Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes boðin út í næstu viku Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2020 23:04 Fyrsti kaflinn sem boðinn verður út liggur milli Varmhóla og Vallár við Grundarhverfi. Stöð 2/Skjáskot. Fyrsti áfanginn í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í næstu viku. Miðað er við að framkvæmdir hefjist síðsumars og að verkinu í heild verði lokið eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þjóðvegurinn um Kjalarnes hefur verið markaður alvarlegum umferðarslysum og hafði Vegagerðin vonast til að hefja endurbætur í fyrrasumar. Skipulagsstofnun greip þá í taumana og úrskurðaði að breikkun vegarins skyldi fara í umhverfismat en bæði Vegagerðin og sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þann úrskurð. Þótt úrskurður Skipulagsstofnunar hafi í vor verið lýstur ógildur vegna formgalla fór umhverfismatið engu að síður fram og hefur stofnunin núna lýst áliti sínu á framkvæmdinni. Þar segir Skipulagsstofnun að svo umfangsmikil uppbygging vegamannvirkja muni hafa talsvert neikvæð áhrif á landslag og ásýnd. Mikið rask verði á gróðri en stofnunin tekur fram að það sé einkum á gróðurlendi sem mótað sé af mannavöldum og hafi ekki mikið verndargildi. Líkur aukist á því að keyrt verði á fugla þar sem aukning verði á hraða og umferð. Þá muni búsvæði fugla tapast vegna nýrra hliðarvega og framkvæmdirnar muni raska fornleifum. Skipulagsstofnun viðurkennir þó að þær muni hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi. Varmhólar, þar sem byrjað verður að breikka veginn, sjást ofarlega til vinstri.Stöð 2/Skjáskot. Núna þegar umhverfismatið er að baki er Vegagerðinni ekkert að vanbúnaði að hefjast handa og verður fyrsti áfanginn, kafli frá Varmhólum að Vallá, boðinn út á mánudag, og tilboð opnuð 11. ágúst. Næsti áfangi, frá Vallá að Hvalfjarðarvegi, á svo að fara í útboð í haust, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Alls á að breikka Vesturlandsveg á níu kílómetra kafla í 2+1 veg með aðskildum akreinum. Þrjú hringtorg verða á leiðinni; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað með gerð hliðarvega upp á tæpa tólf kílómetra. Verklok eru áætluð vorið 2023. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fyrsti áfanginn í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í næstu viku. Miðað er við að framkvæmdir hefjist síðsumars og að verkinu í heild verði lokið eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þjóðvegurinn um Kjalarnes hefur verið markaður alvarlegum umferðarslysum og hafði Vegagerðin vonast til að hefja endurbætur í fyrrasumar. Skipulagsstofnun greip þá í taumana og úrskurðaði að breikkun vegarins skyldi fara í umhverfismat en bæði Vegagerðin og sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þann úrskurð. Þótt úrskurður Skipulagsstofnunar hafi í vor verið lýstur ógildur vegna formgalla fór umhverfismatið engu að síður fram og hefur stofnunin núna lýst áliti sínu á framkvæmdinni. Þar segir Skipulagsstofnun að svo umfangsmikil uppbygging vegamannvirkja muni hafa talsvert neikvæð áhrif á landslag og ásýnd. Mikið rask verði á gróðri en stofnunin tekur fram að það sé einkum á gróðurlendi sem mótað sé af mannavöldum og hafi ekki mikið verndargildi. Líkur aukist á því að keyrt verði á fugla þar sem aukning verði á hraða og umferð. Þá muni búsvæði fugla tapast vegna nýrra hliðarvega og framkvæmdirnar muni raska fornleifum. Skipulagsstofnun viðurkennir þó að þær muni hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi. Varmhólar, þar sem byrjað verður að breikka veginn, sjást ofarlega til vinstri.Stöð 2/Skjáskot. Núna þegar umhverfismatið er að baki er Vegagerðinni ekkert að vanbúnaði að hefjast handa og verður fyrsti áfanginn, kafli frá Varmhólum að Vallá, boðinn út á mánudag, og tilboð opnuð 11. ágúst. Næsti áfangi, frá Vallá að Hvalfjarðarvegi, á svo að fara í útboð í haust, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Alls á að breikka Vesturlandsveg á níu kílómetra kafla í 2+1 veg með aðskildum akreinum. Þrjú hringtorg verða á leiðinni; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað með gerð hliðarvega upp á tæpa tólf kílómetra. Verklok eru áætluð vorið 2023. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira