Eygló Ósk er hætt: „Tilfinningarnar hellast yfir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2020 16:37 Eygló Ósk Gústafsdóttir lætur staðar numið í sundinu. Vísir/EPA Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, hefur ákveðið að leggja keppnissundbolinn á hilluna eftir farsælan feril. Hún afrekaði meðal annars að synda til úrslita á Ólympíuleikum og vinna til verðlauna á Evrópumóti. Eygló greinir frá þessu á Facebook í dag. Eftir að hafa synt til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, og veturinn þar áður unnið til verðlauna á stórmóti í sundi, fyrst íslenskra kvenna, fór Eygló að finna fyrir bakmeiðslum sem settu stórt strik í reikninginn hjá henni. Hún stefndi þó óðfluga að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó, sem hefðu orðið hennar þriðju leikar, en þeim var frestað um eitt ár til ársins 2021 og nú er orðið ljóst að Eygló mun ekki keppa á þeim. „Ég veit ekki hvar skal byrja. Eftir mjög mikla íhugun hef ég loksins tekið þá ákvörðun að hætta að keppa í sundi. Þetta hefur verið algjört ævintýri og ég myndi ekki skipta á þessum 20 árum í íþróttinni fyrir nokkuð,“ skrifar Eygló meðal annars á Facebook-síðu sína. „Tilfinningarnar hellast yfir mig þegar ég hugsa til þess að fara ekki aftur á HM eða Ólympíuleika en ég er svo ánægð með að hafa gefið allt sem ég gat í þessa íþrótt og fengið að upplifa allt það sem ég fékk að upplifa,“ skrifar Eygló og þakkar fjölskyldu sinni, sem og þjálfaranum Jacky Pellerin sem hjálpaði Eygló mikið með hennar feril. Eygló hefur ekki aðeins unnið til verðlauna á stórmóti heldur aragrúa verðlauna á Smáþjóðaleikum, Íslandsmótum og fleiri mótum, en þessi 25 ára Reykvíkingur lætur nú staðar numið. „Að lokum langar mig bara að segja; TAKK FYRIR MIG SUND.“ Sund Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tímamót Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, hefur ákveðið að leggja keppnissundbolinn á hilluna eftir farsælan feril. Hún afrekaði meðal annars að synda til úrslita á Ólympíuleikum og vinna til verðlauna á Evrópumóti. Eygló greinir frá þessu á Facebook í dag. Eftir að hafa synt til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, og veturinn þar áður unnið til verðlauna á stórmóti í sundi, fyrst íslenskra kvenna, fór Eygló að finna fyrir bakmeiðslum sem settu stórt strik í reikninginn hjá henni. Hún stefndi þó óðfluga að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó, sem hefðu orðið hennar þriðju leikar, en þeim var frestað um eitt ár til ársins 2021 og nú er orðið ljóst að Eygló mun ekki keppa á þeim. „Ég veit ekki hvar skal byrja. Eftir mjög mikla íhugun hef ég loksins tekið þá ákvörðun að hætta að keppa í sundi. Þetta hefur verið algjört ævintýri og ég myndi ekki skipta á þessum 20 árum í íþróttinni fyrir nokkuð,“ skrifar Eygló meðal annars á Facebook-síðu sína. „Tilfinningarnar hellast yfir mig þegar ég hugsa til þess að fara ekki aftur á HM eða Ólympíuleika en ég er svo ánægð með að hafa gefið allt sem ég gat í þessa íþrótt og fengið að upplifa allt það sem ég fékk að upplifa,“ skrifar Eygló og þakkar fjölskyldu sinni, sem og þjálfaranum Jacky Pellerin sem hjálpaði Eygló mikið með hennar feril. Eygló hefur ekki aðeins unnið til verðlauna á stórmóti heldur aragrúa verðlauna á Smáþjóðaleikum, Íslandsmótum og fleiri mótum, en þessi 25 ára Reykvíkingur lætur nú staðar numið. „Að lokum langar mig bara að segja; TAKK FYRIR MIG SUND.“
Sund Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tímamót Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira