Pólitískir nördar fái loksins samastað Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 07:00 Ásta Guðrún Helgadóttir með gylltum ananas á Forsetanum, en ávöxturinn hefur verið samofinn forsetaembættinu frá upphafi árs 2017. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forsetinn tekur á móti fyrstu gestum sínum í kvöld. Þar er ekki um að ræða Guðna Th. Jóhannesson eða Jón forseta, hinsegin barinn sem opnaði í Austurstræti árið 2004, heldur nýtt kaffihús við Laugaveg 51. Kaffihús sem ætlar að gera út á stjórnmálaáhuga landsmanna, vera einhvers konar „pólitískur sportbar“ eins og Ásta Guðrún Helgadóttir, vert og fyrrverandi Pírataþingmaður, orðar það. Úti um alla borg, ekki síst vestan við Lækjargötu, má finna fjöldann allan af knæpum og krám þangað sem íþróttaáhugafólk þyrpist til að fylgjast með beinum útsendingum frá kappleikjum. „En þegar það er eitthvað stórt að gerast í stjórnmálunum þá er enginn samastaður fyrir okkur pólitísku nördana,“ segir Ásta Guðrún. Félagslynt stjórnamálaáhugafólk hefur enda sjaldan verið jafn umkomulaust. Það fékk ekki einu sinni kosninguvöku um síðastliðna helgi, en báðir forsetaframbjóðendurnir höfðu sóttvarnasjónarmið í fyrirrúmi. Þá veit fréttastofan ekki til þess að nokkur hafi safnað saman vinum og ættingjum til að fylgjast með eldhúsdagsumræðum á Alþingi í lok júní, enda eru jafnvel hörðustu stjórnmálaáhugamenn farnir að missa áhugann. Er búinn að vera með stjórnmál á heilanum síðan ég man eftir mér. Er samt löngu hættur að nenna að horfa á #eldhúsdagur. Nema kannski fyrstu tvær ræðurnar. Hugmyndir til að gera þetta skemmtilegra?- Styttri ræður.- Bara tvær umferðir.- Meira óundirbúið.- Fleiri?— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) June 23, 2020 Ásta Guðrún vonar einmitt að pólitískur sportbar geti verkað sem vítamínsprauta fyrir stjórnmálaáhuga landsmanna. „Við þurfum að veita stjórnmálamönnum aðhald og gera meiri kröfur til þeirra,“ segir Ásta. „Hluti af því er að endurskipuleggja það hvernig við stundum stjórnmál í lýðræðisríki, bar eins og þessi er liður í því.“ Forsetinn er til húsa við Laugaveg 51, þar sem fataverslunin Manía var áður til húsa. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fótboltabullur geta slíðrað sverðin Ætlunin sé að fólk geti komið saman á Forsetanum og tekist á um landsins gagn og nauðsynjar í mesta bróðerni. Hvort sem það er fyrrnefndur eldhúsdagur, stefnuræða forsætisráðherra, kosningar, kappræður eða annað mikilvægt pólitískt skak á Íslandi eða í útlöndum; á Forsetanum á fólk með ólíka pólitíska sýn að geta karpað og ræktað lýðræðisástina. Stuðningsmenn Manchester United og Liverpool hafa árum saman öskrað hver á annan í 90 mínútur á börum bæjarins en fallist í faðma að leik loknum, af hverju ætti það ekki að ganga í stjórnmálunum líka spyr Ásta Guðrún. Hún segist meira að segja hafa prufukeyrt hugmyndina á öðrum bar á sínum tíma. Þá safnaði hún saman fólki fyrir Alþingisviðburð, útbjó það sem hún kallar „bull-bingó“ - „og það heppnaðist virkilega vel,“ segir Ásta Guðrún. Helgi Njálsson, pabbi Ástu, hefur unnið ófá handtökin síðustu daga svo að hægt verði að opna Forsetann í kvöld.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ekki íslenska Ocasio-Cortez Ætla má að boðið verði upp á svipaðar uppákomur á Forsetanum, sem opnar í kvöld sem fyrr segir. Þó svo að Ásta hafi ekki sjálf verið kráareigandi segist hún vera með kaupmennskuna í blóðinu. „Ég ólst upp á búðargólfinu,“ segir Ásta. Fjölskylda hennar hafi lengi rekið fataverslun en langafi og langamma hennar stofnuðu hina fornfrægu Prjónastofu Iðunni. Faðir Ástu, Helgi Njálsson, hefur að sama skapi verið betri en enginn í aðdraganda opnunarinnar og verður Ástu innan handar í rekstrinum. Þó svo að hún hafi ekki rekið kaffihús áður má ætla Ásta þekki öll helstu handtökin, enda hafði hún unnið á kaffihúsum og veitingastöðum áður en hún tók sæti á Alþingi fyrir Pírata árið 2015. Hún segist þó ekki vera tilbúin að fallast á það hún sé hin íslenska Alexandria Ocasio-Cortez, demókratinn knái sem var barþjónn áður en hún settist á Bandaríkjaþing í upphafi síðasta árs. Svo að Forsetinn beri nafn með rentu er staðurinn vitaskuld skreyttur með myndum af þeim sem hafa gegnt embættinu hérlendis.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Frumkvöðlaforseti Á Forsetanum segist Ásta ætla að gera íslenskri nýsköpun í matvælaiðnaði hátt undir höfði og versla við smærri birgja, ekki síst í ljósi þjóðfélagsaðstæðna. Til að mynda ætli hún sér að bjóða upp á handverksbjór frá Dokkunni á Ísafirði og kaffi frá Kaffibrugghúsinu á Granda. Það segir hún að sé lýðræðislegt, sem verður að teljast í anda staðarins. „Þegar maður skiptir við stóru fyrirtækin þá er það allt eða ekkert, sem útilokar íslenska nýsköpun. Það er mjög mikilvægt að við styðjum við íslenskt frumkvöðlastarf, nú þegar við dönsum á línu kreppu. Það er auk þess lýðræðislegt að vera með fleiri en einn birgja,“ segir Ásta Guðrún Forsetafrú. Veitingastaðir Forseti Íslands Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forsetinn tekur á móti fyrstu gestum sínum í kvöld. Þar er ekki um að ræða Guðna Th. Jóhannesson eða Jón forseta, hinsegin barinn sem opnaði í Austurstræti árið 2004, heldur nýtt kaffihús við Laugaveg 51. Kaffihús sem ætlar að gera út á stjórnmálaáhuga landsmanna, vera einhvers konar „pólitískur sportbar“ eins og Ásta Guðrún Helgadóttir, vert og fyrrverandi Pírataþingmaður, orðar það. Úti um alla borg, ekki síst vestan við Lækjargötu, má finna fjöldann allan af knæpum og krám þangað sem íþróttaáhugafólk þyrpist til að fylgjast með beinum útsendingum frá kappleikjum. „En þegar það er eitthvað stórt að gerast í stjórnmálunum þá er enginn samastaður fyrir okkur pólitísku nördana,“ segir Ásta Guðrún. Félagslynt stjórnamálaáhugafólk hefur enda sjaldan verið jafn umkomulaust. Það fékk ekki einu sinni kosninguvöku um síðastliðna helgi, en báðir forsetaframbjóðendurnir höfðu sóttvarnasjónarmið í fyrirrúmi. Þá veit fréttastofan ekki til þess að nokkur hafi safnað saman vinum og ættingjum til að fylgjast með eldhúsdagsumræðum á Alþingi í lok júní, enda eru jafnvel hörðustu stjórnmálaáhugamenn farnir að missa áhugann. Er búinn að vera með stjórnmál á heilanum síðan ég man eftir mér. Er samt löngu hættur að nenna að horfa á #eldhúsdagur. Nema kannski fyrstu tvær ræðurnar. Hugmyndir til að gera þetta skemmtilegra?- Styttri ræður.- Bara tvær umferðir.- Meira óundirbúið.- Fleiri?— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) June 23, 2020 Ásta Guðrún vonar einmitt að pólitískur sportbar geti verkað sem vítamínsprauta fyrir stjórnmálaáhuga landsmanna. „Við þurfum að veita stjórnmálamönnum aðhald og gera meiri kröfur til þeirra,“ segir Ásta. „Hluti af því er að endurskipuleggja það hvernig við stundum stjórnmál í lýðræðisríki, bar eins og þessi er liður í því.“ Forsetinn er til húsa við Laugaveg 51, þar sem fataverslunin Manía var áður til húsa. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fótboltabullur geta slíðrað sverðin Ætlunin sé að fólk geti komið saman á Forsetanum og tekist á um landsins gagn og nauðsynjar í mesta bróðerni. Hvort sem það er fyrrnefndur eldhúsdagur, stefnuræða forsætisráðherra, kosningar, kappræður eða annað mikilvægt pólitískt skak á Íslandi eða í útlöndum; á Forsetanum á fólk með ólíka pólitíska sýn að geta karpað og ræktað lýðræðisástina. Stuðningsmenn Manchester United og Liverpool hafa árum saman öskrað hver á annan í 90 mínútur á börum bæjarins en fallist í faðma að leik loknum, af hverju ætti það ekki að ganga í stjórnmálunum líka spyr Ásta Guðrún. Hún segist meira að segja hafa prufukeyrt hugmyndina á öðrum bar á sínum tíma. Þá safnaði hún saman fólki fyrir Alþingisviðburð, útbjó það sem hún kallar „bull-bingó“ - „og það heppnaðist virkilega vel,“ segir Ásta Guðrún. Helgi Njálsson, pabbi Ástu, hefur unnið ófá handtökin síðustu daga svo að hægt verði að opna Forsetann í kvöld.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ekki íslenska Ocasio-Cortez Ætla má að boðið verði upp á svipaðar uppákomur á Forsetanum, sem opnar í kvöld sem fyrr segir. Þó svo að Ásta hafi ekki sjálf verið kráareigandi segist hún vera með kaupmennskuna í blóðinu. „Ég ólst upp á búðargólfinu,“ segir Ásta. Fjölskylda hennar hafi lengi rekið fataverslun en langafi og langamma hennar stofnuðu hina fornfrægu Prjónastofu Iðunni. Faðir Ástu, Helgi Njálsson, hefur að sama skapi verið betri en enginn í aðdraganda opnunarinnar og verður Ástu innan handar í rekstrinum. Þó svo að hún hafi ekki rekið kaffihús áður má ætla Ásta þekki öll helstu handtökin, enda hafði hún unnið á kaffihúsum og veitingastöðum áður en hún tók sæti á Alþingi fyrir Pírata árið 2015. Hún segist þó ekki vera tilbúin að fallast á það hún sé hin íslenska Alexandria Ocasio-Cortez, demókratinn knái sem var barþjónn áður en hún settist á Bandaríkjaþing í upphafi síðasta árs. Svo að Forsetinn beri nafn með rentu er staðurinn vitaskuld skreyttur með myndum af þeim sem hafa gegnt embættinu hérlendis.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Frumkvöðlaforseti Á Forsetanum segist Ásta ætla að gera íslenskri nýsköpun í matvælaiðnaði hátt undir höfði og versla við smærri birgja, ekki síst í ljósi þjóðfélagsaðstæðna. Til að mynda ætli hún sér að bjóða upp á handverksbjór frá Dokkunni á Ísafirði og kaffi frá Kaffibrugghúsinu á Granda. Það segir hún að sé lýðræðislegt, sem verður að teljast í anda staðarins. „Þegar maður skiptir við stóru fyrirtækin þá er það allt eða ekkert, sem útilokar íslenska nýsköpun. Það er mjög mikilvægt að við styðjum við íslenskt frumkvöðlastarf, nú þegar við dönsum á línu kreppu. Það er auk þess lýðræðislegt að vera með fleiri en einn birgja,“ segir Ásta Guðrún Forsetafrú.
Veitingastaðir Forseti Íslands Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira