h. Afstöðu, félags fanga á Íslandi, Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Fíkn Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Afstaða, félag fanga, tekur undir afstöðu Rauða krossins, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, varðandi frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem felur í sér afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefnaneytenda. Afstaða lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við frumvarpið og telur það spor í rétta átt við að auka möguleika fíkla á að takast á við vanda sinn. Afstaða tekur einnig undir það að ganga megi lengra og láta frumvarpið ná til lyfseðilsskyld lyf. Afstaða telur að refsing í formi sekta auki lýkur að því að neytendur fíkniefna festast í viðjum neyslu sinnar til langframa. Í fjölmörgum tilvikum er helstu skuldir fíkla fólgnar í sektum sem fara til innheimtu hjá Sýslmanninum á Blönduósi. Fíklar geta ekki greitt sektirnar en þær fyrnast á 4 árum. Greiðist sektirnar ekki innan fyrningarfrests kemur til vararefsingar og þurfa fíklar að afplána þær. Í fyrstu kemur til samfélagsþjónustu en þegar fram lýða stundir eru vímuefndaneytendurnir boðaði í afplánun í fangelsi. Sektarferlið og fullnusta sekta tekur 4 ár. Á þeim tíma er það vel þekkt að fíklar sjái ekki tilganginn í að hætta neyslu. Það verður varla séð hvernig varnaðaráhrif refsinga vegna neysluskammta geti verið til staðar. Þvert á móti telur Afstaða að slík refsing auki líkur að frekari neyslu. Vímuefnaneytandi hefur ekki þann ásetning að brjóta gegn refsilögum heldur er hann í sjúklegu ástandi sem kallar á neyslu fíkniefna. Um er að ræða andlegan-, líkamlegan- og félagslegan sjúkdóm sem verður ekki kveðinn niður með refsingum. Refsingin eykur eingöngu á hinn félagslega vanda sem er ein af meginorsökum neyslunnar. Refsing vegna neysluskammta getur þannig orðið ein helsta orsök neyslunnar og því má fullyrða að fælingarmáttur refsiákvæða um neysluskammta sé enginn, þvert á móti. Refsing ýtir undir neyslu. Með varnaðaráhrif refsinga vegna neysluskammta í huga vill Afstaða benda á tilgangsleysið sem felst í því að rannsaka slík brot vímuefnaneytenda og kostnaðinn sem því fylgir. Mikill tími lögreglu fer í rannsókn sem betur væri varið í þarfari verk. Málinu lýkur ekkert endilega hjá lögreglu enda eiga allir sakborningar rétt á verjanda og því að mál þeirra séu borin undir dómstóla. Þeim mikla tíma og fjármunum sem fer í dómsmeðferð væri líka betur varið í annað. Þá vill Afstaða benda á það að íslenska fangelsiskerfið er lögnu sprungið og í loft upp við Covid-faraldurinn. Biðlistar í fangelsi lengjast stöðugt en á þeim lista er fjölmennur hópur fólks sem býður afplánunar vararefsingar vegna sektardóma. Með öllu er tilgangslaust að fangelsa það fólk enda er það fast í viðjum sjúkdóms sem fangelsi læknar ekki. Þessi aðferð er nánast innheimtuaðferð sem endar með því að ríkið tapar sektinni og leggur út í aukakostnað við fangavist svo milljónatugum skiptir. Afstaða minnir á að Landspítalinn rekur sérstaka deild sem meðhöndlar fíknisjúkdóma. Sú deild er kostuð af hinu opinbera en fjármunirnir koma frá almenningi. Afstaða telur það almennt viðurkennt að fíklar þurfi á meðferð og uppbyggingarúrræðum að halda til að sigrast á vanda sínum. Með það í huga telur félagið því að refsingar fíkla vegna vímuefnanotkunar séu tvíræð þversögn. Ríkisvaldið skapar skuldavanda og kostar miklum fjármunum til við að senda fíkla í fangelsi. Skilda ríkisins er miklu fremur sú að meðhöndla fíkla með þeim aðferðum sem skila tilætluðum markmiðum og m.a. er unnið að á Landspítala. Minnt er á að fangelsi eru gróðrarstía fíkniefnaneyslu og efla fíkla í neyslunni. Að lokum vill Afstaða taka það fram að refsingar sjúklinga vegna sjúkdóms síns auka vandann. Slík refsiúrræði eru því til þess fallin að skapa vantrú almennings á réttarkerfinu og árangri þess. Það eru því mikilvægir almannahagsmunir sem krefjast þess að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta nái fram að ganga. F.h. Afstöðu, félags fanga á Íslandi, Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun