Af skimun á landamærum: hvernig forsendur breyta ályktunum Kári Stefánsson skrifar 29. júní 2020 12:56 1. Ung kona íslensk kom til landsins frá Bandaríkjunum þann 17. júní og fór í skimun eftir veirunni vondu, SARS-CoV-2, og reyndist neikvæð á prófinu; engin veira þar. Hún er fótboltakona og spilar eins og stendur fyrir Breiðablik og kom inn á í nokkrar mínútur í leik gegn KR sem var háður þann 18. júní. Þann 20. júní fór hún í fjölmenna útskriftarveislu. Þann 21. júní eyddi hún töluverðum tíma með vinkonu sinni. Síðan spilaði hún heilan leik með Breiðablik þann 23. júní og að kvöldi þess dags fékk hún þær fréttir að kona sem hún deildi húsnæði með í Bandaríkjunum hefði smitast af veirunni. Hún fór því í veirupróf síðla dags þann 24. júní og fékk þær fréttir að morgni þess 25. júní að hún væri sneisafull af veirunni. Í lok dagsins í dag (28. júní) hafði verið skimað eftir veirunni í sex hundrað manns sem höfðu verið í umhverfi hennar frá því hún kom til landsins, sótt útskriftarveisluna, spilað með henni fótbolta og svo framvegis. Í þessum hópi voru tveir með veiruna, vinkonan sem hún var með þann 21. júní og ungur fótboltamaður. Um það bil 300 manns voru settir í sóttkví og eru þar enn. Þetta leit út eins og smit sem hefði laumað sér inn í landið með konu sem var svo nýsmituð að veiran hafði ekki fengið tækifæri til þess að fjölga sér að því marki að hún fyndist. Hún hafi svo smitað vinkonu sína þann 21. júní og fótboltamanninn í útskriftarveislunni. 2. Þegar við ræddum við fótboltamanninn sagði hann okkur að hann hefði verið lasinn af hálsbólgu í heila viku áður en hann fór í útskriftarveisluna og hann hefði smitast af foreldrum sínum sem hefðu báðir verið lasnir af kvefi á undan honum. Hann kvaðst hafa þurran hósta og verk í berkjum. Á þessu augnabliki leit þetta út þannig að sá möguleiki væri fyrir hendi að fótboltakonan hefði smitast af fótboltamanninum sem hefði smitast af foreldrum sínum. Þessi möguleiki hlaut síðan töluverðan stuðning af því að faðir hans mældist með mótefni gegn SARS-CoV-2 sem móðir hans gerði hins vegar ekki. Það eru nefnilega engar líkur á því að sá sem er með mótefni gegn veirunni hafi ekki smitast af henni. 3. Þegar við tókum sögu af föðurnum sagðist hann að öllum líkindum hafa smitast þann 17. mars af nemanda sínum. Hann sat við hliðina á nemandanum sem hafði nokkru áður smitast af veirunni á frægri kóræfingu þar sem fjöldi manns smitaðist. Hann hefði verið illa lasinn í fjórar vikur og oft reynt að komast í skimun en ekki tekist. Við þessa vitneskju fóru böndin aftur að berast að Bandaríkjunum sem uppsprettu sýkingarinar. 4. Endanlegt svar fengum við svo með því að raðgreina veiruna úr öllum þremur smituðu einstaklingunum, fótboltakonunni, fótboltamanninum og vinkonunni. Það vill nefnilega svo til að veiran bætir á sig stökkbreytingum þegar hún flyst á milli einstaklinga og þótt stökkbreytingatíðni hennar sé ekki mikil er hún búin að smita í það minnsta 10 milljón manns í þessum heimi og því er úr nógu að velja. Stökkbreytingarnar raðast í mynstur sem verða hægt og hægt nokkuð einkennandi fyrir landsvæði. Veiran í öllum þremur er með sama mynstur og er það án nokkurs vafa frá Bandaríkjunum þannig að atburðarrásin var óyggjandi eftirfarandi: Fótboltakonan smitaðist í Bandaríkjunum og það er ljóst að hún smitaðist af sambýliskonunni en ekki sambýliskonan af henni vegna þess að fótboltakonan var með svo lítið magn af veirunni þegar hún kom til landsins að hún fannst ekki. Síðan fjölgaði veiran sér í nef-og munnholi hennar og hún varð smitandi og smitaði vinkonuna og fótboltamanninn. Nú erum við að leita að fleirum sem kynnu að hafa smitast af þeim þremur (einn fannst í dag 28. júní) Ályktun: i. Það er ljóst að veiruprófið er ekki fullkomið og þessi saga opinberar einn af veikleikum þess sem er að mjög snemma í sýkingu, áður en veiran er búin að ná almennilega fótfestu, er erfitt að finna hana. Næmi prófsins er hins vegar töluvert meira en 70% og prófið dugði okkur til þess að hemja fyrsta kapítula faraldurins fljótar og betur en flestir. ii. Skimun á landamærum minnkar hins vegar mjög líkurnar á því að smitandi einstaklingar komist inn í landið án þess að fara í einangrun. Við höfum til þessa náð þremur og misst einn þannig að af okkar takmörkuðu reynslu hefur skimunin fækkað tilfellum um 75%. iii. Með Því að taka góða sögu af sýktum einstaklingum og beita víðtækri skimun, smitrakningu, mótefnamælingu og raðgreiningu er hægt að sækja nokkuð nákvæman skilning á því sem er að gerast og bregðast við því. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
1. Ung kona íslensk kom til landsins frá Bandaríkjunum þann 17. júní og fór í skimun eftir veirunni vondu, SARS-CoV-2, og reyndist neikvæð á prófinu; engin veira þar. Hún er fótboltakona og spilar eins og stendur fyrir Breiðablik og kom inn á í nokkrar mínútur í leik gegn KR sem var háður þann 18. júní. Þann 20. júní fór hún í fjölmenna útskriftarveislu. Þann 21. júní eyddi hún töluverðum tíma með vinkonu sinni. Síðan spilaði hún heilan leik með Breiðablik þann 23. júní og að kvöldi þess dags fékk hún þær fréttir að kona sem hún deildi húsnæði með í Bandaríkjunum hefði smitast af veirunni. Hún fór því í veirupróf síðla dags þann 24. júní og fékk þær fréttir að morgni þess 25. júní að hún væri sneisafull af veirunni. Í lok dagsins í dag (28. júní) hafði verið skimað eftir veirunni í sex hundrað manns sem höfðu verið í umhverfi hennar frá því hún kom til landsins, sótt útskriftarveisluna, spilað með henni fótbolta og svo framvegis. Í þessum hópi voru tveir með veiruna, vinkonan sem hún var með þann 21. júní og ungur fótboltamaður. Um það bil 300 manns voru settir í sóttkví og eru þar enn. Þetta leit út eins og smit sem hefði laumað sér inn í landið með konu sem var svo nýsmituð að veiran hafði ekki fengið tækifæri til þess að fjölga sér að því marki að hún fyndist. Hún hafi svo smitað vinkonu sína þann 21. júní og fótboltamanninn í útskriftarveislunni. 2. Þegar við ræddum við fótboltamanninn sagði hann okkur að hann hefði verið lasinn af hálsbólgu í heila viku áður en hann fór í útskriftarveisluna og hann hefði smitast af foreldrum sínum sem hefðu báðir verið lasnir af kvefi á undan honum. Hann kvaðst hafa þurran hósta og verk í berkjum. Á þessu augnabliki leit þetta út þannig að sá möguleiki væri fyrir hendi að fótboltakonan hefði smitast af fótboltamanninum sem hefði smitast af foreldrum sínum. Þessi möguleiki hlaut síðan töluverðan stuðning af því að faðir hans mældist með mótefni gegn SARS-CoV-2 sem móðir hans gerði hins vegar ekki. Það eru nefnilega engar líkur á því að sá sem er með mótefni gegn veirunni hafi ekki smitast af henni. 3. Þegar við tókum sögu af föðurnum sagðist hann að öllum líkindum hafa smitast þann 17. mars af nemanda sínum. Hann sat við hliðina á nemandanum sem hafði nokkru áður smitast af veirunni á frægri kóræfingu þar sem fjöldi manns smitaðist. Hann hefði verið illa lasinn í fjórar vikur og oft reynt að komast í skimun en ekki tekist. Við þessa vitneskju fóru böndin aftur að berast að Bandaríkjunum sem uppsprettu sýkingarinar. 4. Endanlegt svar fengum við svo með því að raðgreina veiruna úr öllum þremur smituðu einstaklingunum, fótboltakonunni, fótboltamanninum og vinkonunni. Það vill nefnilega svo til að veiran bætir á sig stökkbreytingum þegar hún flyst á milli einstaklinga og þótt stökkbreytingatíðni hennar sé ekki mikil er hún búin að smita í það minnsta 10 milljón manns í þessum heimi og því er úr nógu að velja. Stökkbreytingarnar raðast í mynstur sem verða hægt og hægt nokkuð einkennandi fyrir landsvæði. Veiran í öllum þremur er með sama mynstur og er það án nokkurs vafa frá Bandaríkjunum þannig að atburðarrásin var óyggjandi eftirfarandi: Fótboltakonan smitaðist í Bandaríkjunum og það er ljóst að hún smitaðist af sambýliskonunni en ekki sambýliskonan af henni vegna þess að fótboltakonan var með svo lítið magn af veirunni þegar hún kom til landsins að hún fannst ekki. Síðan fjölgaði veiran sér í nef-og munnholi hennar og hún varð smitandi og smitaði vinkonuna og fótboltamanninn. Nú erum við að leita að fleirum sem kynnu að hafa smitast af þeim þremur (einn fannst í dag 28. júní) Ályktun: i. Það er ljóst að veiruprófið er ekki fullkomið og þessi saga opinberar einn af veikleikum þess sem er að mjög snemma í sýkingu, áður en veiran er búin að ná almennilega fótfestu, er erfitt að finna hana. Næmi prófsins er hins vegar töluvert meira en 70% og prófið dugði okkur til þess að hemja fyrsta kapítula faraldurins fljótar og betur en flestir. ii. Skimun á landamærum minnkar hins vegar mjög líkurnar á því að smitandi einstaklingar komist inn í landið án þess að fara í einangrun. Við höfum til þessa náð þremur og misst einn þannig að af okkar takmörkuðu reynslu hefur skimunin fækkað tilfellum um 75%. iii. Með Því að taka góða sögu af sýktum einstaklingum og beita víðtækri skimun, smitrakningu, mótefnamælingu og raðgreiningu er hægt að sækja nokkuð nákvæman skilning á því sem er að gerast og bregðast við því. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar