SÁÁ til heilla Svanur Guðmundsson skrifar 29. júní 2020 12:30 Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir ritar áhugaverða grein í Morgunblaðið fyrir stuttu. Þar útlistar hún hvert skal halda með SÁÁ. Þó að við fyrstu sýn komi það fyrir sjónir almenning sem skynsamleg stefna er hún það ekki þegar betur er að gáð. Skoðum málið betur. Það er gömul saga og ný að ríkið ásælist starfsemi áhugamannasamtaka og frumkvöðla á sviði velferðarmála eða heilbrigðisþjónustu. Eftir að starfi frumkvöðlanna lýkur og þeir sem hafa sérfræðiþekkinguna taka við breytast áherslur. Sérfræðingarnir sjá hag sínum best borgið með því að komast undir verndarvæng ríkisins með laun og lífeyri. Pólitísk afstaða ræður oft miklu og nú háttar svo til að við erum með heilbrigðisráðherra sem vill yfirtaka starfsemi SÁÁ. Þetta sáum við gerast á sínum tíma með Sólheima þegar setja átti neyðarlög um að taka heimilið af stofnandanum Sesselju Sigmundsdóttur. Svipað var uppi á teningnum með Reykjalund fyrir stuttu og nú virðist SÁÁ vera í skotlínunni. Valgerður telur vandann ekki felast í taprekstri SÁÁ sem er mér óskiljanlegt. Það eigi að færa starfsemina meira undir ríkið með einhverskonar samtali eins og hún orðar það í grein sinni. Valgerður segir framkvæmdarstjórnina ekki hafa leitað formlega til yfirvalda eftir frekara fjármagni, en samkvæmt mínum upplýsingum þá fundaði formaður og einn stjórnarmaður með ráðneyti, Sjúkratryggingum Íslands og Landlæknisembættinu 1. apríl sl. og gerði grein fyrir fjárhagslegri stöðu með skriflegri greinargerð. Það hefur gerst síðan að fjárlaganefnd Alþingis samþykkti 30 milljón króna aukaframlag til SÁÁ sem enn hefur ekki skilað sér til samtakanna. Núverandi heilbrigðisráðherra hefur leynt og ljóst reynt að færa heilbrigðisstarfsemi undir Landsspítalann, hvort sem menn vilja það eða ekki. Sérfræðilæknar hafa fundið fyrir þessu og nýjasta dæmið birtist í framferði hennar gagnvart sjúklingum sem þurfa liðskiptaaðgerðir. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) hafa á liðnum árum sýnt ótrúlegan árangur við meðferð á áfengissýki með starfsemi sinni þrátt fyrir mjög takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera. Stór hluti starfseminnar hefur verið fjármagnaður með sjálfsaflafé og tekið hefur verið við mun fleiri sjúklingum en ríkið er tilbúið að greiða með. Þegar Covid19 faraldurinn gekk yfir fjölgaði verulega sjúklingum en lokað var fyrir möguleika á safna inn sjálfaflafé. Það kallaði á uppsagnir starfsfólks þar sem ríkið var ekki tilbúið til að koma með aukafjármagn. Valgerður var ósátt við niðurskurðinn og uppsagnir í kjölfar hans og sagði starfi sínu lausu. Núna vill hún koma aftur og taka við með nýju fólki og nýjum áherslum. Það er ljóst eftir lestur greinar hennar að hún ætlar sér að færa starfsemi SÁÁ undir ríkisrekstur. Það er eitthvað sem ég og margir aðrir félagsmenn í SÁA eigum erfitt með að samþykkja. Ríkið á að styrkja starfsemi SÁA en ekki stýra henni. Það blasir við að Landspítalinn getur ekki tekið við starfsemi SÁÁ og við megum ekki eyðileggja óeigingjarnt starf frumkvöðlanna sem hingað til hefur skilað frábærum árangri. Sú deila sem nú er komin upp er svipuð því sem átt hefur sér stað oft áður, starfsmenn vilja nýja stjórn og nýja eigendur því þeir fá ekki að gera það sem þeir vilja og einhver annar á að koma með peningana. Núverandi heilbrigðisráðherra mun ekki bjarga SÁÁ, upphlaup einstakra starfsmanna mun ekki heldur gera það og því það þarf að lægja öldurnar og spóla aðeins til baka. Það er von mín að á næsta aðalfundi verði kosin stjórn og formaður sem geti undið ofan af þeirri stöðu sem komin er upp í sátt við það góða starfsfólk sem vinnur á Vogi og á Vík og öllum þeim þúsundum sem eru í áhugamannasamtökum um áfengissýki. Hver vill það ekki? Höfundur er í framboði til framkvæmdastjórnar SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir ritar áhugaverða grein í Morgunblaðið fyrir stuttu. Þar útlistar hún hvert skal halda með SÁÁ. Þó að við fyrstu sýn komi það fyrir sjónir almenning sem skynsamleg stefna er hún það ekki þegar betur er að gáð. Skoðum málið betur. Það er gömul saga og ný að ríkið ásælist starfsemi áhugamannasamtaka og frumkvöðla á sviði velferðarmála eða heilbrigðisþjónustu. Eftir að starfi frumkvöðlanna lýkur og þeir sem hafa sérfræðiþekkinguna taka við breytast áherslur. Sérfræðingarnir sjá hag sínum best borgið með því að komast undir verndarvæng ríkisins með laun og lífeyri. Pólitísk afstaða ræður oft miklu og nú háttar svo til að við erum með heilbrigðisráðherra sem vill yfirtaka starfsemi SÁÁ. Þetta sáum við gerast á sínum tíma með Sólheima þegar setja átti neyðarlög um að taka heimilið af stofnandanum Sesselju Sigmundsdóttur. Svipað var uppi á teningnum með Reykjalund fyrir stuttu og nú virðist SÁÁ vera í skotlínunni. Valgerður telur vandann ekki felast í taprekstri SÁÁ sem er mér óskiljanlegt. Það eigi að færa starfsemina meira undir ríkið með einhverskonar samtali eins og hún orðar það í grein sinni. Valgerður segir framkvæmdarstjórnina ekki hafa leitað formlega til yfirvalda eftir frekara fjármagni, en samkvæmt mínum upplýsingum þá fundaði formaður og einn stjórnarmaður með ráðneyti, Sjúkratryggingum Íslands og Landlæknisembættinu 1. apríl sl. og gerði grein fyrir fjárhagslegri stöðu með skriflegri greinargerð. Það hefur gerst síðan að fjárlaganefnd Alþingis samþykkti 30 milljón króna aukaframlag til SÁÁ sem enn hefur ekki skilað sér til samtakanna. Núverandi heilbrigðisráðherra hefur leynt og ljóst reynt að færa heilbrigðisstarfsemi undir Landsspítalann, hvort sem menn vilja það eða ekki. Sérfræðilæknar hafa fundið fyrir þessu og nýjasta dæmið birtist í framferði hennar gagnvart sjúklingum sem þurfa liðskiptaaðgerðir. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) hafa á liðnum árum sýnt ótrúlegan árangur við meðferð á áfengissýki með starfsemi sinni þrátt fyrir mjög takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera. Stór hluti starfseminnar hefur verið fjármagnaður með sjálfsaflafé og tekið hefur verið við mun fleiri sjúklingum en ríkið er tilbúið að greiða með. Þegar Covid19 faraldurinn gekk yfir fjölgaði verulega sjúklingum en lokað var fyrir möguleika á safna inn sjálfaflafé. Það kallaði á uppsagnir starfsfólks þar sem ríkið var ekki tilbúið til að koma með aukafjármagn. Valgerður var ósátt við niðurskurðinn og uppsagnir í kjölfar hans og sagði starfi sínu lausu. Núna vill hún koma aftur og taka við með nýju fólki og nýjum áherslum. Það er ljóst eftir lestur greinar hennar að hún ætlar sér að færa starfsemi SÁÁ undir ríkisrekstur. Það er eitthvað sem ég og margir aðrir félagsmenn í SÁA eigum erfitt með að samþykkja. Ríkið á að styrkja starfsemi SÁA en ekki stýra henni. Það blasir við að Landspítalinn getur ekki tekið við starfsemi SÁÁ og við megum ekki eyðileggja óeigingjarnt starf frumkvöðlanna sem hingað til hefur skilað frábærum árangri. Sú deila sem nú er komin upp er svipuð því sem átt hefur sér stað oft áður, starfsmenn vilja nýja stjórn og nýja eigendur því þeir fá ekki að gera það sem þeir vilja og einhver annar á að koma með peningana. Núverandi heilbrigðisráðherra mun ekki bjarga SÁÁ, upphlaup einstakra starfsmanna mun ekki heldur gera það og því það þarf að lægja öldurnar og spóla aðeins til baka. Það er von mín að á næsta aðalfundi verði kosin stjórn og formaður sem geti undið ofan af þeirri stöðu sem komin er upp í sátt við það góða starfsfólk sem vinnur á Vogi og á Vík og öllum þeim þúsundum sem eru í áhugamannasamtökum um áfengissýki. Hver vill það ekki? Höfundur er í framboði til framkvæmdastjórnar SÁÁ.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun