Gefur lítið fyrir ummæli Ólafs um malbikun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 22:46 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar gefur lítið fyrir ummæli Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings um malbik og hvernig staðið er að lagningu þess á Íslandi. G. Pétur segir að malbik sé lagt með nákvæmlega sama hætti hér á landi og annars staðar. Ólafur var harðorður í garð Vegagerðarinnar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi þar malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Fram hefur komið að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ sagði Ólafur í Bítinu í morgun. Þá sagði hann að það væri „eiginlega allt sem er að“ í málaflokknum. Notað væri íslenskt berg en ekki innflutt kvars og að bikið sem notað væri hentaði ekki hitastiginu á Íslandi. G. Pétur ræddi ástand malbiksins á slysstað í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði ljóst að hálkustig malbiksins þegar slysið varð hefðu verið langt fyrir neðan leyfileg viðnámsmörk. „Við vitum sem er að malbik er alltaf hálla þegar er nýbúið að leggja það, og það jafnar sig smám saman, það er í eðli þess, þess vegna setjum við þær kröfur í útboðsgögnin um það hvert viðnámið má vera þegar það er nýútlagt. Það eru ákveðin mörk og þetta var langt fyrir neðan þau mörk, svolítið mikið fyrir neðan þau. Við þurfum að reyna að komast að því hvað gerðist og hvort við getum þá komist að því, því þetta er nokkuð flókið dæmi.“ Þá gaf hann lítið fyrir ummæli Ólafs í Bítinu í morgun. „Ég verð eiginlega að segja það að mér finnst stórmerkilegt hvað Ólafur Guðmundsson getur séð af því einu að horfa bara á malbikið. Við hjá Vegagerðinni höfum ekki þá hæfileika. Eins og ég var að lýsa þurfum við að senda þetta út til rannsóknar til þess að skoða þetta.“ Þá sagði G. Pétur að malbik hér á Íslandi væri lagt með svipuðum hætti og í nágrannalöndunum. „Já, já, já. Malbikið er með nákvæmlega sama hætti og annars staðar. Síðan erum við líka með klæðingu sem er svolítið öðruvísi, sem er meira þá á þjóðvegunum þar sem umferðin er minni. Það er líka klætt með þeim hætti erlendis. En það er náttúrulega á umferðarminni vegi, það er lengra úti á landi hjá þeim heldur en hér. […] En auðvitað eru stundum séríslenskar aðstæður, og þá sérstaklega veðrið.“ Viðtalið við G. Pétur má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bifhjólamenn vilja sjá tafarlausar aðgerðir í vegamálum Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. 30. júní 2020 20:00 Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06 Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar gefur lítið fyrir ummæli Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings um malbik og hvernig staðið er að lagningu þess á Íslandi. G. Pétur segir að malbik sé lagt með nákvæmlega sama hætti hér á landi og annars staðar. Ólafur var harðorður í garð Vegagerðarinnar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi þar malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Fram hefur komið að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ sagði Ólafur í Bítinu í morgun. Þá sagði hann að það væri „eiginlega allt sem er að“ í málaflokknum. Notað væri íslenskt berg en ekki innflutt kvars og að bikið sem notað væri hentaði ekki hitastiginu á Íslandi. G. Pétur ræddi ástand malbiksins á slysstað í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði ljóst að hálkustig malbiksins þegar slysið varð hefðu verið langt fyrir neðan leyfileg viðnámsmörk. „Við vitum sem er að malbik er alltaf hálla þegar er nýbúið að leggja það, og það jafnar sig smám saman, það er í eðli þess, þess vegna setjum við þær kröfur í útboðsgögnin um það hvert viðnámið má vera þegar það er nýútlagt. Það eru ákveðin mörk og þetta var langt fyrir neðan þau mörk, svolítið mikið fyrir neðan þau. Við þurfum að reyna að komast að því hvað gerðist og hvort við getum þá komist að því, því þetta er nokkuð flókið dæmi.“ Þá gaf hann lítið fyrir ummæli Ólafs í Bítinu í morgun. „Ég verð eiginlega að segja það að mér finnst stórmerkilegt hvað Ólafur Guðmundsson getur séð af því einu að horfa bara á malbikið. Við hjá Vegagerðinni höfum ekki þá hæfileika. Eins og ég var að lýsa þurfum við að senda þetta út til rannsóknar til þess að skoða þetta.“ Þá sagði G. Pétur að malbik hér á Íslandi væri lagt með svipuðum hætti og í nágrannalöndunum. „Já, já, já. Malbikið er með nákvæmlega sama hætti og annars staðar. Síðan erum við líka með klæðingu sem er svolítið öðruvísi, sem er meira þá á þjóðvegunum þar sem umferðin er minni. Það er líka klætt með þeim hætti erlendis. En það er náttúrulega á umferðarminni vegi, það er lengra úti á landi hjá þeim heldur en hér. […] En auðvitað eru stundum séríslenskar aðstæður, og þá sérstaklega veðrið.“ Viðtalið við G. Pétur má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bifhjólamenn vilja sjá tafarlausar aðgerðir í vegamálum Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. 30. júní 2020 20:00 Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06 Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Bifhjólamenn vilja sjá tafarlausar aðgerðir í vegamálum Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. 30. júní 2020 20:00
Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06
Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31