Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2020 11:55 Vesturlandsvegi var lokað um tíma vegna slyssins síðdegis í gær. Honum verður lokað í einn til tvo tíma frá klukkan 13:00 í dag vegna áframhaldandi rannsóknar á slysinu. Vísir/Einar Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. Tveir létust í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um þrjúleytið í gær. Þeir sem létust voru ökumaður og farþegi á bifhjóli en ökutækin komu úr gagnstæðri átt. Nýtt slitlag var á vegkaflanum þar sem slysið varð og var það sérstaklega sleipt. Skúraveðrið og hitinn bættu síðan gráu ofan á svart. Tveir verktakar vinna fyrir Vegagerðina, annars vegar verktakinn sem leggur yfir og hins vegar sá sem hefur eftirlit. Bergþóra kveðst harmi slegin vegna slyssins í gær. Vegagerðin framkvæmdi ástandsskoðun á vegkaflanum í morgun. „Við erum að hálkumæla þennan vegkafla. Það er okkar fyrsta mat að þessi yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Við erum að skoða það og eigum fund með hlutaðeigandi núna eftir hádegi. Þá vitum við meira.“ Aðspurð hvað geti falist í því að yfirlögnin hafi mögulega ekki uppfyllt útboðsskilmála segir Bergþóra. „Það geta verið ýmsir þættir sem hafa áhrif á það; hvernig það er unnið og hvaða efni er og svo framvegis. Við verðum bara að fara ofan í saumana á því,“ segir Bergþóra sem tekur fram að viðeigandi hálkuviðvaranir séu við veginn. Það sem skoðað verður eru gæði efnanna sem notuð voru í veginn, samsetning blöndunnar sem notuð var og að lokum aðstæður þegar efnið var lagt út. Bifhjólasamfélagið skekið vegna banaslyssins Bifhjólasamfélagið á Íslandi er skekið vegna slyssins en Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði vegagerðarinnar í borgartúni á morgun klukkan 13.00. Krafist er útbóta á hættulegum vegköflum. Þorgerður Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, gerði sér ferð á slysavettvang í gærkvöldi. „Og bara að stíga á malbikið í venjulegum skóm, það er flughált.“ Þorgerður segir að mælirinn sé fullur hjá bifhjólasamfélaginu á íslandi. „Það er bara mjög þungt hljóðið í fólki. Það er slegið. Allir eru hálflamaðir eftir þetta,“ segir Þorgerður. Loka vegkaflanum á ný á þágu framhaldsrannsóknar Hluta Vesturlandsvegar verður lokað klukkan eitt í dag í þágu framhaldsrannsóknar á banaslysinu. Áætlað er að rannsóknin taki eina til tvær klukkustundir. Um er að ræða vegkaflann á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarvegar. Lokunin hefur ekki áhrif á umferð til og frá Grundarhverfi, en öðrum er bent á hjáleið um Kjósarskarðsveg. Samgönguslys Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. Tveir létust í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um þrjúleytið í gær. Þeir sem létust voru ökumaður og farþegi á bifhjóli en ökutækin komu úr gagnstæðri átt. Nýtt slitlag var á vegkaflanum þar sem slysið varð og var það sérstaklega sleipt. Skúraveðrið og hitinn bættu síðan gráu ofan á svart. Tveir verktakar vinna fyrir Vegagerðina, annars vegar verktakinn sem leggur yfir og hins vegar sá sem hefur eftirlit. Bergþóra kveðst harmi slegin vegna slyssins í gær. Vegagerðin framkvæmdi ástandsskoðun á vegkaflanum í morgun. „Við erum að hálkumæla þennan vegkafla. Það er okkar fyrsta mat að þessi yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Við erum að skoða það og eigum fund með hlutaðeigandi núna eftir hádegi. Þá vitum við meira.“ Aðspurð hvað geti falist í því að yfirlögnin hafi mögulega ekki uppfyllt útboðsskilmála segir Bergþóra. „Það geta verið ýmsir þættir sem hafa áhrif á það; hvernig það er unnið og hvaða efni er og svo framvegis. Við verðum bara að fara ofan í saumana á því,“ segir Bergþóra sem tekur fram að viðeigandi hálkuviðvaranir séu við veginn. Það sem skoðað verður eru gæði efnanna sem notuð voru í veginn, samsetning blöndunnar sem notuð var og að lokum aðstæður þegar efnið var lagt út. Bifhjólasamfélagið skekið vegna banaslyssins Bifhjólasamfélagið á Íslandi er skekið vegna slyssins en Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði vegagerðarinnar í borgartúni á morgun klukkan 13.00. Krafist er útbóta á hættulegum vegköflum. Þorgerður Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, gerði sér ferð á slysavettvang í gærkvöldi. „Og bara að stíga á malbikið í venjulegum skóm, það er flughált.“ Þorgerður segir að mælirinn sé fullur hjá bifhjólasamfélaginu á íslandi. „Það er bara mjög þungt hljóðið í fólki. Það er slegið. Allir eru hálflamaðir eftir þetta,“ segir Þorgerður. Loka vegkaflanum á ný á þágu framhaldsrannsóknar Hluta Vesturlandsvegar verður lokað klukkan eitt í dag í þágu framhaldsrannsóknar á banaslysinu. Áætlað er að rannsóknin taki eina til tvær klukkustundir. Um er að ræða vegkaflann á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarvegar. Lokunin hefur ekki áhrif á umferð til og frá Grundarhverfi, en öðrum er bent á hjáleið um Kjósarskarðsveg.
Samgönguslys Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33
Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26