Gaf út plötu á föstudaginn og fór til FH í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2020 11:06 Logi fagnar eftir að Víkingur varð bikarmeistari eftir 1-0 sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fyrra. Logi er nú farinn til FH og leikur með liðinu, allavega út tímabilið. vísir/vilhelm Það er skammt stórra högga á milli hjá Loga Tómassyni. Á föstudaginn gaf hann út nýja plötu og í gær gekk hann í raðir FH frá Víkingi. FH fékk Loga á láni út tímabilið. Að því loknu getur félagið svo keypt hann. Logi segir að aðdragandi félagaskiptanna hafi verið mjög stuttur. „Þetta kom bara upp í gær. Ég vildi fara á lán og þegar áhuginn kom fór þetta á fullt og var klárað í gærkvöldi,“ sagði Logi í samtali við Vísi í dag. Hann kom við sögu í fyrstu tveimur leikjum Víkings í Pepsi Max-deildinni en var ekki í leikmannahópnum gegn FH á mánudaginn. Víkingar unnu þá 4-1 sigur, sem var þeirra fyrsti á tímabilinu. „Ég var alveg viss um að ég myndi spila hjá Víkingi. En ég vildi prófa að skipta um umhverfi. Og þegar FH vill mann er erfitt að segja nei. Mér fannst þetta strax spennandi,“ sagði Logi sem mætir á sína fyrstu æfingu hjá FH á morgun. Næsti leikur FH-inga er ekki fyrr en 8. júlí þegar liðið sækir Breiðablik heim. Leik FH og Stjörnunnar, sem átti að fara fram á sunnudaginn, var frestað. Logi skaust fram á sjónarsviðið í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar í fyrra þegar hann skoraði stórkostlegt mark í 3-3 jafntefli Vals og Víkings á Hlíðarenda. Logi, sem er á fullu í tónlist meðfram fótboltanum, samdi m.a. lag um markið. Breyttir tímar, ný plata Loga Tómassonar, tónlistar- og fótboltamanns. Logi, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gaf út samnefnda plötu í fyrra. Á miðnætti, aðfaranótt föstudags, kom svo hans önnur plata út, Breyttir tímar. Hún telur tólf lög en meðal gesta á plötunni eru Jón Jónsson, Króli, Herra Hnetusmjör og Guðmundur Benediktsson. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við plötunni. Hún hefur fengið góða hlustun og ég hef fengið mikið hrós fyrir hana. Aðaleinbeiting er á fótboltanum en það er gaman að gera þetta til hliðar,“ sagði Logi. Hlusta má á plötuna hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla FH Tónlist Tengdar fréttir Logi Tómasson í FH | Ívar Örn til HK | Fjölnir fá danskan framherja Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og það stefnir í fjörugt kvöld á skrifstofu KSÍ. 30. júní 2020 21:28 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli hjá Loga Tómassyni. Á föstudaginn gaf hann út nýja plötu og í gær gekk hann í raðir FH frá Víkingi. FH fékk Loga á láni út tímabilið. Að því loknu getur félagið svo keypt hann. Logi segir að aðdragandi félagaskiptanna hafi verið mjög stuttur. „Þetta kom bara upp í gær. Ég vildi fara á lán og þegar áhuginn kom fór þetta á fullt og var klárað í gærkvöldi,“ sagði Logi í samtali við Vísi í dag. Hann kom við sögu í fyrstu tveimur leikjum Víkings í Pepsi Max-deildinni en var ekki í leikmannahópnum gegn FH á mánudaginn. Víkingar unnu þá 4-1 sigur, sem var þeirra fyrsti á tímabilinu. „Ég var alveg viss um að ég myndi spila hjá Víkingi. En ég vildi prófa að skipta um umhverfi. Og þegar FH vill mann er erfitt að segja nei. Mér fannst þetta strax spennandi,“ sagði Logi sem mætir á sína fyrstu æfingu hjá FH á morgun. Næsti leikur FH-inga er ekki fyrr en 8. júlí þegar liðið sækir Breiðablik heim. Leik FH og Stjörnunnar, sem átti að fara fram á sunnudaginn, var frestað. Logi skaust fram á sjónarsviðið í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar í fyrra þegar hann skoraði stórkostlegt mark í 3-3 jafntefli Vals og Víkings á Hlíðarenda. Logi, sem er á fullu í tónlist meðfram fótboltanum, samdi m.a. lag um markið. Breyttir tímar, ný plata Loga Tómassonar, tónlistar- og fótboltamanns. Logi, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gaf út samnefnda plötu í fyrra. Á miðnætti, aðfaranótt föstudags, kom svo hans önnur plata út, Breyttir tímar. Hún telur tólf lög en meðal gesta á plötunni eru Jón Jónsson, Króli, Herra Hnetusmjör og Guðmundur Benediktsson. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við plötunni. Hún hefur fengið góða hlustun og ég hef fengið mikið hrós fyrir hana. Aðaleinbeiting er á fótboltanum en það er gaman að gera þetta til hliðar,“ sagði Logi. Hlusta má á plötuna hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla FH Tónlist Tengdar fréttir Logi Tómasson í FH | Ívar Örn til HK | Fjölnir fá danskan framherja Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og það stefnir í fjörugt kvöld á skrifstofu KSÍ. 30. júní 2020 21:28 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Logi Tómasson í FH | Ívar Örn til HK | Fjölnir fá danskan framherja Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og það stefnir í fjörugt kvöld á skrifstofu KSÍ. 30. júní 2020 21:28