Pétur um höfuðhöggið: „Þakklátur fyrir að ekki fór verr“ Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júní 2020 14:15 Pétur Viðarsson hafði nýverið tekið skóna af hillunni. vísir/bára Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, vonast til þess að vera klár í slaginn eftir tíu daga til tvær vikur eftir höfuðhöggið sem hann fékk í leik Víkings og FH í Pepsi Max-deild karla í gær. Pétur lék í 36 mínútur þangað til að hann og Atli Hrafn Andrason skullu saman er Pétur tæklaði boltann út af en strax sást að Pétur væri illa haldinn. Hann var þó allur hinn brattasti í morgun. „Ég er allt í lagi. Ég er ekki hundrað prósent en ég er samt sem áður ekki með brjálaðan hausverk svo staðan er ágæt,“ sagði Pétur í samtali við Vísi í dag. „Ég held að þetta hafi verið vægur heilahristingur. Mér varð smá óglatt. Ég talaði við Helga í morgun [sjúkraþjálfara FH] og var að spyrja hann um hitt og þetta og ég ætlaði mér víst aftur inn á í gær,“ segir Pétur sem segir að hann sem betur fer hafi ekki farið aftur inn á. Klippa: Höfuðhögg Péturs Hann segir að hann hafi haldið heim á leið eftir leikinn í gær en hafi svo komið við á spítala og hitt þar hjúkrunarfræðing. „Ég fór fyrst heim og svo upp á spítala og hitti hjúkrunarfræðing. Ég var ekki ælandi og ekki að sjá tvöfalt svo þá er það bara besta í stöðunni að hvíla sig. Ég fór bara heim og svaf og er svo rólegur næstu daga.“ „Mér skilst að maður eigi að taka nokkra daga í rólegheitum. Svo byrjar maður að skokka og ef það er í lagi þá byrjar maður að sparka og fara í „kontakt“. Eins og ég skil þetta eru þetta tíu dagar vonandi, eða tvær vikur.“ Pétur hafði nýverið tekið skóna af hillunni og ætlaði að hjálpa FH-liðinu í sumar en náði einungis 36 mínútum í fyrsta leik sínum í sumar. „Ég var búinn að spila í rúmlega þrjátíu mínútur þannig að þetta var rosa leiðinlegt. Það er þó meira í þessu en bara fótboltinn. Eftir að hafa séð þetta aftur þá er ég þakklátur að ekki hafi farið verr. Við vorum báðir á fullri ferð og ef ég er góður eftir í tíu daga, tvær vikur. Þá er ég sáttur að ekki hafi farið verr.“ Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Óttari, afgreiðsluna frá Valdimar og mörkin úr Kópavogi Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi en flest mörk voru skoruð í Víkinni er Víkingur skoraði fjögur mörk gegn einu marki FH. 30. júní 2020 08:00 Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 22:25 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, vonast til þess að vera klár í slaginn eftir tíu daga til tvær vikur eftir höfuðhöggið sem hann fékk í leik Víkings og FH í Pepsi Max-deild karla í gær. Pétur lék í 36 mínútur þangað til að hann og Atli Hrafn Andrason skullu saman er Pétur tæklaði boltann út af en strax sást að Pétur væri illa haldinn. Hann var þó allur hinn brattasti í morgun. „Ég er allt í lagi. Ég er ekki hundrað prósent en ég er samt sem áður ekki með brjálaðan hausverk svo staðan er ágæt,“ sagði Pétur í samtali við Vísi í dag. „Ég held að þetta hafi verið vægur heilahristingur. Mér varð smá óglatt. Ég talaði við Helga í morgun [sjúkraþjálfara FH] og var að spyrja hann um hitt og þetta og ég ætlaði mér víst aftur inn á í gær,“ segir Pétur sem segir að hann sem betur fer hafi ekki farið aftur inn á. Klippa: Höfuðhögg Péturs Hann segir að hann hafi haldið heim á leið eftir leikinn í gær en hafi svo komið við á spítala og hitt þar hjúkrunarfræðing. „Ég fór fyrst heim og svo upp á spítala og hitti hjúkrunarfræðing. Ég var ekki ælandi og ekki að sjá tvöfalt svo þá er það bara besta í stöðunni að hvíla sig. Ég fór bara heim og svaf og er svo rólegur næstu daga.“ „Mér skilst að maður eigi að taka nokkra daga í rólegheitum. Svo byrjar maður að skokka og ef það er í lagi þá byrjar maður að sparka og fara í „kontakt“. Eins og ég skil þetta eru þetta tíu dagar vonandi, eða tvær vikur.“ Pétur hafði nýverið tekið skóna af hillunni og ætlaði að hjálpa FH-liðinu í sumar en náði einungis 36 mínútum í fyrsta leik sínum í sumar. „Ég var búinn að spila í rúmlega þrjátíu mínútur þannig að þetta var rosa leiðinlegt. Það er þó meira í þessu en bara fótboltinn. Eftir að hafa séð þetta aftur þá er ég þakklátur að ekki hafi farið verr. Við vorum báðir á fullri ferð og ef ég er góður eftir í tíu daga, tvær vikur. Þá er ég sáttur að ekki hafi farið verr.“
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Óttari, afgreiðsluna frá Valdimar og mörkin úr Kópavogi Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi en flest mörk voru skoruð í Víkinni er Víkingur skoraði fjögur mörk gegn einu marki FH. 30. júní 2020 08:00 Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 22:25 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Sjáðu þrennuna hjá Óttari, afgreiðsluna frá Valdimar og mörkin úr Kópavogi Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi en flest mörk voru skoruð í Víkinni er Víkingur skoraði fjögur mörk gegn einu marki FH. 30. júní 2020 08:00
Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 22:25