Sex mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið 217 tóbakskartonum Andri Eysteinsson skrifar 29. júní 2020 20:20 Maðurinn, og félagar hans, stálu tóbakinu úr Fríhöfninni. Vísir/Jóhann K. Karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir stórfelldan þjófnað úr Fríhafnarversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt þremur öðrum mönnum. Á þrettán mánaða tímabili, frá 8. júlí 2018 til 25. ágúst 2019 er manninum gert að hafa stolið alls 217 kartonum af tóbaki að verðmæti 1.456.683 krónum í brottfarar- og komuverslunum fríhafnarinnar. https://www.heradsdomstolar.is/domar/domur/?id=0505d270-4056-4799-aa51-245508977e5c& Dómur féll yfir manninum í dag í héraðsdómi Reykjaness en þar kom fram að maðurinn hafi verið ákærður 6. maí 2020 fyrir „brot gegn almennum hegningarlögum, stórfelldan þjófnað, með því að hafa á tímabilinu 08.07.2018 til 25.08.2018 staðið að stórfelldum þjófnaði, í félagi við þrjá aðra, með því að hafa í alls 11 skipti keypt sér flugmiða, innritað sig í flug, farið í Fríhafnarverslanirnar, þar sem þeir tóku 217 karton af tóbaki ófrjálsri hendi en yfirgáfu flugstöðina svo án þess að fara um borð.“ Nítjánda ágúst 2018 tóku maðurinn og félagi hans alls 41 karton úr brottfararverslun og var það umfangsmesti þjófnaðurinn. Þá hafði brotahrinan hafist með þjófnaði á stöku kartoni 8. júlí 2018. Maðurinn framdi brotinn tvo daga í röð 6. og 7. ágúst 2018 og í fimm skipti á 10 dögum frá 15. ágúst. Krafist var þess að ákærði yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá lá einnig fyrir einkaréttarkrafa fríhafnarinnar að fjárhæð 13.266.000 krónur. Ákærði játaði háttsemina sem hann var sakaður um en hafnaði því að verðmæti þýfisins væri það sem haldið var fram. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en krafa Fríhafnarinnar þótti ekki dómtæk þar sem að gögn skorti. Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir stórfelldan þjófnað úr Fríhafnarversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt þremur öðrum mönnum. Á þrettán mánaða tímabili, frá 8. júlí 2018 til 25. ágúst 2019 er manninum gert að hafa stolið alls 217 kartonum af tóbaki að verðmæti 1.456.683 krónum í brottfarar- og komuverslunum fríhafnarinnar. https://www.heradsdomstolar.is/domar/domur/?id=0505d270-4056-4799-aa51-245508977e5c& Dómur féll yfir manninum í dag í héraðsdómi Reykjaness en þar kom fram að maðurinn hafi verið ákærður 6. maí 2020 fyrir „brot gegn almennum hegningarlögum, stórfelldan þjófnað, með því að hafa á tímabilinu 08.07.2018 til 25.08.2018 staðið að stórfelldum þjófnaði, í félagi við þrjá aðra, með því að hafa í alls 11 skipti keypt sér flugmiða, innritað sig í flug, farið í Fríhafnarverslanirnar, þar sem þeir tóku 217 karton af tóbaki ófrjálsri hendi en yfirgáfu flugstöðina svo án þess að fara um borð.“ Nítjánda ágúst 2018 tóku maðurinn og félagi hans alls 41 karton úr brottfararverslun og var það umfangsmesti þjófnaðurinn. Þá hafði brotahrinan hafist með þjófnaði á stöku kartoni 8. júlí 2018. Maðurinn framdi brotinn tvo daga í röð 6. og 7. ágúst 2018 og í fimm skipti á 10 dögum frá 15. ágúst. Krafist var þess að ákærði yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá lá einnig fyrir einkaréttarkrafa fríhafnarinnar að fjárhæð 13.266.000 krónur. Ákærði játaði háttsemina sem hann var sakaður um en hafnaði því að verðmæti þýfisins væri það sem haldið var fram. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en krafa Fríhafnarinnar þótti ekki dómtæk þar sem að gögn skorti.
Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira