Verður að standa við stóru orðin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júlí 2020 14:32 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar kveðst ekki eiga von á öðru en að fjármagn verði tryggt vegna laga um að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Vilji þingsins sé skýr. Standa þurfi við stóru orðin. Alþingi samþykkti samhljóða frumvarp Viðreisnar í fyrrinótt sem meðal annars kveður á um að sálfræðiþjónusta verði felld undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði aftur á móti í Bítinu á Bylgjunni í gær að þótt frumvarpið feli í sér heimild til heilbrigðisráðherra til að semja við Sjúkratryggingar, þá eigi eftir að afla fjárheimilda. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Þess vegna samþykkti nefndin og þingið að gildistakan er 1. janúar 2021 til þess einmitt að geta unnið tíma til þess að vinna þetta með fjárlögum. Þetta frumvarp var náttúrlega samþykkt algjörlega athugasemdalaust, líka af hálfu Sjálfstæðisflokksins,“ segir Þorgerður. Vilji þingsins sé skýr. „Við skulum átta okkur á því að hver vinnandi manneskja hún borgar sig fyrir samfélagið. Hver króna sem er sett í forvirkar aðgerðir þegar kemur að andlegum málefnum hún skilar sér í tíu krónum til baka. Þannig að það er loksins þegar við erum búin að viðurkenna það, og setja andleg veikindi, að setja þau samhliða líkamlegum veikindum, þá verðum við líka að standa við stóru orðin og vilji þingsins, hann var alveg skýr í þessum efnum,“ segir Þorgerður. Hún sé vongóð um að fjármagn verði ekki fyrirstaða. „Við erum að fjárfesta í líðan þjóðar, ekki síst á þessum tímum og í því felst mikil ábyrgð og við munum fylgja þessu eftir.“ Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Formaður Viðreisnar kveðst ekki eiga von á öðru en að fjármagn verði tryggt vegna laga um að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Vilji þingsins sé skýr. Standa þurfi við stóru orðin. Alþingi samþykkti samhljóða frumvarp Viðreisnar í fyrrinótt sem meðal annars kveður á um að sálfræðiþjónusta verði felld undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði aftur á móti í Bítinu á Bylgjunni í gær að þótt frumvarpið feli í sér heimild til heilbrigðisráðherra til að semja við Sjúkratryggingar, þá eigi eftir að afla fjárheimilda. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Þess vegna samþykkti nefndin og þingið að gildistakan er 1. janúar 2021 til þess einmitt að geta unnið tíma til þess að vinna þetta með fjárlögum. Þetta frumvarp var náttúrlega samþykkt algjörlega athugasemdalaust, líka af hálfu Sjálfstæðisflokksins,“ segir Þorgerður. Vilji þingsins sé skýr. „Við skulum átta okkur á því að hver vinnandi manneskja hún borgar sig fyrir samfélagið. Hver króna sem er sett í forvirkar aðgerðir þegar kemur að andlegum málefnum hún skilar sér í tíu krónum til baka. Þannig að það er loksins þegar við erum búin að viðurkenna það, og setja andleg veikindi, að setja þau samhliða líkamlegum veikindum, þá verðum við líka að standa við stóru orðin og vilji þingsins, hann var alveg skýr í þessum efnum,“ segir Þorgerður. Hún sé vongóð um að fjármagn verði ekki fyrirstaða. „Við erum að fjárfesta í líðan þjóðar, ekki síst á þessum tímum og í því felst mikil ábyrgð og við munum fylgja þessu eftir.“
Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira